SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3041)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Hulduljóð 3Hulduljóð (þriðji hluti)Bálkur:Hulduljóð
Fyrsta ljóðlína:Hulda! Hví grípa hendur þínar ljósu
Höfundur:Jónas Hallgrímsson
bls.121–122
Viðm.ártal:≈ 1850
Flokkur:Ættjarðarkvæði
1. Hulda! hví grípa hendur þínar ljósuum hendur mér og hví svo viknar þú? veit eg þú elur eyrar fagra rósu, alsett er rauðum blómum Huldubú; Eggert er þér um ekki neitt að kenna, annast hefurðu fjallareitinn þenna.
2. Sjáðu! enn lengra svífur fram um völlusvásúðleg mynd úr ungum blómareit, sterkur og frjáls og fríður enn að öllu Eggert að skoða gengur byggða sveit; hann fer að sjá, hve lífi nú á láði lýðurinn uni, sá er mest hann þráði.
3. Brosir við honum bærinn heillagóðií brekkukorni, hreinn og grænn og smár; þar hefir búið frændi hans með fljóði í flokki ljúfra barna mörg um ár; þar hefir sveitasælan guðs í friði og sóminn aukist glöðu bæjarliði.
4. Þar hefir gjörst að fullum áhrínsorðumallt sem hinn mikli bóndavinur kvað um dalalíf í búnaðsbálki forðum, um bóndalíf, sem fegurst verður það. Sólfagra mey! nú svífur heim að ranni sæbúinn líkur ungum ferðamanni. |