Háttalykill Þorsteins Magnússonar á Hæli* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Háttalykill Þorsteins Magnússonar á Hæli*

Fyrsta ljóðlína:Ferskeytt vildeg fræðalag
Heimild:ÍB 629 8vo.
bls.bl. 48v–52r
Viðm.ártal:≈ 1700

Skýringar

Fyrirsögn:
Háttalykill Þorsteins Magnússonar á Hæl
eður nokkur rímnabragaerindi
með þeirra nöfnum
Háttalykill Þorsteins Magnússonar á Hæl
eður nokkur rímnabragaerindi
með þeirra nöfnum

1.
Ferskeytt
Ferskeytt vildeg fræðalag
færa af orðagrunni.
Þekkja margir þennan brag
þó þeir lítið kunni.
2.
Skothent
Skothent láta skatnar þrátt
skemmta auðar línum.
Soddan máta iðka átt
oft í ljóðum þínum.
3.
Frumhent
Fljóðin prísa frumhending
forðum tíma réði.
Ljóðin, vísa, liðug slyng
laga rímna gleði.
4.
Sléttubönd lægstu
Slyngir víða búa brag
brjótar sverða fróðir.
Eykur kvíða lúalag,
latir verða hljóðir.
5.
Sléttubönd hærri
Snjallir búa liðug ljóð
lundar hafnar bríma.
Allir þessir Fjölnirs fljóð
fundu einhvern tíma.
6.
Sléttubönd hæstu
Hljóðaþreyting mæðir mest,
móður vildi þegja.
Ljóðabreyting fræðir flest,
fróður skyldi segja.
7.
Sniðhent minnsta
Láttu þetta Loðins safn
leika þér í minni
þó að ei sé öðrum jafn
author þeirra að sinni.
8.
Sniðhent meira
Snotrir ýtar sniðhent ljóð
snilli kalla sanna.
Lærðu orðin, liðug fróð,
lundur hafnar fanna.
9.
Alhent minnsta
Ýtum nýtum alhent ljóð
inna þegnar líka.
Þeir hafa meira þundar flóð
sem þylja bragi slíka.
10.
Alhent meira
Fleiri og meir fræðin kát
finna svinnir lýðir.
Mærðar stærð var meir en lát
mest og best um síðir.
11.
Alhent mest
Mála brjálun mjó og sljó
mín hér sýnist löngun.
Mökin stöku þróast þó
af þagnar sagnar göngum.
12.
Stagað
Alhent talið inna svinn
ótt fyr dróttinn réði.
Fjalars valur finnur minn
fljótt ei þrótt af gleði.
13.
Skáhent
Skáhent ljóð af sagnar sjóð
seggir brúka kunna.
Dregla gáttir dag og nátt
diktan slíkri unna.
14.
Skáhent sneitt
Annað greitt þá erindið sneitt
út af sagnar stéttum
samið þýtt um fljóðið frítt
hjá fróðleiksmönnum réttum.
15.
Oddhent
Oddhending af orðabing
yrkja fróðir þegnar.
Mér er slyng ei menntin kring,
máli lítt því vegnar.
16.
Oddhent sneitt
Oddhent sneitt er engum leitt
að iðka smíðið þetta.
Þeim finnst veitt sem vita greitt
vanda prýði rétta.
17.
Gagaraljóð
Garpar láta gagaraljóð
ganga út af orða sal.
Þeir sem stunda Fjölnirs flóð
fremja soddan ljóða val.
18.
Skothent gagaraljóð
Skothent önnur innast skal
ei þó til sé Boðnar flóð.
Gullhlaðs Nönnur geðs um dal
girnast hlýða soddan óð.
19.
Gagaraljóð sneidd
Gagaraljóðin ganga sneidd,
glaðir tóna þau við rödd.
Lítt mun verða ljóð so greidd,
lindin hringa sýnist glödd.
20.
Tvísneidd gagaraljóð
Þessi bragur þreytir mig
þeygi hægur máls um veg.
Valla hagur á visku stig
vísna sægur daprast *mjeg.
21.
Gagaravilla minni
Lengja skyldeg ljóðasöng
og laga sögn með annað slag
fengi eg hjá falda spöng
fagran einninn launhag.
22.
Gagaravilla meiri
Skýrust jafnan skáldin stór
skörugleg sér velja svör,
dýran finna Fjölnirs bjór
á för er komin hróðra ör.
23.
Kolbeinsbragur
Kalla má að kvæðaskrá
kveiki ljóðanotin góð.
Auðar Gná eg ei kann tjá
orðin fróð af hyggju *sjóð.
24.
Samhendur minnstu
Samhendur um sagnar dyr
seggir leiddu áður fyr.
Haukur Hárs nú hvílist kyr,
hann fær engan vængja byr.
25.
