Vöggukvæði til lausnarans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vöggukvæði til lausnarans

Fyrsta ljóðlína:Vilda eg, Jesús, vagga þér
Heimild:JS 583 4to.
bls.206r–207r
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) aBaBB
Viðm.ártal:≈ 1650–1675

Skýringar

Í handriti er viðlag víðast skammstafað en hér alls staðar skrifað fullum stöfum.
1.
Vilda eg, Jesús, vagga þér
og vegsemd alla bjóða.
Huggun send þú í hjarta mér,
heilla barnið góða –
heilla barnið góða.
2.
Föðurinn áttu frægstan þér,
fylkir þann á himnum er.
Æðstu tign um aldir ber
eilífðin sú fróða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
3.
Móðir þín af mestri ætt
mjög vel er hjá kristnum gætt.
Blómið hennar meydóms mætt,
mun sú afbragð fljóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
4.
Fyrir hingaðkomu og holdgan þín,
herra Jesús, verdnin mín:
forða mér við fári og pín
frægstur allra jóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
5.
Lagður í jötuna, líknin klár,
litla girnist auðlegð fjár
sá er ríkir síð og ár
en sér til allra þjóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
6.
Í brjósti mínu bú þú skær,
blessaður Jesúr, firr og nær,
liggðu þar minn lausnarinn kær
þó lítt sé þér að bjóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
7.
Áttunda var umskurn veitt
út gafstu þitt blóðið heitt.
Af mér þvo þú ljótt og leitt
með læknadreyranum [?] flóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
8.
Jesús ber þú æðsta nafn,
Jesús er vort sálartafn,
Jesús leiðir oss í hafn
með auðnum sinna sjóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
9.
Barn varst þú og bróðir minn,
blessaður Jesús, frelsarinn,
þú hressir við í hvört eitt sinn
hjartað sorgarmóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
10.
Í manndóm þoldir mesta kvöl,
minna eymda sárast böl,
þér hef eg bruggað beiskast öl,
þú barst minn syndaslóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
11.
Hæsta ber eg heitið þitt,
herrann Kristur, skjólið mitt
gef þú eg verði af glæpum kvitt
fyr gæsku blóðið rjóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
12.
Fyr dauðann, pínu og dreyrann þinn,
Drottinn Jesús, lausnari minn,
hell þú í mitt hjartað inn
hyrnum ástarglóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
13.
Ætíð vilda eg orðin þín
elski og geymi sálin mín,
hef eg þann nær hérvist dvín
hjartans bestan gróða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
14.
Orðin þín og einkaboð
eru sterkust líknarstoð,
sættir mig við sannan Guð
því set eg mig ei hljóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
15.
Hjálpa þú mér á himnastig,
hjartans mildin guðdómlig,
þoldir mestu þyngsl fyr mig,
þú varst blóðug róða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
16.
Jesús vertu aðstoð mér,
ævinlega treysti eg þér,
sál mín verði saklaus hér
fyr Satan grimmdar óða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
17.
Í blóði þínu best mig þvær
blíður Jesús firr og nær
því hrapa eg ekki í hramm né klær
harðra illsku gjóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
18.
Hvörskyns neyð og harmaskúr
herrann Jesús leys mig úr,
sæla engla send mér trúr
þegar sofnar hringatróða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.
19.
Föður og syni sé fegurst dýrð
og frægstum anda jafnan skýrð,
ætíð verði á engin rýrð
þó orðin falli ljóða –
heilla barnið góða,
heilla barnið góða.