Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Máría vil eg þig móðir Guðs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Máría vil eg þig móðir Guðs

Fyrsta ljóðlína:Máría vil eg þig móðir Guðs
bls.136–141
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt oAoAoAoA
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Þegar þrjú atkvæði standa í braglið er skýringin oftast sú að tvö stutt atkvæði að fornri hljóðdvöl hafa fegnið vægi eins langs.
1.
Máría, vil ek þig, móðir Guðs,
með mjúkum orðum kveðja.
Bið ek enn milda meydóm þinn
mig frá angri gleðja.
Guðs son bar með gleði í heim,
gjörir svo fólk að seðja,
hvorki mátti hatr né mein
*hennar prýði skeðja.
2.
Vær mektum allir móðir Guðs,
mikill er frúinnar ‹gó›ði
skjöldung himna er skær og hreinn,
skrýddist Máríu blóði.
Hennar dýrð vil ek höldum tjá
hátt í nýjum óði.
Væna líkn ok viturligt ráð
hún veitti einu fljóði.
3.
Abbadís réð út í lönd
ein fyrir klaustri víðu.
Sönn eru hennar sæmdar ‹...
það› segir í máli fríðu.
Girntist h‹ún af› allri ást
yfirdrottningar blíðu.
Nunnur höfðu á hringabrík
hatur og þ‹unga› stríðu.
4.
Gjörði aldri góðligt sprund
Guðs af boðorðum víkja,
þjónar hún með þekkri lund
sú þorna grundin ríka.
Hundr, enn versti vítisár,
vildi brúði svíkja,
teygja hana með tálligt fár
til helvítis díkja.
5.
Framdi hún með fjandans vél
svo ferliga synd í lífi,
hennar þénari vann ljótan löst,
hann lagðist með því vífi.
Treysti hún mest á móður Guðs
margt þó að yfir drífi.
Hún bað þá helga himnafrú
að hjálpa sínu lífi.
6.
Máríu son gaf mikla þá
miskunn þessu fljóði.
Kenndi hún með krafti Guðs
kviknan sínu jóði.
Nunnur tempra tál og flærð,
töluðu slíkt í hljóði,
þeirra brjóst er þungafullt,
ok þröngt af grimmdarmóði.
7.
Mætar sendu menja *nár
mann til biskups fundar,
þær biðja hygginn herrann sjá
um háttu silkigrundar,
*Tala þær margt með öfund og vél
um atferð bauga hrundar,
voru þær við vitra frú
varla heillrar lundar.
8.
Sumar vóru þær seima nár
að sögðu frúnni í hljóði,
því þær höfðu hreina ást
á heiðarligu fljóði,
hörmuðu ítra auðar grund
oft af sárum móði,
báðu þær fyrir bauga brík
með björtu táraflóði.
9.
Falda þöll við friðligt hús,
frá eg þar kirkju standa,
fremur þar seljan sjávar báls
sína bæn að vanda.
Treysti hún mest á móður Guðs
og miskunn heilags anda;
hún bað þá ljósan líkna sér,
þann lofðung allra landa.
10.
„Máría, hjálp mér, mild og skær,
móðir Guðs en mæta,
eg hefi ratað í harðan glæp,
hann má eg varla bæta
nema þú dugir mér, dýrust frú,
drottins vífið sæta.
Þú mátt angur og alla sút
af mína hjarta ræta.
11.
Máría, veit mér miskunn, sjálf
móðir heilags anda,
þú ert en blíða bragna hjálp,
blóminn himins og landa.
Dug þú mér þá, dýrust frú,
er dauðinn kemur til handa.
Láttu eigi svartan svikaraflokk
sálu minni granda.“
12.
Höfgi rann á ristil þá
ránar báls en rjóða,
það frá hún vífið vitja sín
sem vænst er allra fljóða.
„Eg er hér komin“, segir mildust mær,
„miskunn þér að bjóða,
þú skalt ljótligt lundarstríð
leggja nú fyrir róða.“
13.
H‹ér› kemur brátt á *brúðar fund
biskup vorra landa.
Hann mun telja stórt og stirt
og strítt um yðarn vanda.
Þú þol sem best“, segir þegna hjálp,
„hvað þér ber til handa.
*Þú lát aldri þunga heift
þinni sálu granda.
14.
Lát þú eigi enu ljótu synd
lengur að sinni hræða.
Son minn vill þig, silkilind,
af sárum harmi græða.
Þú skalt son þinn sóttarlaust
í svefni þessum fæða.
Þig skal ekki angra neitt
og öngvar sútir mæða.“
15.
Frú nam þegar enn fríða svein
fæða af holdsins böndum.
Máría tók hann, móðir hrein,
með signuðum sínum höndum.
Hún talar við fríðan fylgjara sinn,
þann firrður er öllum gröndum:
„Ber þú, en bjarta *beima þöll,
burt af þessum löndum.
16.
Ungan skaltu auðar Njörð
einsetumanni færa,
bið eg hann *skíri skjalda vörð
og skýra kenning læra.
Honum skal fast með fullan heiðr
fagnaðarprís og æra,
þeim gef eg mildum manni Guðs
mína elsku kæra.“
17.
Allt gekk fram það er ágæt mær
engli bauð að vinna.
Hún þjónar fríðri falda Rist
og frelsar vífið svinna.
Hún réð fyrir ítri auðar Ná
orðin slík að inna:
„Eg skal þér fyrir yðra ást
í öllum málum sinna.“
18.
Síðan hvarf en signaða mær
að sýn í burt frá fljóði,
vaknaði þessi veigan skær,
var hún þá svipt af móði.
Fegnari var sú falda strönd
en frá eg það greint í óði.
Lofaður sé fyrir líkn og önd
lausnari heims enn góði.
19.
Herrann sendir harla brátt
eftir einu fljóði.
Biskup talar við brúði hátt,
bystur af grimmd og móði:
„Það er mér flutt af þínum hag
að þér er í lítill góði.
Það hafa gumnar greint fyrir mér
að gangir þú með jóði.“
20.
Þungliga hafa mér þellur greint
um þína háttu sagða
að þú hafir framið svo ferligt líf
og fyllst svo vóndra bragða;
þú bættir eigi mál þitt mjög
á meðan eg yfir þagða,
svo hefur þú með sárri grein
synd á aðra lagða.“
21.
Abbadís réð einkar brátt
að biskups fótum falla:
„Þér hafið talað svo þunga grein
að það má sannleik kalla.
Guðs í vald og gjarnan þín
gef eg mig nú alla.
Þú munt hvergi, röskur og ríkr,
af réttum dómi halla.“
22.
Herrann kippir fótum frá,
í fræði má það inna:
„Þú mátt eigi, menja Ná,
á mína fætur að minnast.
Þú hefur látið ærið mjög
að illum ráðum ginnast.
Þig hefur púkinn prettað fast,
próf mun eg til þess finna.“
23.
Biskup fékk til kænan klerk,
kunni hann slíkt að greina.
Fór hann hön‹d›um um frúinnar kvið
og fann hana af þessu hreina
uns hann hitti lávarð sinn
og lét ei á því seina.
Hann skýrir honum að skikkju grund
skír sé allra meina.
24.
Biskup féll fyrir brúði á kné
og búinn með sæmd að lægja,
réð hann þá við refla fold
ræðu sinni að hægja.
Þeim, kvað hann, vífum vísa hefnd
er vildu hana ófrægja:
„Þær skulu grimmlig gjöldin fá
sem gjörðu þig að rægja.“
25.
„Tel þú eigi, herrann, hart
á hendur systrum mínum,
svo hafa þær með sannleik allt
sagt í orðum fínum,
mig hefur ljúfust lýða hjálp
leyst frá angri og pínu.
Nú er mitt mál“, kvað Draupnis dís,
„á dómi Guðs og þínum.“
26.
Alla frá eg að abbadís,
jarteign þessa greinir
hversu að ljúfust lýða *hjálpin
leysti hana frá meini.
Herrann sendir á eyðimörk
eftir ungum sveini.
Er hann þá beint, sem bókin *skýrir,
byskupsvinurinn hreini.
27.
Heiðrar þá með hjartans dyggð
herrann þessa brúði,
góðu meyna guðssonar bar,
Gabriel enn prúði.
Lofaði allur lýðurinn snjallr
ljósa Jesús brúði
hversu að ljúfust lýða hjálpin,
púkans eldinn lúði.
28.
Drottinn, hjálp þú drengjasveit,
dýr í þínu sæti,
bjarga þú mér fyrir sköpun og skírn,
skatna gramur enn mæti.
Veittu mér, ljúfur lausnari minn,
ljótlig verk eg bæti
svo eigi hrapi eg þá heimurinn brestr
á helvítis stræti.
29.
Drottinn, hjálp þú drengasveit,
dýr, fyrir miskunn þína.
Svo er þín mildi mikil og sterk,
eg má hana varla tína.
Veittu mér, mildur Máríu son,
á málsins enda mína,
leið þú mig þá lífið þrýtr,
lofaðr, í sælu þína.


