Rímur af Tobías – Fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Tobías 1

Rímur af Tobías – Fyrsta ríma

RÍMUR AF TOBÍAS
Fyrsta ljóðlína:Austrar traustan ára björn
bls.183–187
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Austrar traustan ára björn
ætla eg fram að setja.
Náðin Drottins gæskugjörn
gjöri mig þar til hvetja.
2.
Öngva hef eg Eddu mennt
orðasnilld að vanda.
Veit eg mér því varla hent
Viðrigs drykk að blanda.
3.
Var hér fyrr í vorri sveit
völ á skemmtan ljóða.
Nú er þögn í þessum reit,
þverrar listin góða.
4.
Guð vill ei að gáfur hár
geymdar niðri liggi
heldur að aukist heiðran klár
og höldar skemmtan þiggi.
5.
Angrar mig þann heimsins hátt
að hyggnir þanninn þegja.
Verð eg því með veikan mátt
viljann fram að segja.
6.
Hvörki skal hér háð né spott
hrjóta mér af munni;
yrkja heldur um efnið gott
svo allir skilja kunni.
7.
Ástmenn Guðs í heimi hér,
sem herrann sjálfur kenndi,
byrðir þungar báru á sér
með beiskum rauna vendi.
8.
Þolinmæði, hin þrifna frú,
var þeirra stoð í pínum
því þeir geymdu tryggva trú,
traust í herra sínum.
9.
Hans mun ást og innri friður
aldrei frá þeim víkja,
einninn þeirra ættarliður
æ með Guði ríkja.
10.
Hvör sem Guð og góðan sið
girnist jafnan rækja,
aðstoð hans er engla lið
oss til lukku sækja.
11.
Eg mun verða dæmin dýr,
Drottinn, fram að leiða.
Eftir sorg vill herrann hýr
huggun sínum greiða.
12.
Nökkur maður trúartraustur,
Tobías að nafni,
í verkum góðum var svo hraustur,
varla fannst hans jafni.
13.
Anna hét hans ekta kvon,
ágætt ráðaneyti;
ól við henni einka son,
eitt var beggja heiti.
14.
Lofgjörð öll hins ljúfa manns
laut að Guði sönnum;
aldrei veik af veginum hans
en var með heiðnum mönnum.
15.
Herleiðingar hreppti sorg
þó herrans vinur væri.
Í nafnkunna Níníve borg
neyddur trú eg hann færi.
16.
Átrúnaðar illum keim
ýtar þeir sig vöfðu.
Aldrei fannst hann fylgdi þeim
sem falska guði höfðu.
17.
Á sér hafði góða gát
og grandvarlega breytti.
Af heiðnum fórnum aldrei át
þó aðrir þeirra neytti.
18.
Ótta Guðs og helgan hátt
hvör sem geyma þorði
Tobías þeim taldi þrátt
trú af Drottins orði.
19.
Hvörn dag sína hafði leið
til hertekinna manna,
hressti þá sem þoldu neyð
og þeim fékk huggun sanna.
20.
Kristnum veitti klæði og mat
sem kvaldi neyðin harða;
fús var til, ef gundið gat,
framliðna að jarða.
21.
Eitt sinn hitti auman þann
einn af slekti sínu,
Gabel nefndist góður mann
sem gisti sorg og pínu.
22.
Öreigu hans á alla lund
aumkar maðurinn góði;
tötramanni tíu pund
taldi úr sínum sjóði.
23 Kom í landið kóngur sá
með kaska og illa drengi
er gramdist mjög og girntist á
Guðs að eyða mengi.
24.
Ísraelis ættar menn
ekki vildi hann líða.
Meinlaust fólkið margt í senn
myrða lét svo víða.
25.
Tobías sér tryggðir jók,
trúar þanninn neytti:
Líkin Júða jafnan tók
og jarðan öllum veitti.
26.
Allar þessar iðjur hans
einhvör kóngi sagði;
greip þá fé hins fróma manns
og fjandskap á hann lagði.
27.
Þenkti sér að þessum hal
þunglega skyldi gjalda;
dögling segir drenginn skal
drepa en fénu halda.
28.
Fljótlega gjörðist flóttamaður
og flúði dauðans pínu;
félaus orðinn fór svo glaður
að forða lífi sínu.
