Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Barmahlíð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Barmahlíð

Fyrsta ljóðlína:Hlíðin mín fríða / hjalla meður græna
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.10–11
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1848
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Ljóðið birtist fyrst í Norðurfara I, bls. 10.
1.
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð eg festa,
blómmóðir besta!
2.
Sá eg sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skaust úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
3.
Blómmóðir besta,
bestu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
4.
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!