Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Meyjargrátur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Meyjargrátur

Fyrsta ljóðlína:Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský
bls.34
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aabbO
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1835

Skýringar

Þýðing á ljóði eftir F. Schiller „Das Mädchens Klage“.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentanir í tveimur gerðum: Í Fjölni 6. ár, 1843 og í sögunni „Grasaferð“ í Fjölni 9. ár, 1847.
Grasaferð er trúlega eldri og er nokkur orðalagsmunur á gerðunum. Giskað hefur verið á að kvæðið hafi Jónas fyrst þýtt 1835. Kvæðið er einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Meyjargrátur
(Frumkvæðið er eptir Schiller: „Der Eichwald brauset“.)
1.
Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský,
döpur situr smámeyja hvamminum í;
bylgjurnar skella svo ótt, svo ótt,
öndinni varpar á koldimmri nótt
brjóstið af grátekka bifað.

2.
„Heimur er tómur og hjartað er dautt,
helstirnað brjóstið og löngunarsnautt.
heilaga! kalla mig héðan í frá,
hef eg þess notið sem jarðlífið á,
því eg hefi elskað og lifað.“

3.
„Tárin að ónýtu falla á fold,
fá hann ei vakið er sefur í mold;
segðu hvað hjartanu huggunar fær
horfinnar ástar er söknuður slær;
guðsmóðir vill þér það veita.“

4.
„Tárin að ónýtu falli á fold,
fái hann ei vakið er sefur í mold.
Mjúkasta hjartanu hugganin er
horfinnar ástar er söknuður sker
á harminum hjartað að þreyta.“