Kvæði af herra kóng Símoni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af herra kóng Símoni

Fyrsta ljóðlína:Standið upp, eðla hofmenn
bls.229–231
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
Standið upp, eðla hofmenn,
þér viljið vísu læra.
Setja skal þing í Danakóngs bý.
Hvað vilja bændur kæra?
Nú mega hofmenn læra.

1.
Það er hann herra kóng Símon,
hann ríður á mannamót
með sína dönsku hofmenn,
glaðir reiða spjót.
2.
Það er hann herra kóng Símon,
hann talar í brysti sér:
„Væri hér frúin Ingigerður
hún bæri sætur af mér.“
3.
Fram kom frúin Ingigerður
með sitt gula hár:
„Heyrðu það herra kóng Símon,
eg sé vel hvar þú stár.
5.
Eg gaf þér minn öl og mat
á míns herrans traust.
Heyrðu það, herra kóng Símon,
þú þást það þakkarlaust.
6.
Eg gaf þér minn öl og mat
sem þú vildir þiggja.
Sængin stár með rauðagull
þar þú áttir að liggja.
7.
Þú braust upp mitt hæga loft
þar að eg inni lá,
bæði hurð og gættir,
plokkaðir lokur í frá.
8.
Þú lést þína sveina
halda fótum mín
meðan þú, herra kóng Símon,
framdir vilja þín.
9.
Þú tókst í minn gula lokk
og vast mitt höfuð í serk.
Heyrðu það, herra kóng Símon,
þú vannst þar níðingsverk.
10.
Eg var mig með bóndans barn
í það sama sinn.
Það kom ekki lífs í heim
fyrir skemmdargjörning þinn..“
11.
„Þrjátigi merkur rauðagulls
býð eg þér til bóta.
Viljir þú mína þjónustu þiggja
þá fell eg þér til fóta.“
12.
Eg vil ei þitt rauðagull
og ei þitt fótafall.
Þú skalt missa lífið í dag
fyrir veröldinni all.“
13.
Þeir tóku hann herra kóng Símon
og hjuggu hans höfuð við stokk
en hún frúin Ingigerður
hélt út í hans lokk.
14.
Hún tók í hans gula lokk
og kastaði hans höfði í saur.
„Heyrðu það, herra kóng Símon,
þú gjörðir so til vor.“
15.
Engin skyldi kvinnan
svíkja sinn eiginmann.
Hér er óður á enda kominn,
læri hvör sem kann.
Hvað vilja bændur kæra?
Nú mega hofmenn læra.

(Sjá: Íslenzk fornkvæði I, bls. 43–46; AM 147 8vo, bl. 21r–22v)