Samhendur meiri
Sagði meiri samhending,
sveitin fleiri bragarslyng,
arnarleir úr orðabing
á burt keyrir hagkveðling.
26.
Sexþætt
Bragarháttum breytt er þrátt;
blíðkast við það mengið kátt
hljóðamátt ef hreyfir dátt
hölda sveit um dag og nátt.
27.
Þríhyrnt
Braginn þennan þyl eg enn,
þríhyrnt kalla sumir menn.
Ég veit fátt um hróðrahátt;
hagaðu því sem kannt og mátt.
28.
Þríhent sneitt
Sneiddur hér þá annar er,
alllíkt hinum virðist mér.
Mun eg sljór og menntamjór
að mynda dýran Suptungs bjót.
29.
Áttþættingur
Orðaskrá skal ýtum tjá,
ekki má so hverfa frá
að Yggjar lá ei aukist á.
Einhver þá eg laun mun fá.
30.
Aldýrt ósneitt
Aldýrt skal nú inna stef,
ekki smekk eg Þundar hef.
Fjaðra hraða Golnirs gef;
gjörir hér á ljóðum stef. [Ath.]
31.
Aldýrt sneitt
Annað finn eg erindið sneitt,
ei er fáu háttum breytt.
Hinum er lánið hærra veitt
sem hróðrar smíð ei vantar neitt.
32.
Afhent
Afhent þykir óvænt lag hjá ýta mengi.
Ekki er smíðað erindið lengi.
33.
Afhent skothent
Sagnarpalla borgin ber nú bernsku æði.
Því má valla vanda kvæði
34.
Baksneitt
Vefa skal eina vísnaklíð í verki sagnar.
Þar um biðja þýðir þegnar,
það mér næsta illa vegnar.
35.
Ósneitt
Þessi bragur þykir rýr og þeygi vandur.
Þó má art í flestu finna
sem fróðir og hagir tala og vinna.
36.
Stuðlafall minnsta
Þungir bragir þreyta bögusmiðinn.
Óvandan skal inna þátt
einu sinni af auðar gátt.
37.
Stuðlafall sneitt
Sumum hægt vill Sigtýs fengur renna.
Veist hefur mér viska grunn,
verður af því heimskan kunn.
Stuðlafall mesta
38.
Sónar vínið síst er hægt að greina.
Hyggnir bjóða Bölverks rán,
bauna [!] -Þundar fekk eg lán. [barma?]
39.
Valhent minna
Ljóðin mín um lyndis skrín
má lasin halda.
Fekk eg ekki visku að valda.
Virð til góða, Þundur skjalda.
40.
Valhent meira
Valhent meira vilda eg keyra
af visku ranni.
Það má heyra þegn og svanni
Þundar leira er ekki að gamni.
41.
Braghent
Braghentan eg ber fram óð af byggðum kvæða.
Ullar skilja Yggjar klæða
óbreytt er mér skást að ræða.
42.
Braghent meira
Bölverks öl eg bjóða vil þó bruggist illa.
Ljóða fróðir strengi stilla,
stökur rökum fögrum gylla.
43.
Stuðlalag
Stuðlalag nú stofna skal,
stopult gengur mærðar tal.
Því eru fánýt þessi ljóð,
þrautasein og valla fróð.
44.
Stuðlalag meira
Enn skal renna Yggjar bjór
ótt og fljótt af mærðar kór,
eina greina stöku strax
af stofni jöfnum ljóða hags.
45.
Stuðlalag sneitt
Enn skal auka einni við,
óbreytt næsta hefur snið.
Senn mun Yggjar soðið flóð,
sjatna tekur listin góð.
46.
Úrkast
Úrkast vil eg inna þjóð
af orðaranni;
verða ekki lesin ljóð
nú lýð að gamni.
47.
Skothent úrkast
Skothendingar úrkast er
í öðru lagi;
þjóðir slyngar halda hér
af hærra tagi.
48.
Oddhent úrkast
Enn skal mærð hér önnur færð
af Yggjar blandi.
Vísnastærð ei verður nærð
í visku landi.
49.
Alhent úrkast
Dáins fá skal flaustur skrið
af fræða grunni.
Brá hver má vel bæta við
sem betur kunni.
50.
Stefjahrun
Lítill þarfi lítast kann
lýð að þessu verki.
Fjalars karfi ei fljóta vann
frekt þó starfi eg við hann.
51.
Stiklusneitt
Yggjar bjór nú allur er
eyddur klárt og farinn.
Ljóða kór nú læsa fer
listasljór um minnis ker.
52.
Fráviksháttur
Óðins flóðið enn vill renna
af inni minnis.
Þó ei sóist Þundar fundur
það er ei skaði í neina staði.
(ÍB 629 8vo, bl. 48v–52r)