Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kvæði af Elenu og Andresi Stígssyni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Elenu og Andresi Stígssyni

Fyrsta ljóðlína:Stoltsfrú Elena stóð undir loftsins sala
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
Kvæði af Elenu og Andresi Stígssyni

Stoltsfrú Elena stóð undir loftsins sala.
Hún sá segl af sundi fara.
Hún er ein eðla rósa.

1.
Hún sá segl af sundi fara.
Guð láti hann Andres Stígsson vera
þegar að hálftalað var.
Því hún er ein eðla rósa.
2.
Þegar að hálftalað var
Andrés Stígsson kominn var.
Þegar að skipunum var vel fest.
Því hún er ein eðla rósa.
3.
Þegar að skipunum var vel fest
Andrés sté á hvítan hest.
Hann reið sig so harðan.
Því hún er ein eðla rósa.
4.
Hann reið sig so harðan
í stoltsfrú Elínar garða.
Úti stóð hún Elín og heldur sína magt.
Því hún er ein eðla rósa.
5.
Úti stóð hún Elín og heldur sína magt.
„Allt mitt góss er á yðart vald.“
Þegar hann heyrði á hennar tal.
Því hún er ein eðlu rósa.
6.
Þegar hann heyrði á hennar tal
þangað víkur riddarinn að.
Hann klappar undir hennar hvítu kinn.
Því hún er ein eðlu rósa.
7.
Klappar hann undir hennar hvítu kinn:
„Mín kærasta, gefðu mér viljan þinn.“
„Hættu þig Andrés, talaðu ei so.“
Því hún er ein eðlu rósa.
8.
„Hættu þig Andrés, talaðu ei so.
Þar heldur so margur vagt uppá.
Þar vaktar faðir og móðir.“
Því hún er ein eðlu rósa.
9.
„Þar vaktar faðir og móðir,
systir og minn bróðir,
systir og mín bróðurkona.
Því hún er ein eðlu rósa.
10.
„Systir og mín bróðurkona.
Hverninn skal eg í burtu komast?“
„Þú skalt á skóginn ríða.
Því hún er ein eðlu rósa.
11.
„Þú skalt á skóginn ríða
með fimmtán *borgir fríðar.“
„Átján systur á eg mér.“
Því hún er ein eðlu rósa.
12.
„Átján systur á eg mér.
Allar skulu þær þjóna þér.
Fimm skulu þig leiða.“
Því hún er ein eðlu rósa.
13.
„Fimm skulu þig leiða,
sex skulu pellin breiða,
þrjár skulu búa upp þína sæng.
Því hún er ein eðlu rósa.
14.
Þrjár skulu búa upp þína sæng,
tvær skulu setja þitt hár í band.
Andrés sté á bryggjusporð.
Vel hélt hann sín trúleg orð.
Því hún er ein eðlu rósa.

(Íslenzk fornkvæði I, bls. 21–24; AM 147 8vo, bl. 11r–12v)