Skógar-Krists rímur - síðari ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skógar-Krists rímur 2

Skógar-Krists rímur - síðari ríma

SKÓGAR-KRISTS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Mér er ekki um mansöng neitt
bls.4. árg. bls. 25–30
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1525
Flokkur:Rímur
1.
Mér er ekki um mansöng neitt,
mig er við hann að skilja greitt
ef hann er kveðinn af efni því
sem allar konurnar prísast í.
2.
Þyki mér ekki það nema spott
þó þeim færist kvæðið gott
sem aldri veita ást né dyggð
og jafnan sýna fals og lygð.
3.
Hverninn má sú heiðrast nein
sem hefur til öngva lifandi grein
nema hún dýrkar sjálfa sig
og segist að öllu voldugleg.
4.
Mörg er kvinnan meinguð sú
sem mönnum virðist dygg og trú
enda reynist einhvör góð
þó ei sé haldin mektar fljóð.
5.
Mæli ég ekki í móti því
margar eru þær heiminum í.
Enginn getur með orðum sagt
allt það prýðir vífið spakt.
6.
Ljúfum konum leiðir af
laglegt hót og mjúklegt skraf,
alls kyns gaman og yndið nóg
svo ekki verður komið í lóg.
7.
Enn hin vonda ýtum fær
allra handa styggðir nær.
Fyrri’ og seinna leynt og ljóst
leiðir af henni harm og þjóst.
8.
Salamon spaki í sannleik frekr
soddan dæmi konunum tekr
en illa verri árnun sé
en önnr betri en gull og fé.
9.
Grafa þarf ekki glósu þá,
get eg þar nokkuð sagt í frá,
enginn maður í óði þylr
hvað illa konu og góða skilr.
10.
Hver sá maður af hoskri þjóð
sem hefur með orðum kvinnan góð
megi þér ekki meira en fé,
mér þykir líkt hann fávís sé,
11.
Hvor sem konunum last eða lof
leggja menn eða kveða við of
hvorki á þetta hringa bil,
hver hefur það sem vinnur til.
12.
Öngri býð eg óðinn minn
auðargefni í þetta sinn.
Gjöri sá að honum gaman sem vill
en gjalldi ekki launin ill.
13.
Fjölnis braut eg ferju þá
flestir vildu heyra og sjá
en nú hefi eg mér aðra gjört
og atla eg þyki lítils vert.
14.
Það er í þessu fræði fyrst
af frúinni er sagt og Skógarkrist
brúðurin hyggst að bæta sál
og byrjar upp sín skriftar mál.
15.
Skjallega flutti skarlas bil
skriftargagn sem von er til.
Síðan þagnar seima ná.
Svaraði henni Kristr þá.
16.
Hvar fyrir þegir þú hrundin björt,
hvort hefur þú ekki meira gjört
himna Guði í móti og mér.
Mengrund segir að þanninn er.
17.
Sagt hefur þú mér syndir smár,
sannlega veit eg eftir stár
eitthvört hjá þér verra vamm,
vil eg að það sé játað fram.
18.
Bergirðu öngvu brúðurin þá
burt af því þú helldur á.
Þegar eð annað fastar fólk
ferðu með áir og rennir mjólk.
19.
Griðkonur mínar grundin kvað
gjarnari miklu eru á það.
Þegar hjá slíku sýslu vær
sjálfar láttu skriftast þær.
20.
Vinnur þú ekki, vífið, þá
eða vinna lætur, bauga ná,
þegar að heilagt haldið er
og hvílast öllu fólki ber?
21.
Greiðlega ansar gullas lín
gjarnara er það bónda mín
þykist hann ekki þó nema gott
og þekkjast hvorki háð né spott.
22.
Láttu bóndann sjá fyrir sér
en segðu af því hvað réttast er
um það kynja klækis orð
af klerknum fær þú, menja skorð.
23.
Að mörgu spyr þú miskunnsamr
muntu vera launa tamr
ef eg skal segja þér allt af mér
eftir því sem réttast er.
24.
Fyrir mun liggja að frétta þig
fyrst að þú villt leyna mig
en láta síðan launa því
að lina þér nokkuð skriftum í.
25.
En þó það sé auðgrund veitt
að ekki megi mér leynast neitt
þá er sú skiftin skást fyrir þig
að skýrir þú við sjálfan mig.
26.
Hringþöll svarar og hneigði sig:
Hent hefur þetta lítið mig,
eg hefi klerknum efalaust veitt
allt það hann hefur falað og beitt.
27.
Hvörsu oft hefur hann og þú
hafst að þvílíkt, menja brú.
Lofaður herra, lindin kvað,
lagt hefi eg ekki í minni það.
28.
Átti eg í morgun eðli og hann
áður en eg til skógar rann.
Því er nú undir þinni náð
þungleg skrift og hefndin bráð.
29.
Fyrir þín skjalleg skriftar mál
skal eg þér nú með ekki tál
veita bæn þá vildir þú;
vífið svaraði og gladdist nú:
30.
Fljótkjörin er sú fagnaðar bæn,
fegin vil eg, segir brúðurin kæn,
bráðdauður verði bóndinn minn,
bið þá ekki meira um sinn.
31.
Bið þú um annað, Kristur kvað,
kæran, máttu skilja það
síst vill dauða syndugs manns
sá sem girnist velferð hans.
32.
Volldugur, þá kvað vella lín,
veittu hann missi heyrn og sýn.
Mun hann þá hvorki mig né klerk
mega um kunna orð né verk.
33.
Þessa bæn, sem biður þú nú,
bili þig hvorki ást né trú,
þegar mun öðlast þorna bil;
þar skal eg ekki spara mig til.
34.
Kærlega frá eg að kyrtla brík
Kristi þakkar orðin slík.
Gefur hann síðan gullas lín
góðmannlegana blessan sín.
35.
Skilur hún þar við Skógarkrist,
skundaði síðan bauga rist
heim á sinn hinn góða garð,
gamanið hennar nóglegt varð.
36.
Bráðlega frétti brauga rein
bóndinn hennar kominn var heim.
Kappinn út í kirkju lá,
kæran bjó til matarins þá.
37.
Þegar sem búin var brúðurin ljós
býður hún einni vinnudrós
kalla að bóndinn kæmi þar
og kynnti honum að borðað var.
38.
Heimakonan, sem hústrú bað,
hitti bóndann þegar í stað.
Býður hún honum til borðs að gá,
brá hann sér hvorgi og grafkyrr lá.
39.
Hún gekk inn en hér næst líðr
hústrúin bæði og maturinn bíðr.
Bóndinn ekki bæinn kom í,
brúðurin spyr hvað olli því.
40.
Heimakonan gaf henni svar:
Hann vildi ekki við mig par
mæla þegar ég minnti hann á
mál væri honum til borðs að gá.
41.
Tala þú hátt, segir kvinnan kæn,
kann vera hann hafi þá legið á bæn,
en ef hann svarar nú öngvu til
út skal eg, kvað menja bil.
42.
Út fór konan í annað sinn
og svo talar hún: Bóndi minn,
gagnið inn því búið er borð;
bligði hann upp á menja skorð.
43.
Ekki talaði hann orðið neitt;
inn fór síðan fljóðið teitt;
húsfreyju fann og hermdi slíkt;
hlæjandi svaraði sprundið ríkt .
44.
Efalaust veit eg, auðar lín,
ef ekki sparar þú hljóðin þín
geturðu þá svo galað upp hátt
hann gefur þér svar eða kemur hér brátt.
45.
Líður tíminn líkt og fyrr,
liggur úti bóndinn kyrr
þar til sú, sem send var þrátt,
sviftir honum og talaði hátt.
46.
Húsfreyjan stóð og hlýddi til,
hún gekk út og menja bil,
vill nú bæði vita og sjá,
vífið, hvörsu bóndinn má.
47.
Þig hefi eg, sagði þorna skorð,
þrisvar kallað undir borð
en það virðir einskis þú;
ansaði henni bóndinn nú.
48.
Gakktu inn aftur, gullas lín,
gjarnan vilda eg húsfreyja mín
hingað kæmi að hitta mig,
hana skal eg þá fræða og þig.
49.
Eg er hér hjá þér, elskan mín,
öllum þyki mér háttum þín
brugðið vera, að brúðurin kvað;
bóndinn ansar, satt er það.
50.
Hingað kom eg svo heill og glaðr
helst sem þá eg var ungur maðr.
Lést eg gjöra hér litla bæn,
launin urðu að minnstu væn.
51.
Þá eg var búinn í burt að gá
bar svo til sem greini eg frá,
hlaut eg að missa heyrn og sýn
hörmulegust er þessi pín.
52.
Verð eg nú fyrir veikleik minn
að vera sem annar ómagi þinn,
eyða og spenna upp fyrir þér,
ekki leiðir gagn af mér.
53.
Efalaust kemur það upp á þig
að annast búið og sjálfan mig,
fylgja að vinnu fólki hér,
flest öll eru nú ráð af mér.
