A 006 - Hymnus. Christe Redemptor omnium | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 006 - Hymnus. Christe Redemptor omnium

Fyrsta ljóðlína:Kristur allra endurlausn og von
bls.bl. IV r-v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575–1600
Flokkur:Sálmar
Himnus. Christe Redemptor omnium
[Nótur]

1.
Kristur allra endurlausn og von,
af föður Guðs eingetinn son.
Fyrr upphafi einn fæddist hann,
framar það enginn segja kann.
2.
Geisli föðursins ertu og ljós,
eilíf von öllum gefinn oss.
Gættu, blessaður, að bænum þeim,
biður þinn lýður um allan heim.
3.
Minnstu, eflandi öndu frið,
að sakir vor í fyrri tíð
af hreinni jómfrú hingað barst,
holdsmynd vorri þú skrýddur varst.
4.
Hátíð vottar hér þessi það,
hvört ár kemur oss eitt sinn að
öllum heimi ein hjálpin trú,
af hásæti föðurs vart sendur þú.
5.
Himinn, jörð og hér með sjór,
hver skepna í þeim smá og stór,
fagnandi syngi sætligt lof,
að son sinn Guð í heiminn gaf.
6.
Á fæðingarhátíð að færa þér
fagnaðarlofsöng skyldugt er
oss, sem hefur þú bjargað best,
með blóði þínu endurleyst.
7.
Herra Jesú, þig heiðrum vér,
hvör af meyju fæddur er,
með föður og helgum anda
öllu stjórnandi án enda.