Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kappakvæði Steinunnar Finnsdóttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kappakvæði Steinunnar Finnsdóttur

Fyrsta ljóðlína:Mun ei gagn að minnast á
Heimild:JS 470 4to.
bls.343–360
Bragarháttur:Ellefu línur (tvíliður) aBaBaC°C°aaaa
Viðm.ártal:≈ 1700
Flokkur:Kappakvæði
Annað kappakvæði
Ég sá þá ríða riddarana þrjá,
þeir vilja mínum fundinum ná.
1.
Mun ei gagn að minnast á
mæta kappa fræga
sem áður létu brandinn blá
bíta sér lítt þæga,
af listum vildu lofið fá,
landið þar með prýða?
Ég sá þá ríða.
*[Ýmsa gjörðu þrátt að þjá
þeir með aðsókn snara.
ríða riddara.]
Einn eg nefni Ólaf pá,
ekki þurfti að mana,
ríða riddarana,
kóngi Íra kominn frá,
kænt þó ætti að hylja,
því að þeir vilja,
valla mætti vænni sjá
veitir ofnis dýnu,
þeir vilja mínum.
Dörs kvaðs veifir dregla gná
djarfur þykja mundi.
Þeir vilja mínum fundi.
Seima þöllu settist hjá,
samt þó gjörði margt að tjá
sem lysti fá.
Þeir vilja mínum fundinum ná.
2.
Kundur Ólafs Kjartan var,
kappinn dyggða gæddi,
hugprýði með hreysti bar
Högna jóð þá æddi,
nýtur lét til Noreyjar
neglu fákinn skríða.
Ég sá þá ríða –
Dyggur kenndist dirfsku snar
fyrir dýrum Noregs hara.
ríða riddara –
Á hauka ströndum blíður bar
báðum þungann Grana.
ríða riddarana –
Hans mannprýði hér og þar
hvörgi nam sig dylja.
því að þeir vilja –
Bolli hold til bana skar
á blíðum frænda sínum.
Þeir vilja mínum –
Hrefna gekk á hryggðar far,
hremmdi líf frá sprundi.
Þeir vilja mínum fundi.
Get ég þetta til Guðrúnar,
gullskorð vissi ekki par
um aðtekt þá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
3.
Egill reiddi unda glóð
ör í Hildar starfi,
skarpan hafði skilnings sjóð,
Skallagríms var arfi.
Hans þó skjaldan hryggðar flóð
*hreytti að svölum Gríða.
Ég sá þá ríða –
Lét með Blindviðs blöndu þjóð
benja nál óspara.
ríða riddara –
Hlunna dýr lét hetjan fróð
hlaupa um rákir svana.
ríða riddarana –
Ármóðs flærð var ekki góð,
Egill lítt nam skilja.
því að þeir vilja –
Varaði hann þó veglegt fljóð
við veislu og föðurs pínu.
Þeir vilja mínum –
Hann dynti niður digrum skrjóð,
dreypti á fyrst og vökvaði blóð
þeim undir lá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
4.
Um Gísla *Súrsson gildan mann
greina fornar sögur.
*Öngvu minna afrek vann
Ormur Stórólfs mögur,
sterkari enginn heldur en hann
harðneskjuna að sníða.
Eg sá þá ríða –
Aldrei hann með rögum rann
þá reyndist unda þvara.
ríða riddara –
Flutti burt af fróni *hann
ferðug lagar trana.
ríða riddarana.
Í orðum fáum ekki kann
eg hans hreysti að þylja,
því að þeir vilja –
bóndinn þegar Brúsa fann,
byggði í hellir sínum,
þeir vilja mínum –
segja margir sagðan sann
svaðalverk að dundi.
þeir vilja mínum fundi –
Í römmu báli risinn brann,
reikaði Ormur heill þaðan
sem mátti sjá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
5.
Þórður *hræða þegna sló,
þekkur hirðir dáða,
ekki lengi á Ósi bjó
eyðir Kraka sáða.
Hans var ekki höndin sljó
hagleiks tré að smíða.
Ég sá þá ríða –
Að sér gjörði áður hann dó
ála sól að skara.
ríða riddara –
Hans var trúlynd hyggju þró
haldin allt til bana.
ríða riddarana –
Norska viði niður hjó
nipurt *hús nam þilja,
því að þeir vilja –
ekki tíðum að sér dró
ást af bauga Línum.
