Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Samjafnan þessarar aldar sem nú er og hennar sem verið hefur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Samjafnan þessarar aldar sem nú er og hennar sem verið hefur

Fyrsta ljóðlína:Þá hugsa gjör eg um heimsins art
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer,- þrí,- tví- og kvætt aaaBBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Heimsádeilur
1.
Þá hugsa gjör eg um heimsins art
hvörsu hún tekur að sölna snart,
vindur feyki vítt og hart
veiku jarðar hjómi,
sviptur er burtu sómi.
Guð minn, Guð minn, gef eg mig þér.
Gættu að mér
svo orð þín ætíð rómi.
2.
Farsæl var sú fyrri tíð,
furðu góð og harla blíð;
ætíð er nú hregg og hríð
með hryggum sjávar gangi,
hvör hefur hart í fangi.
Guð minn, Guð minn, þakka eg þér,
að þanninn sker
Drottins dómurinn strangi.
3.
Alls kyns forðum aldin bar,
urtir, jörð og ræturnar;
en nú vex nær ekki par,
angrið fjölgar meira,
hvör mann kann það heyra.
Guð minn, Guð minn, gef oss ráð
af gæsku náð,
fyrir sonarins sáran dreyra.
4.
Fiska nóga færðu þá
flóðin, vötnin og aldan blá;
en nú varla einn má sjá,
eymdin vex að meiri,
gefast svo gæðin fleiri.
Guð minn, Guð minn, gættu að
hve gengur það,
sem gull sé jafnað eyri.
5.
Mannkyn hrörnar mjög svo allt,
mun því virðast hjólið valt.
Ástarþelið er orðið kalt,
enginn dyggðir rækir,
vaxa vömm og klækir.
Guð minn, Guð minn, gef þú mér
að geti eg þér
þóknast þegar mig sækir.
6.
Áður fólkið einfalt var
og ekki gjörði meinið par,
ávöxt góðan oftast bar
en illa löstu flýði,
vegleg var það prýði.
Guð minn, Guð minn, gráta má
af grimmri þrá
nær lítum vora lýði.
7.
En nú þróast bann og blót,
beiskir eiðar, lymsku hót
og alls kyns vamma römmust rót,
raun er slíkt að heyra,
hirði eg ei herma meira.
Guð minn, Guð minn, gef þú mér
eg gleymi ei þér
fyrir sonarins sáran dreyra.
8.
Orkan studdi áður lýð,
afl og hreysti langan tíð,
hugprýðin í hvörs kyns hríð
og hamingju safnið mesta,
það var þjóðin besta.
Guð minn, Guð minn, giftu þá
var gott að fá
og gæskulánið flesta.
9.
Ástin góð var áður heit,
er hún nú burt úr hvörjum reit,
af hreinnri trú eg hvörgi veit,
hvör vill annan pretta
og af æru fletta.
Guð minn, Guð minn, geym þú mig,
að geti eg þig
girnst af huganum rétta.
10.
Frost og kuldi kvelja þjóð,
koma nú sjaldan árin góð,
ef inn skal setja allt í ljóð,
auma fæstir rækja,
í æru allir sækja.
Guð minn, Guð minn, gæt þú mín
fyrir gæsku þín
og lát mig ei löstu flækja.
11.
Áður virtu afl og frægð
allir meir en peninga nægð;
en nú fylgir auði slægð
og undirferlið ljóta,
svo þú munt þurfa fóta.
Guð minn, Guð minn, greina má
og glöggt svo sjá
að gjörir nú heimur þrjóta.
12.
Þó menguð væri menntan fríð,
af meginvillu forðum tíð,
uppi var samt árla og síð
öld fyrir róðukrossi,
með tíðum tára fossi.
Guð minn, Guð minn, orðið þitt,
það er oss frítt,
umfram aðrar hnossir.
13.
Yfir um heiðar, hraun og snjó,
með höfuð bert réð ferðast þó,
öngva sokka á sína dró
særðar víða fætur
daga sem dökkvar nætur.
Guð minn, Guð minn, hægt er mann
nú herma þann
er af hjarta syndir grætur.
14.
En nú komin er kenning góð,
kunngjörð hvörn dag vorri þjóð,
ekki er nærri öld svo fróð
í Guðs orði kláru
sem var hún á villu árum.
Guð minn, Guð minn, fólki þín
þú forða pín
og fúlum vítis bárum.
15.
Öldin gjörist nú yfrið treg
inn að ganga á lífsins veg,
trauðlega fer til tíða mjög,
tekur svo ræktin dofna,
í syndum margir sofna.
Guð minn, Guð minn, sjá til mín
fyrir sonarins pín
og sættina halt órofna.
16.
Gjörum því iðran, góðir menn,
guðleg býðst oss náðin enn,
feginn tekur oss faðirinn senn
ef föllum honum til handa
og girnist öngvum granda.
Guð minn, Guð minn, hjálp þín best
í háska sést
og hættum sálar vanda.
17.
Mýki straffið mildin þín,
móðgað hafa þig syndir mín,
þær steyptu yfir oss strangri pín
með stóru bernsku æði,
það bið eg gæskan græði.
Guð minn, Guð minn, hjálpa mér
í heimi hér
um himna að þenkja gæði.
18.
Minnstu sonarins mæðu á,
megna pínu, sorg og þrá,
auma rek þér aldrei frá,
er sinn lifnað bæta
og elska orðið sæta.
Guð minn, Guð minn, sauða þín
frá synd og pín
sjálfur virðstu gæta.
19.
Lengjast skyldi ljóðakver
ef linna vildi ei mærðar ker,
en nú gef eg mig, Guðs son, þér,
græðarinn allra meina,
gjörr þó enn kann greina.
Guð minn, Guð minn, efl með mér
þitt orðið hér
og ástarþelið hreina.