Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vorhvöt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorhvöt

Fyrsta ljóðlína:Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim
bls.106
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Þú, vorgyðja! svífur úr suðrænum geim
á sólgeislavængjunum breiðum
Til Ísalands fannþöktu fjallanna heim,
að fossum og dimmbláum heiðum.
Eg sé hvar í skýjum þú brunar á braut,
ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut!
2.
Og kveð þar fyr gumum í gróandi dal
við gullskæra hörpunnar strengi
um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal
með fögnuði leiða yfir vengi.
Þá vaxa meiðir þar vísir er nú, —
svo verður ef þjóðin er sjálfri sér trú.
3.
Nú vakna þú, Ísland! við vonsælan glaum
af vorbylgjum tímans á djúpi,
byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum,
en afléttu deyf&anna hjúpi,
og drag þér af augum hvert dapurlegt ský
sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný.
4.
Og enninu snjóvgu til ljóshæða lyft
og líttu sem örninn mót sólu.
Sjá heiðríkt er austrið og húmskýjum svipt,
þau hurfu fyr morgunsins gjólu.
Hver óskar nú lengur á blindninnar bás
að bolast af þrælkun frá tímanna rás.
5.
En bót er oss heitið ef bilar ei dáð,
af beisku hið sæta mun spretta.
Af skaða má nema hin nýtustu ráð
oss neyðin skal kenna það rétta.
Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð
í sannleiks og frelsisins þjónustugerð.
6.
Og hrein sé þín ást eins og himinn þinn blár
sem heiðir um jöklanna tinda.
Vér heitum þann níðing sem hæðir þín tár
og hendur á móður vill binda.
Og ánauð vér hötum því andinn er frjáls
hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls.
7.
Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog,
sem vötn þín með straumunum þungu,
sem himins þíns bragandi norðljósa log
og ljóðin á skáldanna tungu.
Og *aldrei, *aldrei bindi þig bönd
nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd.