Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
A 016 - Lofaður sértu Jesú Krist | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 016 - Lofaður sértu Jesú Krist

Fyrsta ljóðlína:Heiðra skulum vér herrann Krist
bls.bl. VIIIv–IXr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575–1600
Flokkur:Sálmar
Lofaður sértu Jesú Krist
[Nótur]

1.
Heiðra skulum vér Herrann Krist,
að hann maður oss fæddist
af hreinni jómfrú María,
og því gleðst öll sveit englanna.
Kyrieleison.
2.
Son eilífs föðurs eingetinn
í stallinum nú finna menn.
Vort auma hold og blóð nú ber
blessaður Guð á sjálfum sér.
Kyrieleison.
3.
Í meyjarlífi hvílist hann,
hvern við veröld ei lykja kann.
Sá er nú orðinn ungur sveinn
sem öllum hlutum stjórnar einn.
Kyrieleison.
4.
Ævinligt ljós inn gengur þar,
alla veröld uppljómar.
Mitt í myrkri ljómar það ljós.
Ljóssins börn það eitt gjörir oss.
Kyrieleison.
5.
Sannur Guð, einn son föðursins,
sjálfur vitjaði mannkynsins
að leysa oss úr eymdardal
og arfa gjöra í himnasal.
Kyrieleison.
6.
Þetta hefur hann allt oss veitt,
að sýna það oss elskar heitt.
Guðs kristni öll því gleðjist nú,
gjöf þá þakki að eilífu.
Kyrieleison.