29.
Lengi fór í landi þar
leynt hjá vinum góðum
uns að fylkir fallinn var
sem fyrri stýrði þjóðum.
30.
Vissi sér þá fullvel fritt
fjárhlut aftur að vinna;
vendi heim með hyskið sitt
til húsa og eigna sinna.
31.
Hátíð eina um helgan dag
hélt hann Guði sönnum;
veglegt bjó til veislu plag
að veita sínum grönnum.
32.
Við sinn unga einka son
orðum réð svo venda:
Einnrar ferðar áttu von,
ætla eg þig að senda.
33.
Furðu hraður farðu enn
um frændleifð okkar allra,
guðhrædda og góða menn
gesti til mín kalla.
34.
Sveinninn gengur sína leið
sem hans faðir kenndi;
ferðin hans var fullvel greið,
fljótt og aftur vendi.
35.
Til orða tók hinn ungi sveinn
þá allt var komið í sæti:
Dauðan fann eg áðan einn
úti liggja á stræti.
36.
Upp stóð þegar hinn eldri maður
og einskis vildi neyta,
þaðan í burt og heldur hraður
hræsins fór að leita.
37.
Fundið líkið flutti heim,
faldi í húsi sínu;
gekk svo inn og át með þeim
angurs spenntur pínu.
38.
En þá dagurinn enda fékk
og aðrir fóru að sofna
til iðju sinnar grátinn gekk
að greftra þann hinn dofna.
39.
Vinnan hans var varla þekk
vinum þeim hann átti;
ávítur hann af þeim fékk
svo alla forðast mátti.
40.
Virti hann hvörki vísirs makt
né vítur sinna granna
því Tobías hafði trúnað lagt
á tignar kónginn sanna.
41.
Dirfast tók í drengskap þeim
sem dauðum þótti varða;
á daga fór að draga þá heim
en dimmri nóttu jarða.
42.
Eitt sinn kom að kvöldi heim
kappinn dyggðaríki,
stórlúinn í störfum þeim
stirð að jarða líki.
43.
Varpar sér við vegginn niður
í víðu húsi að liggja.
Þar vill mæddur málma viður
mjúkar náðir þiggja.
44.
Litlu síðar sofnar greitt
og sinni kastar mæði;
fuglsins drit úr fjöðrum heitt
féll í augun bæði.
45.
Sjónlaus varð og sat með hryggð,
svo vill löngum falla
þeim sem herrann heiðra af dyggð;
hann reynir þá alla.
46.
Vildi Guð í þrautum þjá
þénara sinn hinn kæra
svo það mætti þjóðin sjá
og þolinmæði læra.
47.
Svo réð vaxa sorgin bráð
sem segir í óði mínum.
Hann varð að líða last og háð
líka af vinum sínum.
48.
Kómu þeir þar með kalls og spott
er kæra forðum átti:
Hvar er það allt þú gjörðir gott
og Guði líka mátti.
49.
Ölmösur og öll þín trú
og iðjur góðar fleiri
hjá Guði eru gleymdar nú
og grátur þinn að meiri.
50.
Tobías greiðir soddan svar
seggjum þeim hann hæða:
Yðar trú má ekki par
og ill er þessi ræða.
51.
Því vér höfum þá von og trú
er verðum hér að syrgja
að oss mun ætluð sælan sú
sorg mun úti byrgja.
52.
Í hryggðum öllum hugsa ber
um huggun þá vér eigum;
þegar að liðið lífið er
lausnar vænta megum.
53.
Reiddist aldrei raunamaður
reyndur mjög þó væri;
alla daga gjörði glaður
Guði lof sem bæri.
54.
Anna frú, sem átti hann,
allvel dyggða neytti,
iðinverk hún einatt spann
og aðstoð góða veitti.
55.
Hryggvan þanninn herra sinn
með handbjörginni nærði
af vistum þeim sem vann hún inn
og voluðum líka tærði.
56.
Til útvega sinna auðar ná
eitt sinn hafði gengið;
kom svo aftur kæran þá
að kiðling gat sér fengið.
57.
Bónda hennar brá svo við
er bukksins jarminn kenndi:
Ekki skyldi hið unga kið
ófrjálst þér í hendi.
