Eftir barn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eftir barn

Fyrsta ljóðlína:Hve gerði hann þó lífið ljúft og nýtt
Höfundur:Einar H. Kvaran
bls.106
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaaB - hér og ath
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Eftirmæli
1.
Hve gerði hann þó lífið ljúft og nýtt.
Hve ljós var og yndisleg bráin.
Hvað hjalið hans veika var huggandi blítt.
Hve hýrt var augað og brosið þýtt –.
Og nú er hann – nú er hann dáinn.
2.
Það góða, sem hjá mér visnað var,
af vindinum feykt út í bláinn,
það hugði ég gæti ég gróðursett þar
svo geymdist það – kannske til eilífðar –.
Og nú er hann – nú er hann dáinn.
3.
Já, svona fór það; hér sit eg og kveð
um sorg mína og horfi út í bláinn,
en sé ekki neitt er mitt særða geð
og söknuð eg fái læknað með
því nú er hann – nú er hann dáinn.