Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Pétursdiktur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Pétursdiktur

Fyrsta ljóðlína:Maria ertu milld og skær
bls.121–127
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBBccB
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði
1.
Máría, ertu mild og skær,
miskunn heilags anda,
himna *kóngsins móðir og mær,
minnkar allan vanda,
sigrar svartan fjanda.
Bið þú fyrir oss blessuð mær,
svo beiska pínu forðunst vær,
að bál megi ei sálu granda.
2.
Valdist einn af Adams ætt
ýtum hjálp að veita.
Kom þú oss við Krist í sætt,
kenn oss djöfli að neita,
til þín má líknar leita.
Elskan, stattu oss í hjá,
allt gott vífið veita má
með öðling himna reita.
3.
›Eg‹ hefi framið hér fræðasmíð
fyrst um konur og þegna.
Síst hefi eg séð þann stig
að sálunni mætti gegna,
mun það erfitt vegna.
Nú skal breyta bragarins hátt,
birta af Máríu nokkurn þátt.
Hún mun mestu megna.
4.
*Átti prúði Pétur klaustr,
postulinn allra alda.
Þar var einn munkur sá eigi var traustr
sína reglu að halda,
mun ›því‹ fjandinn valda.
Lausung hafði halur í nóg,
með holdi vakti hann jafnan róg.
Þess ›mun‹ garpurinn ›gjalda‹.
5.
Í Kolneseyjum kirkjan stendr,
kann eg ei bróður að nefna,
hann var lyginn og lymsku verndr,
latur á gott að efna,
els›kar hann all‹oft svefna.
Sefur hann þrátt en vakir síðr,
þanninn *munksins ævin líðr,
honum mun púkinn hefna.
6.
Bætti hann lítt þó berði hann menn,
hann bjó sig mjög með váða.
Eigi var getið hann gjörði enn
Guði til þakka né dáða.
Missti hann allra náða,
nema María sjálf með meyjalið
munknum þessum bjargi við.
Ríkur má slíku ráða.
7.
Ól hann barn við bjartri frú
og braut svo reglu snjalla.
Reyfði hann menn og rænti bú
og reyndi ofspekt alla.
Þrífast má hann því varla.
Gekk hann allri gæsku frá,
garpar vilja ei þenna þá
góðan bróðurinn kalla.
8.
Garpar ríða geystir á mót
grimmdarfullum klerki.
Reyna þeir sín rammlig spjót,
rétt eru til þess merki.
Hafa þeir Sölla serki.
Þeir vógu síðan hal með hryggð,
höldar þóttust hreinsa byggð
og hrósuðu ljótu verki.
9.
Skriftalaus hann skildist við
skugga heimsins þenna.
Þá sá munkurinn myrkvalið
›móti‹ sálu renna.
Þeir höfðu orðskvið þenna:
„Þú hefur ekki heiðrað Krist,
himna skaltu missa vist,
heldur á báli að brenna.“
10.
Gripu þá fjandur *garpsins sál
og gjörðu hátt að róma:
„Þessi ön›d skal‹ þreyta ›bál‹,
þín er maklig kvóma,
þú veist ei drottins dóma.“
Öngvan mun›k‹ eg fann þann fyr
til fjandans hafði slíkan byr
og léti sér fleira sóma.
11.
Fjandur pína og árar önd
alls kyns leidda og dregna.
Þeir settu hana í fjötur og bönd,
þessir glæpa hefna.
Nú tel eg fjandur fegna.
Þeir flengja hana og hýða fast,
háðung aungva salina brast.
Nú mun hún verða að megna.
12.
Pétur sér á púkans hvekk,
þeir pína önd og rífa.
Fyrir himna bjartan buðlung gekk,
biður hann sálu að hlífa:
„Hana vill djöfull fordrífa
nema þú hjálpir, herra minn,
og hagir til með guðdóm þinn,
hún mun í pyttinn svífa.“
13.
„Sjá þú, Pétur“, að sagði hann,
„sanna ritning mína:
svo eldurinn grand›i‹ ei harla heitr
honum fyrir glæpi sína
eigi skal dómurinn dvína,
– enginn má nema hann ›sé‹ hreinn
himnaríki byggja neinn –
sál skal brenna og pína.“
14.
Herra Pétur varð hljóður við það,
hann heyrði drottinn neita.
Fyrir píslar›væ‹ttinn hann ›postula‹ bað,
prýði englasveita,
munki miskunn veita.
Margan mann og meyjar meðr,
spámenn Guðs og aldarfeðr,
hann kann eftir að leita.
15.
Fékk hann ekki friðinn að heldr
þó færi allir biðja.
Spámanns orð að vísu veldr
hann verður glæp að kviðja.