58.
Aftur skila ungum sauð
eignarmanni sínum.
Enginn vor skal ófrjálst brauð
eta í húsum mínum.
59.
Reiðast tók og roðna snót,
með ræðu þeygi mjúka;
bæði síðan brigsl og hót
að bónda lætur fjúka.
60.
Auðséð er, kvað auðar brú,
öllum þeim það frétta
að ölmösur og öll þín trú
einskis vert er þetta.
61.
Von er því að vaxi neyð
þá vina stoðin dvínar;
brigslar honum brúðurin reið
um böl og eymdir sínar.
62.
Eftir það tók aumur þegn
að andvarpa og gráta,
sína neyð og syndamegn
sjálfum Guði að játa.
63.
Réttlátur ertu Drottinn dýr
í dómi og verkum þínum.
Miskunn veit mér herrann hýr
og hjálpa í nauðum mínum.
64.
Minnstu hvörki á mína styggð
né mótgjörð fyrri manna
heldur á sátt og sanna tryggð
og syndarefsing banna.
65.
Rétt er von að reiðist þú
minn réttlátasti herra
því vér gleymdum góðri trú
og gjörðum margt eð verra.
66.
Í þessu landi þunga smán
þar fyrir verðum líða,
óvinanna orðnir rán
og útdreifðir svo víða.
67.
Sýn þú Drottinn mildur mér
miskunnsemi þína.
Hafðu í friði heim með þér,
herrann, sálu mína.
68.
Kýs eg nú í Guði glaður
gjarnan heldur deyja
en að lifa aumur maður,
eymdir lengur að þreyja.
69.
En á meðan hinn aumi bað
aðburð þann eg segi:
Eins bar til í öðrum stað
á þeim sama degi.
70.
Ragúel hét ríkur þegn
er rækti trúna klára,
Anna húsfrú, allvel gegn,
og einneginn dóttir Sára.
71.
Sönnum Guði siði og trú
Sára gjörði að vanda.
Út af henni ætla eg nú
ævintýrið standa.
72.
Sjö sinnum var seima hrund
seld til eignarmanni
þó var enn við allra fund
óspjallaður svanni.
73.
Illur nökkur andi sá,
þeir Asmodíum kalla,
áður en sváfu henni hjá
hann myrti þá alla.
74.
Svo bar til hinn sama dag,
er seggjum fyrr eg taldi,
illt og mikið orðalag
ein ambátt henni valdi.
75.
Þýið vonda þanninn tér
með þungu brigsli og hörðu:
Aldrei lifni út af þér
afkvæmið á jörðu.
76.
Eins vænt eg þú ætlir nú
að afmá heilsu mína,
morðingjann sem myrtir þú
og marga bændur þína.
77.
Sára grét og gekk í burt
og Guðs síns fór að leita.
Í þann tíð var engin kurt
óbyrja að heita.
78.
Sáru frá eg að sorgin vex,
hún sat í húsi þröngvu.
Drottin bað um dægur sex
drós og neytti öngvu.
79.
Ekki létti brúðurin blíð
af bæn og táraflóði
þar til huggun sanna um síð
sendi faðirinn góði.
80.
Það mun víst, kvað þorna ná,
þeim sem Drottins gæta
að eftir hryggð og þunga þrá
þeir fá huggun sæta.
81.
Þetta þungt eg brigsli ber,
böl vill á mig falla.
Ljúfi herra, létt af mér,
leys mig burtu ella.
82.
Fjarri var mér fýsnin sú
að fylgja girndum mínum.
Einum vilda eg veita trú
víst í ótta þínum.
83.
Eg var þeirra ómaklig,
af mér stýrðir vanda
ella hefur þú ætlað mig
einhvörjum til handa.
84.
Ef vér þjónum þér með dyggð,
það mun ekki bresta
lér þú eftir liðna hryggð
lukku og huggun mesta.
85.
Beggja þeirra bænir senn
buðlung himna kenndi;
sýndi dáð og dugnað enn
og dýran engil sendi.
86.
Til ráða kom þeim Rafael
rétt í nefndan tíma;
firrti neyð og fylgdi vel;
falli þanninn ríma.