Hulduljóð (fimmti hluti) Niðurlag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hulduljóð 5

Hulduljóð (fimmti hluti) Niðurlag

HULDULJÓÐ
Bálkur:Hulduljóð
Fyrsta ljóðlína:Sólfagra mey! nú seilist yfir tinda
bls.122
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCC
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Sólfagra mey! nú seilist yfir tinda
úr svölum austurstraumum roði skær,
nú líður yfir láð úr höllu vinda
léttur og hreinn og þýður morgunblær;
svo var mér, Hulda! návist þín á nóttu
sem nú er ljósið jörð á votri óttu.
2.
Vertu nú sæl! þótt sjónum mínum falin
sértu, ég alla daga minnist þín;
vertu nú sæl! því dagur fyllir dalinn,
dunandi fossinn kallar þig til sín;
hann breiðir fram af bergi hvítan skrúða,
bústaður þinn er svölum drifinn úða.
3.
Vertu nú sæl! því sólin hálsa gyllir
og sjónir mínar hugarmyndin flýr;
ó, Hulda kær! er fjöll og dali fyllir
fjölbreyttu smíði, hvar sem lífið býr
og dauðinn, sem að svo þig löngum kallar
sá er þig aldrei leit um stundir allar.