Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Gestkoma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gestkoma

Fyrsta ljóðlína:Hér gekk til byggða gestur
bls.85–87
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) þríkvætt AbAAb
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Hér gekk til byggða gestur,
að gömlum víkings sið,
af háu valdi hresstur,
því hjá oss að að mun sestur
með stálklætt storma lið.
2.
Hann finnur forna vegi,
þá fer að lækka sól,
á norðan nepju fleyi,
svo nálgast okkur megi,
frá klaka kringdum pól.
3.
Hann þrumu lúður þeytti,
svo þungt og hátt við kvað.
Hann yrju örfum beitti,
og eldibröndum hreytti,
oss byggðar búum að.
4.
Hann snjóvgum feldi fleygir
á foldar beran vang og
skafla tungur teygir,
svo týnast mönnum vegir
með nætur gauragang.
5.
Hann kastar klaka skjöldum
á kjalarfáka leið,
svo bogna bök á öldum,
Hann berst með næðing köldum
á élja rennireið.
6.
Hann manna mun ei rækir,
við marga berst í senn.
Að höll sem koti krækir.
Hann klerka jafnt ofsækir,
sem veila viðsjálsmenn.
7.
Til varnar vér oss myndum
þá vogest kennum þann
og eld á arni kyndum,
svo út hans liði hrindum,
uns vorsól hrekur hann.
8.
Já, kyndum eld vors anda
mót árás harðstjórans.
í fylking félags banda
vér frjálsir skulum standa
og leita sólarlands.