Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vindaljónið voru láði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vindaljónið voru láði

Fyrsta ljóðlína:Vindaljónið voru láði
bls.5. tölublað, maí 1874, bls. 65-70
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) AAABBAcBc
Viðm.ártal:≈ 1750
Um veturinn mikla 1753. og ’54. var þetta kveðið
(orkt af lögmanni Sveini Sölvasyni).

Viðlag
Langviðrin líða
þó liggi þungt á,
eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

1.
Vindaljónið voru láði
voðatjónið hafði í ráði,
sinn á frónið senda náði
soninn furðu stríða,
langviðrin líða
hvítu grjóni á hauðrið sáði
hrímþurs byggðum frá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

2.
Norðurlanda breiðu belti
Björgúlfs anda gnýr um velti,
slétta sanda yfir elti
ægis meyjar víða,
langviðrin líða
fremur vanda gjálpin gelti
græðis bökkum á.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

3.
Upp á hrotinn úða salla
einn varð blotinn þá að kalla,
hlaut sem rotin fönn að falla
foldu greiddí þýða,
langviðrin líða,
löng þó notin væru varla
verra fyrir lá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

4.
Helgramessu allra unnum,
eftir þessu lýsa kunnum,
marinn skersum hátt af hlunnum
hljóp með afli stríða,
langviðrin líða,
fjúks með klessu brúnu brunnum
byrgði dýra sjá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

5.
Niður hleður feíkna fönnum,
fylgdu veður jarðabönnum,
vestan eður hafs úr hrönnum
hregg til skiptis ríða,
langviðrin líða,
þar til fjeð í elvogs önnum
úti fékk ei strá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

6.
Fimbulvinda frostin hörðu
fannir binda þétt um jörðu,
hæstu rinda blakkar börðu
bil á millum hríða,
langviðrin líða,
mjög þá hrínda holdum gjörðu,
hungrið numdi þá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

7.
Fastan jóla fram svo leiddist,
fauk í skjól, en bjðrgin sneyddist,
stóllinn Hóla allmjög eyddist
einn að pening fríða,
langviðrin líða,
hrafn sig ól, en hestur deyddist
hræva föllum á.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

8.
Eftir hreina hátíðina
hugðu sveinar mundi lina,
hér nam reyna á hugspekina,
hlákan vill þó bíða,
langviðrin líða,
jók þar eina ofan á hina
óveðranna þrá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

9.
Dóttir Kraka úr áttnm öllum
eflir svaka skógs með tröllum,
sunnan rakar feikn af fjöllum
frost í beinum svíða,
langviðrin líða,
mokstrar taka megn úr körlum,
margt varð fóðrum á.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

10.
Suðrahettan bjó til blota,
brátt í sletti fjúki vota,
ei kom þetta oss til nota,
að nam fákum sníða,
langviðrin líða,
öklastéttar í nauðbrota
einatt þunginn lá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

11.
Þyngdust kjörin, bið nam beygja,
bresta svör, en flestir þegja,
gjarðaknörinn húss til heyja
heim þá mátti skríða,
langviðrin líða,
ellihrörin út af deyja
eins og tryppi smá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

12.
Í firði Skaga er sagt af sönnum,
sárt má klaga, liggi hrönnum
útum haga hross í fönnum,
hundruð fallin víða.
Langviðrin líða.
Þennan baga bæti mönnum
best sá hjálpa má.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

13.
Þorri köldum að blæs anda,
amar höldum senn að vanda,
eftir tjöldum eyjabanda
ýtar hugðust bíða.
Langviðrin líða.
Marði í öldum milli landa
Mynar-voðin blá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

14.
Norðlendinga hauðrið hryllti,
Húnvetninga skaðinn gilti,
Skagfirðinga björg um bilti
búfé tæmdist víða,
langviðrin líða,
Eyfirðinga eymd það stillti,
ei voru heyin smá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

15.
En þó veður ætti að skána,
einatt gleður vonin brána,
herti meður hverjum mána
Hrægsvelgs önnin tíða,
langviðrin líða
drjúgum hleður drift á skjána,
daginn varla sá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

16.
Ýmishella dinguls dorra
drjúgum seilist fram á þorra,
hart við deila hríðir orra
hljóp á stöku þíða,
langviðrin líða,
uxu geilar garða vorra,
grenntust útheys strá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

17.
Fram á miðja föstu og góu
Fornjóts niðjar hringinn slógu,
brúði Þriðja á baki klóu,
blökin lengi svíða,
langviðrin líða,
fargast hryðja, frost úr drógu
fyrst um tíma þá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

18.
Tók að hægjast hegning synda,
hreistur lægjast fjallatinda,
salur fægjast sunnanvinda,
sólskins dafnar blíða,
langviðrin líða,
úr fönnum gægjast fóðrið kinda,
fyllum hestar ná.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

19.
Autor biður, vant þó veiti,
vetrar yðar nafn ei steyti
og Hreggviður að hann heiti
allvel þykir hlýða,
langviðrin líða,
held eg friður lífs um leyti
lýðum festist hjá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.

20.
Eyjafjarðar skáldin skýru
skoði Njarðar góma sýru,
lundar barða lyndishýru
listin gjörir prýða.
Langviðrin líða.
Níðhöggsjarða niptir dýru
nemi Ijóða skrá.
Eftir ógna kvíða
oss mun guð sjá.