Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Siggasláttur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Siggasláttur

Fyrsta ljóðlína:Á morgnana hefur hann heimsklegt ganið
Heimild:Lbs 936 4to.
bls. 857–858
Viðm.ártal:≈ 1700–1875
Tímasetning:Handrit skráð 1880
Skammt rennur skárinn,
sker hann Siggi smátt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
1.
Á morgnana hefur hann heimsklegt ganið,
hygg eg seint verði af honum vanið
ofurhuga flýtirsflanið
fyrr en birtir skjárinn.
Skammt rennur skárinn.
Tréspýtur og tappaskranið
hann tínir úr hvörri átt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
2.
Verður hann þá friðar feginn,
fyrstur manna út á teiginn,
harðan járngadd hvörju megin
hittir ljábands gárinn.
Skammt rennur skárinn.
Hann keyrir svo skarpt hinn fjórða fleyginn
að fjöllin glymja hátt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
3.
Ef höggið fyrsta fífilinn hittir
fótinn varla á honum styttir,
í eggina síðan alla glyttir,
er hún þá hvít sem smárinn.
Skammt rennur skárinn.
Skiljast þeir svo að skiptum kvittir,
skrafar hann þar um fátt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
4.
Tekur hann þá að busla og blóta
og bifukollunni að hóta,
neytir handa fyrst og fóta,
fjúka þá af henni hárin.
Skammt rennur skárinn.
Trúi eg hún muni hallast hljóta,
höggur hann þeygi smátt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
5.
Við súruna er hann ær og ýfur,
af öllu megni til hennar þrífur,
blöð og legg með kjálkum klýfur,
koma þá að honum tárin.
Skammt rennur skárinn.
Toppinn af henni rauðan rífur,
reynt hefi eg það þrátt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
6.
Þurr og hörð eru þursaskeggin
þegar í er meitilseggin;
ef hann finnur fífulegginn
fölnar hann upp sem nárinn.
Skammt rennur skárinn.
Arfann blautan upp við vegginn
ætla eg hann leiki grátt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
7.
Ígultoppur er eiturharður
þó aldrei sé hann svo laminn og barður;
hann verður ekki úr mónum marður,
miklu betri er smárinn.
Skammt rennur skárinn.
Það sýnist honum sígi larður
við soddan hörkuslátt.
Því losnar ljárinn
að ljábandið er hrátt.
8.
Ljábands því er þvengurinn sleipi,
það hefi eg ekki talað af geipi,
af öldungshúðar ristur reipi,
reykt í þrettán árin.
Skammt rennur skárinn..
Þó eiðunum þar um út ei hleypi
allvel trúa mátt.
Því losnar ljárinn
*að ljábandið er hrátt.