Rímur af Tobías – Önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Tobías 2

Rímur af Tobías – Önnur ríma

RÍMUR AF TOBÍAS
Fyrsta ljóðlína:Eg mun verða í annað sinn
bls.188–192
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Eg mun verða í annað sinn
upp að reisa hróður minn;
siðum góðum segja frá
ef seggir vildu hlýða á.
2.
Þó eg vildi Þundar vín
þegnum bjóða að gamni mín
þá mun ekki þjóðin nein
þessa nýta mærðar grein.
3.
Ekki er breyttur bragurinn
ef berast kann fyrir hyggna menn;
ófróðum og ungum heldur
ætla eg best að hann sé seldur.
4.
Yngri menn og eldri þjóð
eftirdæmin finna góð
ef þeir þetta efnið frítt
ástunda og hugsa títt.
5.
Gamlir eiga að gefa af sér
góð dæmin svo sjáum vér
en yngra fólkið fylgi þeim
og frá sér leggi vondan keim.
6.
Ungdómurinn ódæll er
og illa gjörir að hegða sér
því þeim eldri er það títt
athöfn sína að vanda lítt.
7.
Æru verð er ellin sú
sem ungum kennir kristna trú,
fróð að segja dæmin dýr
og dyggðum yfir jafnan býr.
8.
Æskumenn og eldra lið
eiga þessu að miðlast við.
Hærumanni heiðran ber
en hann skal dyggðir kenna þér.
9.
Nú skal minnast aftur á
efnið það sem hvarf eg frá:
Tobías í tárum lá,
trúskap sínum aldrei brá.
10.
Ævin sín hann ætlar brátt
endast muni á þennan hátt.
Son sinn kæran kveður á tal
og kennir hvörninn breyta skal.
11.
Heyrðu, son minn hjartakær,
heilræðin þér kennum vær;
áminningar orðið mitt
innplanta í hjartað þitt.
12.
Þegar hinn hæsti heim til sín
hefur í burtu öndu mín
mitt hið liðna líkams hold
leggðu niður í jarðar mold.
13.
Ætíð skaltu, arfinn góður,
elska Guð og þína móður;
minnstu þess að mædd hún var
meðan þig fyrir brjósti bar.
14.
Áttu henni alla hryggð
umbuna með góðri dyggð;
síðan, þá hún sáluð er,
setja niður í gröf hjá mér.
15.
Meðan að líf þér endist allt
almáttugan göfga skalt.
Þér fyrir augum hafðu hann
og hjartans láttu geyma rann.
16.
Varastu jafnan verkin ljót
sem veistu að eru Guði á mót.
Sauruglegan synda hátt
samþykkja þú aldrei mátt.
17.
Ölmösur af öllu fé
aumum skaltu láta í té;
forðast allan fólsku sið,
fátækum að stugga við.
18.
Ef þú rækir auma þjóð
umbun mun þér veitast góð;
vor hinn hæsti herra þá
hýrlega þig lítur á.
19.
Eftir því sem þú hefur mátt
þurfamönnum hjálpa átt;
ef nægtum þínum nægð er á
nóglega skaltu veita þá.
20.
En þótt hafir efnin smá
ekki máttu hverfa frá;
gef þú þó af góðri trú,
gagnast mun þér miskunn sú.
21.
Guð, sem ekki gleymir því
,gefa mun þér synda frí
og umbun góða aftur að fá,
einkum þá þér liggur á.
22.
Ölmösan er efunarlaust
ekki lítið náðartraust
hjá Guði sem oss gefur frið
og grimmum dauða forðar við.
23.
Saurlífi þú varna við
og vef þig aldrei í soddan sið.
Húsfrú þinni héstu tryggð,
haltu það með allri dyggð.
24.
Drambsemi og dreissið allt
dyggðarlega forðast skalt
því alls hins illa er hún ein
upphafið í hvörri grein.
25.
Þeim sem vinnur verkið þitt
veittu greiður kaupið sitt;
ekki lengi hýru hans
halda skyldir þessa manns.
26.
Ræktu ætíð ráðin hrein
og réttlætið í hverri grein
eins sem vildir aftur fá
aumum skaltu jafnan tjá.
27.
Mundu þitt að brjóta brauð
og býta þeim sem líður nauð;
nær þú finnur fatlausan
með fötum þínum klæddu hann.