þeir vilja mínum –
Ei var hetjan orku sljó
þá *Eið tók upp af sundi.
þeir vilja mínum fundi –
Rammir jakar risu þó,
rigndi bæði dögg og snjó
í fiska lá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
6.
Veisugalti víga ör
vætti í unda skólpi
þrálega sinn þunna hjör
og Þorgils Höllu stólpi,
öfug vildi engin svör
óbetöluð líða.
Ég sá þá ríða –
Þeirra hreysti fór á för
um frón og ranninn þara.
ríða riddara –
Hvörug var sú hetjan spör
til hildar út að flana.
ríða riddarana –
Bolli kunni að beita dör
og brandi í *hvirfing mylja,
því að þeir vilja –
heim þá flutti Helgi smjör
Harðbeinsson í skrínum.
þeir vilja mínum –
lukkuhjól var laust við hjör
þá lífsins tjón að dundi.
þeir vilja mínum fundi –
Haldin var *sú hetjan snör,
hlaut hann þó að krjúpa á *kör
við dauðann blá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
7.
Gunnar bóndi giftu hár,
gjarn til rómu að venda,
skaptur vel með blíðar brár,
hann bjó á Hlíðarenda.
Heyrðist engin hetja skár
hefði lag að stríða.
Ég sá þá ríða –
Skafta gríður skildust þrjár
skötnum *á að stara,
ríða riddara
einn þá reiddi orkuknár
arngeir faðir Grana,
ríða riddarana –
Höldum veitti *hættlegt sár
hárs á milli og ilja.
því að þeir vilja –
*Mörgum býtti maðurinn frár
mein til bana fínum.
þeir vilja mínum –
Eigi var sú elskan klár
ekta fékk af sprundi.
Þeir vilja mínum fundi –
Þá hirðir auðs í hættu stár
honum vildi ei svanninn þrár
sitt hárið ljá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
8.
Skarphéðins er hreystihönd
hælt að fornu og nýju,
hann í sinni hauka strönd
hafði Rimmigíu.
*Kela sýndist klóta vönd
kyrran láta bíða,
Ég sá þá ríða
af hræðslu niðri hélt hann önd
hönum ei þorði svara.
ríða riddara –
Út voru héðins orðin þönd,
ýmsir með þau brana.
ríða riddarana –
Bifurs drífu barða bönd
bauðst hann sundur mylja.
því að þeir vilja –
*Fannst hans líki færri um lönd
fleiri þó upp tínum.
þeir vilja mínum –
Þá ýmsir spáðu gæfu grönd
af grátnum aldrei stundi,
þeir vilja mínum fundi –
vaktaði lítið vináttu *bönd,
víga sekur skýfði rönd
*með styrjar ljá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
9.
Skorargeir lét skapta nál
skubba margan dára
í efndum hefndum eftir Njál
allvel fylgdi Kára
og *sonu hans sem drenndi bál,
borist hefur það víða.
Ég sá þá ríða –
Þeir dreifðu á flesta dauðans skál
sem drápu þá óvara.
ríða riddara –
Héldu margir hamingju brjál
hóp þann *öndu vana.
ríða riddarana –
Sigfússonum sýndu stál
sár til dauða kylja.
því að þeir vilja –
Flosi komst í kærleiksmál
við Kára valdur pínum.
þeir vilja mínum –
*Þykktist hann í þara ál
þreyttur stríðs af skundi.
þeir vilja mínum fundi –
Hann forlét þar hefð og prjál
þá heimti dauðinn burt hans sál
frá heimsins þrá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
10.
Þó talast megi *mikið og margt
um menntu prýdda seggi
hvörgi síður hafði art
hann Miðfjarðar-Skeggi,
höfðingi með handar skart
haldinn fyrri tíða.
Ég sá þá ríða –
Hann *því aldrei sneypa snart
sniðugan til til svara.
ríða riddara –
Tamdi sér ei tálið svart,
tryggð hann lagði í vana.
ríða riddarana –
Heimdallarsverð hann lét bjart
herðarnar við skilja.