Athugagreinar

Lesbrigði:
1.8 hennar] < af hennar AM 713 4to (JH).
7.1 nár] < na AM 713 4to.
7.5 Tala] AM 713 4to (líklega villa fyrir ‘Inna’ eða í línunni hefur upphaflega staðið ‘allt’ fyrir ‘margt’. Eins og línan er í AM 713 4to þá er stuðuls vant.
13.1 brúðar] < yduarnn AM 713 4to (breytt vegja stuðlasetningar KE).
13.7 Þú] < Lát þú AM 713 4to (breytt vegna stuðlasetningar KE).
15.7 beima þöll] AM 713 4to (Þetta hlýtur að vera villa. JH stingur upp á ‘brynju þöll’).
16.3 skíri] AM 713 4to (ætti ef til vill að standa ‘skíra’ sb. ‘læra’ JH).
26.3 hjálpin] AM 713 4to (hér ætti að vera eitt atkvæði samkvæmt brag og er hugsanlegt að upprunalega hafi aðeins staðið ‘hjálp’ hér og þá einnig í 27.7 KE).
26.7 skýrir] AM 713 4to (ætti í raun að vera eitt atkvæði samkvæmt brag, hugsanlega hefur hér upphaflega staðið ‘tér’ KE).
’svo’ ýmist ritað suo eða so og er því hér haldið nútímarithætti og alltaf ritað svo.