Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Kvæði af Tófu og SuffaralínFyrsta ljóðlína:Valdimann í lundinum lætur gullið slá
Höfundur:Höfundur ókunnur
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1. Valdimann í lundinum lætur gullið slá,hann plagar sig út að ríða, sextigi nagla í söðulboga þrjá. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
2. So var hún Tófa litla til ferðanna fús,hún plagar sig út að ríða. Alla nátt klæddi hún sig við kertaljós. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
3. Tófa litla klæddi sig í stakkinn blá,hún plagar sig út að ríða, gull með hverjum sauminum lá. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
4. Hún fór í þá skyrtu smá,hún plagar sig út að ríða, sjö álfkonur á sumri saumuðu þá. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
5. Tófa litla sté á hvítan hestog plagar sig út að ríða. Allra kvenna reið hún mest. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
6. Tófa litla kom í borgarhliðog plagar sig út að ríða. Þar var hann Valdemann með sitt lið. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
7. Tófa litla talar við Gunnar prestog plagar sig út að ríða: Hvort hefur hann Valdemann meyna fest? Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
8. Veit það sá hinn ríki, fastnað hefur hann meyog plagar sig út að ríða, Suffaralín í Óðinsey. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
9. Valdemann talar við sveina sín,hann plagar sig út að ríða, kallið á hana Tófu litlu, hún komi til mín. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
10. Axlar hún yfir sig safalaskinn,plagar sig út að ríða. Se gengur hún fyrir kónginn inn. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
11. Hægra fæti í höllina sté,plagar sig út að ríða: Sittu heill, kóngur, hvað viltu mér? Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
12. Kóngurinn klappar í sæti hjá sér,plagar sig út að ríða: Tófa litla, sit hjá mér. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
13. Heyrðu það nú, Tófa mín,og plagar sig út að ríða, hvörsu vel annstu henni Suffaralín? Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
14. So vel ann eg henni Suffaralín,plagar sig út að ríða, sem hönum Christofforus syni mín. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
15. Gef eg henni gangvarann grá,plagar sig út að ríða, drottningarnafnið ofan á. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
16. Valdemann talar við sveina sín,hann plagar sig út að ríða, kallið á hana Suffaralín, hún komi til mín. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
17. Axlarhún yfir sig safalaskinn,plagar sig út að ríða. So gengur hún í höllina inn. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
18. Hægra fæti í höllina stéog plagar sig út að ríða. Sittu heill kóngur, hvað viltu mér? Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
19. Kóngurinn klappar í sæti hjá sér,plagar sig út að ríða. Suffaralín, þú sit hjá mér. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
20. Heyrðu það nú, Suffaralínog plagar sig út að ríða. Hvörsu vel annstu henni Tófu mín? Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
21. So vel anneg henni Tófu þín,plagar sig út að ríða, sem þeim glefsandi vargi á skóginum hrín. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
22. Gef eg henni búgarða þrjá,plagar sig út að ríða. Brenni hún kvik fyrir alla þá. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
23. Gef eg henni fingurgull sjö,plagar sig út að ríða. Brenni hún kvik fyrir gjörvöll þau. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
24. Hvort viltu heldur við Valdemann skrafa,plagar sig út að ríða, ellegar með mér í baðstofu að fara. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
25. Fyrr vil eg við Valdemann skrafa,plagar sig út að ríða, heldur en með þér í baðstofu að fara. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
26. So var hún Suffaralín í höndunum stinnhún plagar sig út að ríða, dregið gat hún Tófu litlu í baðstofu inn. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
27. Christophorus, sonur minn, hjálpaðu mér,plagar sig út að ríða. Hún Suffaralín ætlar að kæfa mig hér. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
28. Hvað mun eg, móðir mín hjálpa þér,plagar sig út að ríða. Tólf brynjaðir menn halda mér. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
29. En so svaraði hún Suffaralín, í hliðfjölum brast,og plagar sig út að ríða: Hvör er sá Herjans son að hnikar so fast? Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
30. Þetta tala hann Valdemann í manna þröngog plagar sig út að ríða: Því kemur hún ekki Tófa mín að nætursöng? Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
31. En so svaraði hún Suffaralín af lymskunni rjóð,hún plagar sig út að ríða: Hún Tófa þín er orðin baðstofumóð. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
32. Betri var hún Tófa mín í náttserki sín,og plagar sig út að ríða, en þú Suffaralín í Svíaríkjum þín. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
33. Betri var hún Tófa mín með eina kúog plagar sig út að ríða, en þú Suffaralín með fimmtán bú. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
34. Værir þú so *kallmaður sem þú ert sprundog plagar sig út að ríða, láta skyldir þú lífið í samri stund. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
35. Værir þú so *kallmaður sem þú ert vífog plagar sig út að ríða, í baðstofunni skyldir þú láta þitt líf. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
36. Það skal eg, Suffaralín, skaprauna þérog plagar sig út að ríða: Þú skalt aldrei koma í sæng hjá mér. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
37. Hann tók í hennar hvítu höndog plagar sig út að ríða, snaraði henni út yfir ljórabönd. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða.
38. Aðra festi hann frúna sérog plagar sig út að ríða. Kristín var hún nefnd fyrir mér. Sprettur eitt laufið í lundinum so víða. (Íslenzk fornkvæði I, bls. 6–12; AM 147 8vo, bl. 4r–7r) |