því að þeir vilja –
Þrálega oft þýið *rart
þáði rétt með svínum,
þeir vilja mínum –
sitt þá reiddi sverðið hart
að sumum kvíðinn dundi.
þeir vilja mínum fundi –
Þeir sem visku *þáðu part
þiggi vel þó talist vart
um kempu þá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
11.
Finnboga var frægð ei skreytt,
fljótur oft til ráða,
fékk sá Þundur fleskið sneitt
Fírisvallar sáða;
Gríms þá veðrið gjörðist þeytt
gjarn var *á að hlýða,
Ég sá þá ríða –
tómum höndum dýr fékk deytt
um dóttur *Mundilfara,
ríða riddara –
Nábjargir fékkfékk nýtum veitt
nafna síns við bana.
ríða riddarana –
Aftukembu skútan skreytt
skaust á milli bylja.
því að þeir vilja –
Margan fékk hann rétti reitt
að reyndum vinda glímum,
þeir vilja mínum –
Finnboga gat fari fleytt
að fjórtán nátta blundi,
þeir vilja mínum fundi –
í *Hellisey fékk *afli eytt,
afmáði hann sverðið beitt
þar dauður lá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
12.
Grettis grægðin gengin er
greitt um ísa jörðu.
Dulur veittu *darra grér
Durnis *horna fjörðu,
gjörði það til gamans sér
þá Gísla náði að hýða,
Ég sá þá ríða –
Heimdalls verju handar *sker
heppinn af réð para,
ríða riddara –
Ýmirs beinum hreyfði hér,
hann það lagði í vana.
ríða riddarana –
Skemmdi hann margan skessuver,
á skrokkum höggin bylja.
því að þeir vilja –
Það kenndu Þambar þrælarner
að þrotnum Hlírnirs skínum.
þeir vilja mínum –
Með tánni reif hann tanna ker
á tryggðalausum hundi.
þeir vilja mínum fundi –
Sagan Grettis sjálf það tér,
sannleiks vitni þar um ber;
eg geng þar frá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
13.
Refur væni visku hlaut
vafða í skilnings *veldi,
feðga gjörði að náa naut,
níu á einu kveldi.
Að nýjum fréttum lítt hann laut,
lét þær seinna bíða.
Ég sá þá ríða –
Af Gellir sló hann gleðiskraut
fyrir grimma lygi óspara,
ríða riddara –
Skálmar-Grana gjörði graut,
við greftrun hans réð stjana.
ríða riddarana –
Sveipaði hann seyran blaut
því svannann *vildi gilja,
því að þeir vilja –
hönum undir skíðgarð skaut,
*skvetti út benja vínum.
þeir vilja mínum –
Víglýsing af vörum hraut,
vísir allt það mundi.
þeir vilja mínum fundi –
Engva fékk hann þar af þraut,
þaðan reisti heill á braut
með sína þrjá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
14.
Víglundur hinn væni lítt
vakti rómu bráða
þá Fossverjarnir fengu spýtt
föllum æða þráða.
Annars *sóna *önd fékk ýtt
á óma strauminn þýða,
Ég sá þá ríða –
heiðnum líka bana býtt
en blóðið kristna spara;
ríða riddara –
veiga þöll með viðmót þýtt –
vildi eignast hana.
ríða riddarana –
Hún nam veðrið hæru *þýtt
huggóð til hans ylja,
því að þeir vilja –
þá við kallinn Þórð var knýtt,
í það tilfelli ei grínum.
þeir vilja mínum –
Fréttirnar þær féllu lítt
frægum Þorgríms kundi.
Þeir vilja mínum fundi –
Hann vildi heldur fljóðið frítt
faðma að sér með skartið hvítt
en *bugast frá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
15.
Steinþór reiddi stálið ótt,
í stríði flestum meiri.
Hans var ekki lyndið ljótt,
lengi bjó á Eyri.
Af lagar þaki af lista þrótt
lét hann mörgum svíða.
Ég sá þá ríða –
Ilja járnin dirfðu drótt,
dugðu að sækja og vara.
ríða riddara –
Hetja lag sitt heldur fljótt
hugðist *ein *þar bana.
ríða riddarana –
Brautarhlið *til biðist mjótt
með brandi ruddi sínum,
þeir vilja mínum –
felli svarðar *furðu ótt
fleygði af auðar lundi
þeir vilja mínum fundi –
fyrir mann *sinn skildi skjótt
skaut *hann, engin hræðslu sótt
hann mæddi þá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
16.