54.
Grátin ansar gullas bil:
Gjarnan skal eg þar hjálpa til,
einskis virði eg ómak mitt,
angrið syrgi eg meira þitt.
55.
Hvort vill annað hreysta þá,
hjálma viður og bauga ná,
og sögðu bæði svo sem að var
syrgja dugi þeim ekki par.
56.
Fer hann þá inn og falda láð,
frá eg hann öll á bænum ráð
afsalar sér sem ófær maðr,
ekki var þá bóndinn glaðr.
57.
Mengrund upp á morgna stár,
munu þar leika eftir fár.
Skipar hún öllum skjótt til verks
en skundar sjálf í hvílu klerks.
58.
Alla vikuna upp í samt
er henni þetta furðu tamt
að búa hjá klerknum bónda gegnt,
brá hann sér hvergi það hefi eg fregnt.
59.
Því næst lagðist þorngrund niðr
þegar hún hafði klerkinn viðr
sukkað eftir sinni vild
svo var hún þó við bóndann mild.
60.
Einhvörn morgunn æðiskyrr
auðar lindi bóndinn spyr:
Mun það nokkuð mjög frá sið
manna vera þó slátrum við.
61.
Hróðig ansar hringa brú:
Hvörju viltu slátra nú?
Arðurnauti okkru því
sem eigu minni er feitast í.
62.
Gjöra skal eg sem garpurinn bað,
get eg þó ei að sinni það,
flestum hefi eg nú fengið starf
fólkið er ekki við sem þarf.
63.
Ekki þarftu, auðar bil,
að ætla hér svo marga til.
Fullting klerks og fylgið þitt
fullvel dugir við nautið mitt.
64.
Klæddist frúin og klerkinn vekr,
kyrrlega segir og á honum tekr:
Sæktu naut það slátra skal,
sendimanna er ekki val.
65.
Klerkurinn spratt í klæðin sín,
komin er þessi fregn til mín,
sækir naut og hefur það heim,
hjónin taka við uxa þeim.
66.
Bóndinn lagði band á naut
og biður því halda menja laut.
Hann tók öxi í hönd sér þá,
húsfreyjan talaði hún þetta sá.
67.
Best er að láta, bóndi minn,
berja klerkinn uxann þinn.
Hann sér betur að höggva en þú;
halurinn ansar sinni frú:
68.
Mitt er aflið meira en hans,
mun það verða prófað til sanns.
Niður fyrir mig hefi eg nóga sýn,
nú skal reynast orkan mín.
69.
Klerkurinn tók í höfuð og horn,
horfði á þetta bauga norn.
Heldur hann undir höggið þar
en húsfreyjan ekki óhrædd var.
70.
Báðum höndum bóndinn mætr
bitra öxi ríða lætr.
Hjó hann svo klerksins hálsinn á,
höfuðið fauk af bolnum þá.
71.
Húsfreyjan talar með harmi nú:
Hjóst ei það sem áttir þú.
Bóndinn ansar brúði sín:
Beint fór eftir vilja mín.
72.
Kæran gekk til kirkju þá
og kónginn beiddi himnum á
frelsa þennan fellda klerk
og fyrirgefa honum sín orð og verk.
73.
Skógarkristur skaust þar inn
sem skorðan æpti klerkinn sinn.
Biður hann ekki í bænum sljó
brúðurin velji um kosti tvo.
74.
Annar kostur er sá þinn
að þú farir í helli minn
og þjónir Guði af þínum mátt,
þá mun frelsast auðar gátt.
75.
Elligar skal eg sem óðurinn tér
eld af himnum senda þér
og ljósan brenna upp líkama þinn,
líttu á þennan boðskap minn.
76.
Fegin vil eg, segir fallda lín,
fyrr en vera hjá bónda mín
hafa þá skrift sem hörðust er,
hverja sem þú býðr mér.
77.
Ágæt frá eg að eyðan líns
eftir ráði meistara síns
hellinn byggði hæg í lund
og hrein um alla ævi stund.
78.
Bóndinn annast bauga rist
og birtist þó fyrir Skógarkrist
ævinlega með allri dyggð
og andaðist hvort í sinni byggð.
79.
Atla eg því fyrir Jesús Krist
öðlast muni þau himnavist,
þann sem allt eð góða gefr,
gott fær hver sem iðrast hefr.
80.
Rekkar taki nú rímur tvær.
Rögvaldur hefur yrktar þær.
Ævintýrið af auðar rist
úti er bæði og Skógarkrist.