Kvöldsálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvöldsálmur

Fyrsta ljóðlína:Þakkir eilífar þigg af mér
bls.31
Bragarháttur:Tíu línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccDeeD
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar
Tón: Í dag eitt blessað barnið er
1.
Þakkir eilífar þigg af mér,
þú, minn skaparinn mæti.
Fegurstu lofgjörð færi eg þér,
faðir í himnasæti,
fyrir þinn góða sjálfs þíns son,
set eg á hann mína von,
frelsarann allra þjóða.
Varðveitt hefur hann vel minn hag,
vegsamlegur um þennan dag,
frá öllum andar voða.
2.
Blessaður herra, bið eg þig
um bót á ráði mínu
þó forséð hafi mjög nú mig
mót boðorði þínu.
Það eg hefi þenna dag
þénað uppá syndaslag
með svo mörgum hætti,
það fyrirgef mér frómur og klár,
fægðu öll mín andar sár
svo heill eg hvílast mætti.
3.
Aum manneskja eg þig bið
unn mér náða þinna.
Heyr þú mig, hinn góði Guð,
gæt ei synda minna.
Oss varðveittu alla þrátt,
eilífi Guð, á þessari nátt
frá sárum satans áföllum.
Gef þú oss, herra, hvíld hjá þér
hófsamlega svo sofnum vér
frá erfiði öllu.
4.
Eg befala mig nú í nátt
náðugum Guði til handa,
treystandi uppá mildi og mátt
og miskunn heilags anda.
Sálu og lífi sýn þú vörn,
svo og varðveit menn, kvinnur, börn,
að góssi og peningum gæti,
verndi hús og hýbýlin,
hlífi hér öllu, drottinn minn.
Heyrðu það, herrann mæti.
5.
Skikka þú mér, skapari minn,
af skærri þinni hendi
til umsjónar engil þinn,
óvin frá mér vendi.
Svo bið eg, Guð, þú sjáir til nú
eg sofni og vakni í réttri trú
kvittur af kvölum og vanda.
Fólkið syngi föðurnum dýrð,
frelsara vorum sé lofgjörð skírð,
hér með heilögum anda.