Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Glámsaugun | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Glámsaugun

Fyrsta ljóðlína:Haustnótt koldimm hvílir yfir dalnum
bls.26–27
Bragarháttur:Vikhent eða vikhenda (stuðlavilla)
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Haustnótt koldimm hvílir yfir dalnum.
Hnígur dagsins dýrleg sól.
Dynur í fjallasalnum.
2.
Ofan hlíðar arma þokan teygir.
Andar nepjan köld á kinn.
Hvergi greinast vegir.
3.
Flýgur margt í ferðamannsins huga.
– Áður vofur vegfarann
vildu yfirbuga.
4.
Ekki lengur útburðirnir vola.
Engan framar hræðir hal
hljóð úr Þorgeirsbola.
5.
Skotta og Móri skapa ei fleirum nauðir.
Allir draugar eftir sögn
eru löngu dauðir.
6.
Augu Gláms ég oft í myrkri kenni.
Æskufylgja anda míns –
aumt er að mæta henni.
7.
Hrellir myrkrið; hér er vandi að rata.
Á mig stara augu Gláms.
Áttunum ég glata.
8.
Glottir máni í gluggum skýjarofa.
Úti um nótt er ömurlegt
aðrir þegar sofa.
9.
Það er sagt að segi fátt af einum
enda gerist æði-margt
innst í myrkraleynum.