28.
Eta og drekka illum hjá
ekki skyldir girnast á.
Hosklegt ráð það hentugt er
hjá hyggnum mönnum taktu þér.
29.
Heyr mig, sonur sæmdargjarn,
svo bar til þá þú varst barn
í ríkulegri Rages borg
reika gjörði eg út um torg.
30.
Gabel fann eg, frænda minn,
fátækan með aumleik sinn;
síðan tíu silfur pund
setti eg honum á þeirri stund.
31.
Sæktu þangað soddan fé
er seggnum lét eg fyrr í té;
handskrift ber þú hans í mót
svo heldur verði greiðslan fljót.
32.
Nær hann hana sjálfur sér
silfrið mun þá greiða þér;
láttu síðan laust í stað
letrið ef hann girnist það.
33.
Kvíddu ei minn kæri son,
kættu þig við góða von;
fátækt líf oss ætlað er
að umbera í heimi hér.
34.
En ef Drottinn óttunst við,
elskum dyggð og góðan sið
og glæpum öllum göngum frá
gott mun aldrei bresta þá.
35.
Sínum föður sveinninn svar
svinnur gaf sem verðugt var:
Eg skal hlýða í öllu þér
eftir því sem bauðstu mér.
36.
Þekki eg ekki þennan mann
né þangað leið sem byggir hann,
ókenndur fæ eg engin skil
á aurum þeim eg kalla til.
37.
Faðirinn ansar, fá þú þér
fylgdarmann sem hollur er;
eins og gefur hann góða raun
greiða skaltu ferðalaun.
38.
Síðan fór sem segir spil,
sveinninn bjó sig ferða til;
úti hitti einn þann mann
ekki þóttist kenna hann.
39.
Sá var vel með kostum klæddur,
kurteislega siðunum gæddur
eins og væri árla dags
útbúinn til ferðalags.
40.
Sveinn var fús að finna þann
er ferðum hans í móti rann.
Af því vissi ekki par
að engill Drottins þetta var.
41.
Komumanninn kvaddi þar,
að kyni spyr og hvör hann var:
Eg er, segir ungur sveinn,
Ísraelis maður einn.
42.
Tjá þú mér, að Tobías kvað,
trúlega sem frétti eg að
hvört þú ratar réttan stig
í Rages borg að leiða mig.
43.
Ansar honum, sem innir hér,
alkunnug er leiðin mér
og gjörla kenn eg Gabel þann
ef girnist þú að finna hann.
44.
Til húsa hans eg einninn er
albúinn að fylgja þér.
Þegnar báðir þetta sinn
þar næst gengu í húsið inn.
45.
Helgur engill heilsar á
hryggvan mann í rekkju lá:
Gleði og fögnuð gefi þér
Guð Drottinn sá hæstur er.
46.
Svaraði hinn sem heyra má:
Hvörninn kann eg fögnuð fá;
í myrkri luktur ligg eg hér,
ljós heimsins mér bannað er.
47.
Ansar honum engill góður:
Ætíð vertu þolinmóður.
Herrann sá, þú heiðrar þrátt,
huggun mun þér senda brátt.
48.
Að heiti þínu, kappinn kvað,
og kyni vildi eg spyrja að,
einninn líka ef þú vilt
að þér taka þennan pilt.
49.
Ekki þarf eg, engill tér,
ætt mína að segja þér,
vertu heldur vel til friðs,
verða skal eg þér til liðs.
50.
Ferð hans verður farsælleg,
finna mun eg hinn besta veg,
einninn líka ósjúkan
aftur til þín leiða hann.
51.
Sjálfan Guð hinn gamli bað
að gæta þeirra ferðum að.
Leiðir sínar byrja brátt,
búnir vel á allan hátt.
52.
Móðir sína hinn mæti nið
mjög syrgjandi skildist við.
Okkar er, kvað auðar brú,
ellistoð í burtu nú.
53.
Færi betur, fljóðið kvað,
fátækt vorri að lúta að
heldur en minn að missa son
sem mest er oss að hjálparvon.
54.
Henni varð að telja traust
Tobías svo yrði hraust:
Okkar syni eg hefi grun
að engill Drottins fylgja mun.
55.