Um arfann Bárðar greinir Gest
í *gjörðum söguþætti.
Hreystikempa hann var mest,
haldinn tröll að mætti.
Renna lét hann Ránar hest
um rákir svana hlíða.
Ég sá þá ríða –
Noregs kóng hann *nálgaðist
náði heiðni að snara.
ríða riddara –
Í Ragnars haug var reisa verst,
ráðinn hugði bana.
ríða riddarana –
Ei var hönum par um prest
né prúðar tíðir þylja.
því að þeir vilja –
Ræsir kvað hann reynast best
og raska þungum pínum.
þeir vilja mínum –
Hér nú undan felli flest
um firni þá að dundi.
þeir vilja mínum fundi.
Heitin góð þeir héldu mest,
heiðurs fengu engan brest
þá tíð leið frá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
17.
Einninn hreystiaflið knátt
Andríðar haut kundur.
Búi holdið blámanns hrátt
bjarg lét taka *í sundur.
Jökull ekki þekktist þrátt
þiljur undir skríða
Ég sá þá ríða –
byring hans þá brutu í smátt
brattir hólar þara;
ríða riddara –
Flagðkonuna Geit lék grátt,
gjörð henni bana.
ríða riddarana –
Gnípa komst í kærleiks sátt,
kyndug bjarga þilja;
því að þeir vilja –
rýran gjörði risa mátt,
*reyndi *sár *á blínum.
þeir vilja mínum –
Sitt hann reiddi *sverðið hátt,
sérhvert flagðið drundi.
þeir vilja mínum fundi –
Gnípu *var þá geðið kátt,
gifti kóngi auðar gátt
*sem þökk nam tjá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
18.
Á Keldugnúpi Gunnar grjót
fyrir gullið *aldri þáði.
Harðar þekktist hreystin skjót
þá Hólminn verja náði.
*Þorgils æða einninn sót
út tappaði víða.
Ég sá þá ríða –
Örrabeins var fóstra fljót
fyrða *bönd að para,
ríða riddara –
*[Jarðhúss naut við mannamót,
mennt var fram að trana.
ríða riddarana –]
Í Grænlands björgum byggð var ljót,
bágt *þá við að skilja,
því að þeir vilja –
burt skar af sér brjósta hnjót
til bjargar arfa sínum.
þeir vilja mínum –
Tók þáDrafnar dóttir ljót
dreng af auðar lundi.
þeir vilja mínum fundi –
Hér á landi festi fót,
fékk á öllum hörmum bót;
það guð nam ljá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
19.
Ívars ljóma arfi var
Uxafótur kenndur;
hreysti mesta af höldum bar,
á Helluland var sendur;
sigur stærstan sýndi þar,
sóma bar hann víða,
Ég sá þá ríða –
flögðin lífi fletti snar,
fækkaði skemmdar skara;
ríða riddara –
fimm og níu fýlurnar
*föl til heljar ana.
ríða riddarana –
Skjaldvör þó af skessum bar
og *skrubbum hamra *þilja.
því að þeir vilja –
Faðerni hann bráður *bar,
*bauð að heljar *dýnum.
þeir vilja mínum –
[hér vantar þrjár línur
í báðum handritum]
Uxann tryllda *elti *snar,
*afmáði hans höndin *þar
með afli kná.
þeir vilja mínum fundinum ná.
20.
Hávarður hinn halti dör
hoskur kunni sníða.
Sonar fall og sárleg svör
seggurinn varð að líða,
röskur gjörði rísa úr kör,
randa þey nam þíða.
Ég sá þá ríða –
[vanatar hér þrjár línur
í bæði handritin]
*[Ýtum þótti engin kjör
við ósvífinn að stjana.
ríða riddarana –]
Heljar *knör lét hetjan snör
harðsýlda sér hylja.
því að þeir vilja –
Seggurinn krafði út sonar fjör
með sigri af brandi sínum,
þeir vilja mínum –
*[hér vantar þrjár línur
í bæði handritin]
frændur og vini felldi *ör
sem frægum *gjörðu hans arfa för
*að heljar krá.
