A 003 - Einn annar lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 003 - Einn annar lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Af Adam er um allan tíð
bls.Bl. 2r–v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575–1600
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með sama lag Af Adam er um alla tíð Sálmurinn er eftir Michael Weisse, skáld í Bæheimi (1488–1534), Von Adam her so lange Zeit, og birtist í sálmabók Bæheimsbræðra 1534. Er hann þýddur beint úr þýsku og finnst ekki í dönskum sálmabókum. Hélst sálmurinn í sálmabókum hér allt til 1801, Graduale 1607 og messusöngsbókum síðan. Umfjöllunarefnið er hið sama og í sálminum á undan.  Lagboðinn er sálmurinn Veni redemptor gentium eða Nú kom heiðinna hjálparráð sem er fyrsti sálmur bókarinnar. 
Einn annar lofsöngur
Með sama lag

1.
Af Adam er um allan tíð
á voru holdi bölvan stríð.
Til dauða sál og andi er sár,
saklaust ekkert á manni var.
2.
Oss hafði fangað ógnaneyð,
yfir oss ríkti synd og deyð.
Í fordæmingu féllum vér,
fannst engin bót hjá nökkrum hér.
3.
Þá leit Guð yfir allt kyn manns,
ef nökkur gjörði vilja hans.
Hann vildi einn sér hollan fá,
holdliga menn alleina sá.
4.
Því að líf og sannlegt sakleysi,
sæmd og uppruna réttlæti
í Adam höfðum allir misst,
af hverjum komnir vorum víst.
5.
Þá hann svo leiða löstu fann,
lækning öngva né hjálparmann,
á sína stóru elsku leit,
að öll héldist hans fyrirheit.
6.
Mælti: „Eg vil miskunna þeim,
minn son útgefa fyrir heim,
að heill þeirra og hjálpare,
huggun og sálar lækning sé!“
7.
Abraham og afkvæmi hans
og Davíð sór þann eið til sanns,
þann son hét að senda þeim
sem leysti allan lýð um heim.
8.
Spámönnum var sú vitran gjörð,
víða út breiddust þeirra orð.
Fjölda kónga og fróman lýð
fýsti þar eftir langa tíð.
9.
Líkamliga sem lýsti þá,
líka þó hann ei mættu sjá.
Þá trú höfðu þó í hjarta traust,
hann mundi frelsa þá efalaust.
10.
Sem komið var þeim aldri að,
af hverjum Jakob hafði spáð:
Davíðs ættmanni einum þá
er trúlofuð mey Máríá.
11.
Af hennar meydóms hreinu blóði
himneska Guðs krafturinn góði
skóp barn helgasta heimi í.
Hjálp, náð og miskunn er hjá því.
12.
Ó, Jesú, lífs ávöxtur hreinn,
án synda ert þú getinn einn.
Veittu oss blessan, heill og hlíf,
himneska dýrð og eilíft líf.


Athugagreinar

1.1 Adam: Róm. 5.12–21. Nafnið Adam merkir maður, er dregið af hebreska orðinu adamah sem merkir mold eða jörð og á ekki við sögulega persónu heldur mannkyn.