Stafrófs kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stafrófs kvæði

Fyrsta ljóðlína:Salomon og Kári / þeir voru bræður báðir
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Salomon og Kári,
þeir voru bræður báðir.
Vel kunna þeir rúnir.

2.
Kári
þeir voru bræður báðir.
Kári reið á myrkvan skóg,
þar kom hin sterka Stafró.
Vel kunna þeir rúnir.

3.
Myrkvan skóg,
þar kom hin sterka Stafró.
Hún tók hann Kára undir sín skinn,
bar hann langt í bergið inn.
Vel kunna þeir rúnir.

4.
Undir sín skinn,
bar hann langt í bergið inn.
„Heyrðu það, Kári hinn bleiki,
við setjumst niður að leiki.
Vel kunna þeir rúnir.

5.
Bleiki,
við setjumst niður að leiki.
En ef við Kári lékum so
við ættum barnið saman tvö.
Vel kunna þeir rúnir.

6.
Lékum so
við ættum barnið saman tvö.“
Þegar þau höfðu leika reynt
þá hafði hann Kári rúnunum gleymt.
Vel kunna þeir rúnir.

7.
Leika reynt
þá hafði hann Kári rúnunum gleymt.
„Heyrðu það, Stafró, unnustan mín,
lofaðu mér burt að ríða á gjen.
Vel kunna þeir rúnir.

8.
Unnusta mín,
lofaðu mér burt að ríða á gjen.“
„Ríð þú, ríð þú sem þú vilt,
fullgott hefur þú leyfið mitt.
Vel kunna þeir rúnir.

9.
Sem þú vilt,
fullgott hefur þú leyfið mitt.“
Kári sté á *gangverann brún,
so ríður hann til Salomom.
Vel kunna þeir rúnir.

10.
Gangverann brún,
so ríður hann til Salomom.
„Heyrðu það, Salomon, bróðir minn,
kenndu mér mínar rúnir á gjen.
Vel kunna þeir rúnir.

11.
Bróðir minn,
kenndu mér mínar rúnir á gjen.“
„Eg kann ei rúnir að kenna þér,
þú hafðir öngvar í burt frá mér.
Vel kunna þeir rúnir.

12.
Kenna þér,
þú hafðir öngvar í burt frá mér.“
Þeir höfðu sig uppá einn stein.
Þar lærði hann sínar rúnir á gjen.
Vel kunna þeir rúnir.

13.
Uppá einn stein.
Þar lærði hann sínar rúnir á gjen.
Kári sté á *gangverann grá,
so ríður hann í fjallið blá.
Vel kunna þeir rúnir.

14.
Gangverann grá,
so ríður hann í fjallið blá.
„Heyrðu það, Kári, unnusti minn,
því er nú brandurinn slíðrum með?
Vel kunna þeir rúnir.

15.
Unnusti minn,
því er nú brandurinn slíðrum með?“
„Því er nú brandurinn slíðrum með
að kóngurinn er mér reiður á gjen.
Vel kunna þeir rúnir.

16.
Slíðrum með
að kóngurinn er mér reiður á gjen.“
„Ef kóngurinn er þér reiður orðinn
taktu mitt gull og leystu þig með.
Vel kunna þeir rúnir.

17.
Reiður orðinn
taktu mitt gull og leystu þig með.
Heyrðu það, Kári hinn fríði,
kauptu mér hest að ríða.
Vel kunna þeir rúnir.

18.
Fríði,
kauptu mér hest að ríða.“
„Ég kann þér hvergi hest að kaupa,
Stafró, máttu allvel hlaupa.
Vel kunna þeir rúnir.

19.
Hest að kaupa,
Stafró, máttu allvel hlaupa.“
Hvort sem hann Kári reið eða rann
þá var hún Stafró fremri en hann.
Vel kunna þeir rúnir.

20.
Reið eða rann
þá var hún Stafró fremri en hann.
Þegar þau komu á hvítan sand,
þar felldi hann niður sinn búinn brand.
Vel kunna þeir rúnir.

21.
Hvítan sand,
þar felldi hann niður sinn búinn brand.
„Stafró, með þína hvíta hand,
taktu upp minn búinn brand.
Vel kunna þeir rúnir.

22.
Hvíta hand,
taktu upp minn búinn brand.“
Þegar hún laut til jarðar niður
þá hafði hann Kári rúnirnar viður.
Vel kunna þeir rúnir.

23.
Til jarðar niður
þá hafði hann Kári rúnirnar viður.
„Stafró, vertu að steini,
öngvum manni að meini.
Vel kunna þeir rúnir.

24.
Steini,
öngvum manni að meini.
Stafró, með þinn hvíta serk,
stattu þar til landamerks.“
Vel kunna þeir rúnir.

(Íslenzk fornkvæði I, bls. 50–55; AM 147 8vo, bl. 24r–26v)

9.3 og 13.3 gangverann] 147; 'gangvarann' í öðrum handritum kvæðisins.