Spilavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Spilavísur

Fyrsta ljóðlína:Baldur ríta og beðjan hlý
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Bæjavísur
1.
Baldur ríta og beðjan hlý
björg ei nýta parið,
flestum ýtum þykir því
þau í lítið varið.
2.
Fleina grér með baugabrík
búa sér í næði,
vinsæl hér og viskurík
víst þau eru bæði.
3.
Svinnur kauði og seima nó
saman auðinn draga,
minnstu brauði miðla þó,
margir snauðir klaga.
4.
Veitir tíðum velgjörðir
verinn fríður skjóma,
mikið blíð og meðdræg er
mörkin víðis ljóma.
5.
Gaurinn fjáður, gjarn á prett,
gleymir dáðum hreinu,
móins láða mörkin nett
má ei ráða neinu.
6.
Hjóna víða hrósið flaug,
happatíð á getin,
eru blíðust bæði þau
byggðarprýði metin.
7.
Þvingar svinnan fleina freyr
frekur sinniskvíðinn
af því vinnumanninn meir
metur tvinnahlíðin.
8.
Bóndinn síður sína má
seims við hlíði spauga,
horfir tíðum aðrar á
eyjar fríðar bauga.
9.
Vann að snúa vænum hal
verju hnúa gerður,
gjörir búa í grænum dal,
gott til hjúa verður.
10.
Bæi snautar bóndinn á,
býlið hlaut því skaða,
veigalautin vinnusmá
vill í skrauti baða.
11.
Þó að fengi mjúka mey
mundum drengur spenna
hyggur mengi ástar ei
eldinn lengi brenna.
12.
Ætíð vandar orð og verk
yggur branda fríður,
hans er banda mörkin merk
metin grand ei síður.
13.
Ríður mær í réttirnar
rjóð og skær sem forðum,
hjúskaps æran hennar þar
haldin færi úr skorðum.
14.
Fleina lundur *montinn mest
má um grundir sveima,
konan stundar búið best
blíð og undi heima.
15.
Dánumenni að dyggð einstakt
dýr umspennir sómi,
eins er henni hrós til lagt,
hún er kvennablómi.
16.
Í sig steypa víni vann,
veldur sleipum galla,
tíðum sneypir höstug hann
hrundin greipar mjalla.
17.
Víst er siðugt valmenni
verinn iðu ljóma,
hún með frið og forsjálni
fagran styður sóma.
18.
Í hjúskaps bralli helst ófræg
hjónin kallast geta,
til þó falli tæring næg
tíma valla að éta.
19.
Hrós af lýðum hygginn ber
hirðir skíða téður,
drósin fríð og dugleg er
dyggð og prýði meður.
20.
Fer á bæi og brúkar glens
blíðulagin snótin,
hennar fægir meðtók mens
minnst ánægju hótin.
21.
Sínum manni ei sinnir hún,
sambúð þannig skaðar,
aftur hann við hringa rún
heldur annars staðar.
22.
Hrundin klæða og hjörva þór
hljóta gæði þrifa,
ei þó græðist auðna stór
ánægð bæði lifa.
23.
Skapið þvera bóndans brátt
bágt við er að tæta,
hjúin ber og hrekur þrátt,
hún ei gerir bæta.
24.
Fögur kyssti freyjan baugs
fleina kvist óbangin(n),
ærið þyrst til ástarspaugs
upp á fyrsta ganginn.
25.
Hjónin gæða nægð ef nú
nauðstatt fæða mengi
þeirra bæði börn og hjú
blessun græða lengi.
26.
Kaffið henni kemur best
kalt svo ennið hlýni.
Laufaspenni langar mest
að lifa á brennivíni.
27.
Rjóður piltur ráðdeild ber,
reglur hylltist gæða,
fögur stillt og ferðug er
freyjan gylltra klæða.
28.
Væn og iðin vinna þarft,
visku styður lyndi,
lukku viður ljósið bjart
lifa í friði og yndi.
29.
Mergð er barna og fátæk föng,
fátt kann varna baga,
hjúin þarna sífellt svöng
sælu farna klaga.
30.
Hjónin spila og dansa dátt,
drift því bilar góða,
kólnar ylur, krakkar brátt
koma til að hljóða.
31.
Samhent, þrifin greiðagjörn,
góður lifir hugur,
félags yfir bú og börn
beggja *svífur hugur.
32.
Konan sat með síðar brár,
saurinn fatið þekur,
bóndinn latur, þver og þrár,
þykir matarfrekur.
33.
Bæði sprundi og bauga við
bjóðast mundi hylli,
guðhrædd stunda góðan sið,
geyma lund í stilli.
34.
Mjög sjálfhælin menja rún
munninn skælir þanninn,
eins og þræl í öllu hún
undir bælir manninn.
35.
Snotran tel eg snilldarmann,
snar í þeli og blíður,
sætan félagssæmdum ann,
saumar vel og sníður.
36.
Flærðarríkur reynir brands
rógi flíkar stríðum,
kjöftug líka konan hans
kann að ýkja tíðum.
37.
Bóndinn svinni blíður er,
ber sig kvinnan illa,
ódygg vinnuhjúin hér
hagsældinni spilla.
38.
Gleður þundinn gjallar báls
göfug hrundin klæða,
ástum bundin allar frjáls
amastundir græða.
39.
Lénast víðis loga slóð
lukku tíðin kæra,
falda hlíðin fagurrjóð
faðminn býður væra.


Athugagreinar

14.1 montinn] metinn KÞ. Þessi vísa er ein þeirra sex sem einnig Kristleifur Þorsteinsson birtir úr Spilavísum í Úr byggðum Borgarfjarðar.