SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3089)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Íslands minniFyrsta ljóðlína:Eldgamla Ísafold
Höfundur:Bjarni Thorarensen
Heimild:Bjarni Thorarensen: Kvæði. bls.27–28
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Ættjarðarkvæði
Skýringar
Hér er vikið frá útgáfu Fræðafélagsins að því leyti að hendingunni „gumar girnast mær“ hefur verið breytt í: „og guma girnist mær“ sem er samkvæmt eiginhandarriti skáldsins eins og Helga Kress hefur bent á í grein sinni „Guma girnist mær“ (Speglanir, 2000).
Í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins 1. september 2001 segir Helga að hendingunni hafi í öllum prentuðum útgáfum ljóðsins verið breytt þannig að karlarnir girntust konuna án þess að það eigi sér nokkra stoð. Álitamál er um greiningu háttarins, sjá greinargerð með hættinum sjálfum. 1. Eldgamla Ísafold,ástkæra fósturmold, Fjallkonan fríð! mögum þín muntu kær meðan lönd gyrðir sær og guma girnist mær, gljár sól á hlíð.
2. Hafnar úr gufu hérheim allir girnumst vér þig þekka að sjá. Glepur oss glaumurinn, ginnir oss sollurinn, hlær að oss heimskinginn Hafnarslóð á.
3. Leiðist oss fjalllaust frón,fær oss oft heilsutjón þokuloft léð. Svipljótt land sýnist mér sífellt að vera hér, sem neflaus ásýnd er, augnalaus með.
4. Öðruvís er að sjáá þér hvítfaldinn há heiðhimin við, eða þær kristals ár á hvörjar sólin gljár, og heiðar himin-blár há-jökla rið.
5. Eldgamla Ísafold,ástkæra fósturmold, Fjallkonan fríð! ágætust auðnan þér upplyfti, biðjum vér, meðan að uppi er öll heimsins tíð! |