Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1. Ólafur reið með björgum fram,rauður loginn brann, hitti fyrir sér álfarann. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
2. Þar kom út ein álfamærrauður loginn brann, gulli snúið var hennar hár. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
3. Þar kom út hin önnur,rauður loginn brann, hélt á silfurkönnu. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
4. Þar kom út hin þriðja,rauður loginn brann, silfurlinda um sig miðja. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
5. Þar kom út hin fjórða,rauður loginn brann, henni varð skjótt til orða. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
6. Velkominn Ólafur liljurós,rauður loginn brann, gakk í búð og drekk hjá oss. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
7. Eg vil ei með álfum búa,rauður loginn brann, heldur vil eg á Guð minn trúa. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
8. Þó þú viljir með álfum búa,rauður loginn brann, samt máttu á Guð þinn trúa. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
9. Bíð þú mín um litla stund,rauður loginn brann, meðan eg geng í græna lund. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
10. Hún gekk sig til kistu,rauður loginn brann, axlaði yfir sig skikkju. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
11. Hún gekk sig til arkar,rauður loginn brann, greip upp saxið snarpa. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
12. Þú mut ei so héðan fara,rauður loginn brann, að þú munir oss kossinn spara. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
13. Ólafur leit um söðulboga,rauður loginn brann, kyssti hann frúna af heilum huga. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
14. Hún lagði undir hans herðarblað,rauður loginn brann, í hjartarótum staðar gaf. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
15. Hún lét hönum svíða,rauður loginn brann, sárasax með síðu. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
16. Ólafur leit sitt hjartablóð,rauður loginn brann, undir fæti á fola stóð. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
17. Ólafur keyrði hest með spora,rauður loginn brann, so reið hann til móður dyra. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
18. Klappar á dyr með lófa sín,rauður loginn brann, „ljúktu upp ástar móðirin mín.“ Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
19. „Hvaðan komstu, sonurinn minn“,rauður loginn brann, „hvörninn ertu so fölur á kinn.“ Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
20. „So ertu blár og so ertu bleikur“,rauður loginn brann, „sem þú hafi verið í álfaleik.“ Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
21. „Mér tjáir ekki að dylja þig“,rauður loginn brann, „álfamærin blekkti mig.“ Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
22. „Móðir, ljáðu mér mjúka sæng“,rauður loginn brann, „systir, ljáðu mér síðuband.“ Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
23. Leiddi hún hann í loftið inn,rauður loginn brann, dauðann kyssti hún soninn sinn. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram.
24. Þar var meiri grátur en gaman,rauður loginn brann, þrjú fóru lík í steinþró saman. Þar lá búinn byrðing undan björgunum fram. (Íslenzk fornkvæði I, bls. 24–28; AM 147 8vo, bl. 14r–16v) |