Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Gunnlaugs kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gunnlaugs kvæði

Fyrsta ljóðlína:Hústrúin talaði við sinn son
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Hústrúin talaði við sinn son:
„Leitaðu þér að ungri kon.“
Það heiðrar so margan riddara.
2.
Með sinn son:
„Leitaðu þér að ungri kon.“
„Kæri mín móðir, gjörðu á skil.
Hvar vísar þú mér brúðar til?“
Það heiðrar so margan riddara.
3.
„Gjörðu á skil.
Hvar vísar þú mér brúðar til?“
„Eirek nefni eg kónginn þann,
fyrir Svíaríki ræður hann.“
Það heiðrar so margan riddara.
4.
„Kónginn þann,
fyrir Svíaríki ræaður hann.
Hann á sér þær dætur fimm.
Ná muntu þar einnri af.“
Það heiðrar so margan riddara.
5.
„Dætur fimm.
Ná muntu þar einnri af.“
Gunnlaugur bjó til skip og her.
So siglir hann fyrir Ölvers sker.
Það heiðrar so margan riddara.
6.
Skip og her.
So siglir hann fyrir Ölvers sker.
Hann gengur á land með drengja sveit
þar inni drekkur hirðin teit.
Það heiðrar so margan riddara.
7.
Drengja sveit
þar inni drekkur hirðin teit.
Eirekur hóf sín málin grimm:
„Kjóstu þér víf af meyjum fimm.“
Það heiðrar so margan riddara.
8.
Málin grimm:
„Kjóstu þér víf af meyjum fimm.“
Gunnlaugur bjarta brúði hlaut.
Hann sigldi með hana þaðan á braut.
Það heiðrar so margan riddara.
9.
Brúði hlaut.
Hann sigldi með hana þaðan á braut.
Hann flutti hana heim til landa sín
og lét hana blanda bjór og vín.
Það heiðrar so margan riddara.
10.
Landa sín
og lét hana blanda bjór og vín.
Hann setti hana á einn gulllegan stól
og lét hana sjá sín eðlaból.
Það heiðrar so margan riddara.
11.
Gulllegan stól
og lét hana sjá sín eðlaból.
Hann setti hana niður með einum hætti
þar sem grasið grundu mætti.
Það heiðrar so margan riddara.

(Íslenzk fornkvæði I, bls. 48–50; AM 147 8vo, bl. 23r–24r)