Aum er klerksins iðja.
Þetta sér hann prúði Pétr,
hraður pínir eldurinn heitr,
*prests var þetta iðja.
16.
Mildi Pétur Máríu bað:
„Miskunn veittu þegni,
þú mátt af Kristi þiggja það
sem þessum munknum gegni,
vel trúi eg henni vegni,
bið þú fyrir hann, blessuð frú,
svo bjargast mætti sálin nú
frá heitu fjandans megni.
17.
Þessi var út af klaustri mín
munkur þó vondur væri.
Ágæt Máría firr þú hann pín
og sjá honum hjálparfæri,
og *elskulig stattu nærri.
Þú mátt réttan þiggja veg
af þínum syninum, elskuleg,
með þinni bón svo skærri.“
18.
Fyrir himnakóng gekk háleit snót,
hón trú eg málin inni.
Almáttigur stóð upp á mót,
hann fagnar móður sinni,
og sjálfur trú eg hann inni:
„Hvað sem vildir þiggja þú,
það skal þér að vísu nú
veitt með prýði minni.“
19.
Mildur ansar Máríu kraftr:
„Mig heyr þú, sonur minn sæti,
láttu munkinn lifna aftr
svo löstu sína hann bæti,
hreinsi hann hjartans gæti
svo öndinn mætti yfrið fús
yðar byggja háleitt hús,
aldarfaðirinn mæti.“
20.
„Fékk það enginn fyrr af mér
að fá svo ritning brjóta.
Það skal eg gjarnan veita þér
svo að þegn megi náðir hljóta,
og fái hann hjálp svo fljóta.
Þrjátigi daga skal þiggja líf,
þú munt ráða, blessað víf,
og þá mun hann hvíldar njóta.“
21.
Þegar er postulinn heyra má,
Jesús vill hann náða,
Pétur fór að finna þá
*formann *myrkva láða,
hann talar við *dreifir dáða:
„Láti þér nú laust í stað
lærðan mann er drottinn kvað.
Ríkur má slíku ráða.“
22.
„Vær látum hann eigi lausan að heldr“,
árar æpa og emja.
„Hann hafði ekki á drottni traust,
vér höfum dæmdan þenna,
svo sjálfur skal hann þess kenna,
hann hefur gjört sér ævinligt tjón.
Til Guðs á hann öngva vón,
heldur á báli brenna.“
23.
Með veldislykli vondan sló
vítis*púkann þenna.
Skelmisárinn æpti og gó,
öll frá eg þóttist brenna,
hálshögg réð að kenna.
En Pétur tók í munksins hönd,
píslar leysti af honum bönd,
en púkinn tók að renna.
24.
Bauð hann aftur bróður þeim,
sem burt var liðinn af klaustri,
öndu að fylgja aftur í heim
út af syndanausti,
af grimmu glæpaflaustri.
Rekkurinn frá eg að raknaði við,
rétt varð honum við Péturs lið,
sem rynni dagur af austri.
25.
Kærliga gjörði klerkurinn mætr,
klárliga syngja og fasta,
með fátæka mildur og gætr
hann minntist fyrri lasta.
Skjótt gjörir um að kasta.
Fann hann prest og festi svo,
fagra trú með iðran nú,
sem drengurinn mátti besta.
26.
Þrjátigi daga í heimi hér
hann lifði með sæmd og sóma.
Þegar að önd af búknum fer
björt er englaróma,
háleit er hans kvóma.
Hófu þeir með fremd og frygð
fagurliga öndina út með dyggð,
flutt í burt með fróma.
27.
Það má hver mann heyra og sjá
sem nokkuð hefur að skynja,
maðurinn enginn týnast má
sá Maríu elskar svinna.
Það má gjörla inna.
Herra þann, sem hékk á kross,
hann bið eg til hjálpar oss.
Hann mun miskunn vinna.
28.
Bið eg þig, Máría mektar treyst,
mjúkan lofsöng heyra.
Fyrir þína skuld var heimurinn leystr
og svo fyrir drottins dreyra.
Heyri það hvers manns eyra!
Nú vil eg bragna biðja þess
að blíðliga syngi Máríuvers
þeir sem diktinn heyra.


Athugagreinar

1.3 kóngsins] < kongens 713
4.
Átti prúði Pétur klaustr] < Klaustur atte prudi petur (breytt vegna ríms. JH)
5.7 munksins] < munkens 713
10.1 garpsins] < garpens 713
15.8 prests] < prezt 713 (PEÓl)
17.5 elskulig] < elskug 713 (ÁM)
21.4 formann myrkva] < fornna murkua 713 (JH? og ÁM)
21.5 dreifir] < dreifar (dreifir (þf.) dáða: þann sem drepur dáðum á dreif JH?)
23.2 púkann] < pukenn 713 (PEÓl)
Orðið „svo“ er í kvæðinu ýmist skrifað með v-i eða án þess og er hér alls staðar haldið myndinni „svo“.