Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ingu kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ingu kvæði

Fyrsta ljóðlína:Ung var hún Inga
bls.55–57
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Sagnadansar

Skýringar

Handrit: AM 147 8vo, bl. 26v–27v.
1.
Ung var hún Inga,
hún reið sig til þinga.
Hún reið sig á velborið þing.
Hún talar við danskan konunginn.
– Hvar á land sem hún er.
2.
Velborið þing
Hún talar við danskan konunginn:
„Ég á mér þá bræður þrjá,
þeir halda öllu því eg á.
– Hvar á land sem hún er.
3.
Bræður þrjá,
þeir halda öllu því eg á.
Ég á mér þá bræður fimm,
allt mitt góssið er hjá þeim
– Hvar á land sem hún er.
4.
Bræður fimm,
allt mitt góssið er hjá þeim.
Ef það á so lengi að vera
það vil eg mínum herra gefa.
– Hvar á land sem hún er.
5.
Lengi að vera
það vil eg mínum herra gefa.“
„Hafðu þökk fyrir gáfur þín,
kjóstu þér mann af riddurum mín.
– Hvar á land sem hún er.
6.
Gáfur þín,
kjóstu þér mann af riddurum mín.“
Ingu varð so skjótt til svara:
„Loga Stígsson vil eg helst hafa.
– Hvar á land sem hún er.
7.
Skjótt til svara:
„Loga Stígsson vil eg helst hafa.“
Logi gaf þá svar fyrir sig:
„Ég kann so lítt í búmanns sið.
– Hvar á land sem hún er.
8.
Svar fyrir sig:
„Ég kann so lítt í búmanns sið.
Betur kann eg við skjöld og spjót
ungum riddurum ríða á mót.
– Hvar á land sem hún er.
9.
Skjöld og spjót
ungum riddurum ríða á mót.“
„Þú skalt ei það lengi læra
hvörninn þú átt þinn búk að bera.
– Hvar á land sem hún er.
10.
Lengi læra
hvörninn þú átt þinn búk að bera.
Taktu þinn hest og ríð með mér.
Ég skal kenna þér búmanns sið.
– Hvar á land sem hún er.
11.
Ríð með mér.
Ég skal kenna þér búmanns sið.“
Riðu þau so til hallar heim,
líkaði fullvel báðum þeim.
– Hvar á land sem hún er.