Sagt er frá að sveinar þeir
sínar leiðir gengu tveir;
rakki nökkur rann þar með,
af ráðum guðs er þetta skeð.
56.
Við móðu eina mælt var það
mætir tóku næturstað;
að vatni gengur sveinninn svo
að sínar mætti fætur þvo.
57.
Fiskur stór úr foldar und,
ferlegur á samri stund
upp skaut sér úr ánni þar
og óttasleginn sveinninn var.
58.
Hræddur kallar kappinn þá
kompán sinn er stóð þar hjá:
Ásýnd hans er óvorlig,
hann ætlar sér að svelgja mig.
59.
Engill bauð honum örmum tveim
upp að rykkja fiski þeim;
síðan tók í tálknin hans,
Tobías, og dró til lands.
60.
Síðan biður sæmdar rekk
að sundra þann sem fangað fékk;
lifur og gall hans lækning er,
líka hjartað geymdu þér.
61.
Strauma laxins stúfa tvo
steiktu þeir og átu svo,
einninn lögðu sumt í salt,
sér til nestis geymdu kalt.
62.
Tobías spurði spektarmann:
Spádóm vilda eg heyra þann:
Til bóta hvörra best er hent
það bauðstu mér að geyma þrennt.
63.
Engill mælti svo til sanns:
Sníðtu þér af hjarta hans
lítinn part og legg á glóð,
lækning mun það harla góð.
64.
Reykur sá með rammlegt megn
rekur í burt frá kvinnu og þegn
djöfla kyn og kaskan mátt
svo kunni að skaða á öngvan hátt.
65.
Fisksins gallið góða dyggð
gefur þeim sem höfðu hryggð,
alla glýju augum frá
af tekur svo mætti sjá.
66.
Segðu mér, kvað sveinninn góður,
sé eg þú ert í ráðum fróður,
hvar við megum hverfa að
í hentuglegan næturstað.
67.
Engill Drottins ansar greitt:
Eg skal leggja á ráðið eitt:
Hér í borg er bóndi sá
sem best er okkur að gista hjá.
68.
Rekksins nafn er Ragúel,
rækni Guðs hann stundar vel.
Það er oss sagt til sæmdarmanns
að Sára heiti dóttir hans.
69.
Fjáður mjög og menntagjarn,
meyjan er hans einka barn.
Áttu þetta að eignast sprund
og auðinn hans í heimanmund.
70.
Ber þú upp svo bregðist ei
bónorð þitt um þessa mey.
Góður kostur giftulags
gjörður mun þér verða strax.
71.
Ansa gjörði ungur þegn:
Óttunst eg þá fengna fregn
að mönnum sjö var sætan gift,
síðan öllum burtu kippt.
72.
Fyrstu nótt á frygðarbeð
er frúnni skyldu leggjast með;
Andskotinn þá alla vó
en ef mér mun verða svo.
73.
Engill mælti: Eg skal þér
inna frá, en hlýttu mér,
hvörjum helst um heimsins setur
heiftar andinn grandað getur.
74.
Þeim einum sem ekki kann
að óttast Guð og heiðra hann,
af sauruglegri synda ást
til samræðis vill heldur ljást.
75.
Þú skalt reyna ráðin mín
svo rækileg sé breytnin þín:
Grímur þrjár með gull[hl]a[ð]s ná,
girndum holdsins sneið þú hjá.
76.
Um þá fyrstu frænings jóð,
fisksins lifur lögð á glóð
og beggja ykkar bænin hrein
í burtu drífur djöfla mein.
77.
Enn verður þú aðra nótt
eðlis þíns að hefta þrótt.
Blundi fylgir bænin meður,
breyttu þanninn helgir feður.
78.
Þriðju nætur bænar bið,
bindindi ef geymi þið
býr það ykkur blessan þá
að barnalagnað mættuð fá.
79.
Fjórðu nótt, eg næsta tel,
njóta máttu meyjar vel;
ykkar fund og eðlis hátt
í ótta Drottins byrja mátt.
80.
Öðlist þið þann auðnubyr
sem Abraham var heitið fyr;
afkvæmið og einninn féð
og andleg blessan fylgi með.
81.
Rekkar tveir með ræðum þeim
reika svo til borgar heim.
Hér skal Berlings forni fundur
fyrst að sinni losna í sundur.