þeir vilja mínum fundinum ná.
21.
Mér nú virðar gefi grið,
get eg ei minnst á fleiri.
Hálfgrátandi um hvíld eg bið,
hér með gullhlaðs Eiri,
af Frosta *þægi ferju smið
til fegra efnis *smíða.
Ég sá þá ríða –
Vinir góðir, viti þið
eg viljann ekki spara.
ríða riddara –
Dár varð mér úr dirfsku sið
með Dáins knör að flana.
ríða riddarana –
Ekki hittir Andvars mið
Austra klofin þilja.
því að þeir vilja -
Dugðu, vin, að deyfa rið
með dáða ráðum þínum.
þeir vilja mínum –
*Þögnin hafa þennan sið
þóknast betur mundi.
þeir vilja mínum fundi –
Þetta hættir þvættings klið;
*þilur Dvalins rétti við
þeir lýtin sjá.
þeir vilja mínum fundinum ná.


Athugagreinar

*1.8–10 Það sem hér er innan hornklofa er tekið eftir 146.
*3.6 hreytti] herti.
*4.1 Súrsson] Sússa.
*4.3 Öngvu] ekki.
*4.11 hann] þann.
*4.12 lagar] sagar sjá formála.
*5.1 hræða] hreða.
*5.15 hús nam] svo 146. húsin 470.
*5.21 Eið tók upp] Eiður tók af.
*6.15 hvirfing] hverfing.
*6.23 sú hetjan] þá hetja.
*6.
24 kör] skör.
*7.9 á] þeim á.
*7.14 hættlegt] hættleg.
*7.17 Mörgum] Margur.
*8.5 Kela sýndist klóta] Keli varð sinn klótar.
*8.17 Fannst hans líki] fást hans líkar.
*8.23 bönd] blönd.
*8.25 með styrjar ljá] við styrjar lá.
*9.5 sonu] sona.
*9.12 öndu] 146; ólæsilegt í 470: hlndu (?).
*9.20 þrykktist] 146. þykktist 470.
*10.1 mikið og margt] mikið margt.
*10.8 því aldrei sneypa] 146. þá aldrei sneypu 470.
*10.17 rart] kargt.
*10.23 þáðu] þráðu.
*11.6 á] til.
*11.9 Mundilfara] Möndulfara.
*11.25 Hellisey] hellir ei.
*11.25 Álfi] 146. afli 470.
*12.3 darra] dara.
*12.4 horna] harða.
*12.8 sker] þver.
*13.2 veldi] feldi.
*13.15 vildi] vildi hann.
*13.18 skvetti] 146. skveitti 470.
*14.5 sóna] lóna.
*14.5 önd] 146. súð 470.
*14.14 þýtt] hlýtt.
*14.26 bugast] bagast.
*15.12 Steinþór] 146. ein þar 470.
*15.14 til] þó.
*15.17 furðu] firna.
*15.20 sinn] sem.
*15.21 hann] en.
*16.2 gjörðum] góðum.
*16.8 nálgaðist] nálgaðest í handr.
*17.4 í sundur] sundur.
*17.18 reyndi sár á] reyndir sára af.
*17.20 sverðið] 146. sverð 470.
*17.23 var] varð.
*17.25 sem] hún.
*18.2 aldri] aldrei.
*18.5 Þorgils æða einninn] Einninn Þorgils æða.
*18.9 bönd] hönd.
*11–13 línu vanatar í 470.
*18.15 þá] þó.
*19.12 föl] fól.
*19.15 skrubbum] 146. Skrubbur 470.
*19.15 þilja] gilja.
*19.17 bar] bauð.
*19.18 bera] 146. bauð 470.
*19.18 bauð] bera.
*19.18 dýnum] dýnu.
*19.23 elti snar] eins og sauð.
*19.24 afmáði] aflimaði.
*19.24 þar] snauð.
*20.12.–14. lína eru aðeins í 146.
*20.14 kró] 146. knör 470.
*20.23 ör] í strá.
*20.23 gjörðu hans arfa för] gerðu hans arfann.
*20.24 að] setja í.
*21.5 þægi] þá á ég.
*21.6 smíða] þýða.
*21.20 þögn en] 146. Þögnin 470.
*21.24 þilju] 146. þiljur 470.