Rímur af bókinni Júdit – Sjöunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af bókinni Júdit 7

Rímur af bókinni Júdit – Sjöunda ríma

RÍMUR AF BÓKINNI JÚDIT
Fyrsta ljóðlína:Þá sjöundu vilda eg sagna grein
bls.166–169
Bragarháttur:Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Þá sjöundu vilda eg sagna grein
setja fram fyrir utan mein
ef að mér veittist viskan hrein
og væri stundin ekki sein.
2.
Ef sálminn fengi eg sett í letur
og söguna fært til lykta betur;
á enda er kljáður allur vetur,
enginn lengur rímað getur.
3.
Skáldin frömdu fyrr og síð
hinn fegursta söng með versa smíð.
Dýrleg hófst sú diktan fríð
í Davíðs mest og Salómons tíð.
4.
Samlíkingar fyrstur fann
í forn[r]i skrift sá vísi mann. NB
Sínu ríki Salómon ann
sem þá tali við brúði hann.
5.
Í or[ð]skviðum fékk einninn kennt
alla bestu lærdómsmennt;
heilagur andi hefur það lént
honum og allan vísdóm sent.
6.
Meistarar fróðir meina rétt
að muni því slíkt í ritning sett.
Andi Guðs hefur öngvan blekkt,
er það Drottni kært og þekkt.
7.
Er svo þessi Júdits bók,
er eg nú mér fyrir hendur tók,
diktan bæði djúp og klók
sem dýrlegasta menntan jók.
8.
Guðs fólks er hér gæfan merk
gjörla sýnd af meistaraklerk
og dásamleg þau dýrðarverk
sem Drottins veitti höndin sterk.
10.
Því nöfnin skýra nógu ört
hvað næmur doktor það hefur gjört.
Þú Gyðingaland er lofstýrs vert
það lætur hann heita Júdit bert.
11.
Því Gyðinga þjóðin gæsku hrein
fyr Guði var jafnt og ekkja ein;
af heiðingjum leið margs kyns mein
en miskunn Guðs yfir henni skein.
12.
Hólofernis hetjan gild
heita skal fyrir meistarans snilld
sú grimma þjóð af forsi fylld,
við fólk Guðs var svo beisk og trylld.
13.
Bethúlía er jómfrú ein
eðla skær fyrir utan mein
því Gyðinga trú var helg og hrein
sem hindraði ekki villa nein.
14.
Því er nú sýnt í sögðum dikt
hvað sjálfum Guði er þóknanligt:
sú fróma þjóð og fólkið slíkt
sem fullting hans að sækir ríkt.
15.
Hvörsu sterk sem heiðin þjóð
herjaði oft með Fjölnis glóð
Gyðinga á með grimmdar móð
Guð fyrir þeim til varnar stóð.
16.
Ef flýðu þeir með fullri trú
fram fyrir Guð, sem kennt var nú,
hin besta vörn er bænin sú;
í Biblíu þetta finnur þú.
17.
Hvörsu tæpt að stundum stóð
í stóru fári Gyðinga þjóð.
Ef þeirra bæn til Guðs var góð
hann gaf þeim sigur, það birta ljóð.
18.
Þó ættu þeir við ótal lið
enginn mátti standa við;
kvinna ein þeim keypti frið
með kvarnarsteini setti grið.
19.
Því var jafnan þakkargjörð
af þýðri ást í Gyðinga ferð.
Sú menntan þótti meira verð
mildum Guði en rjóða sverð.
20.
Meistarinn hefur því myndað hér
einn mætan dikt, það skynjum vér,
þann Júdit söng, sú sigurinn ber;
síðan hún sló þann grimma her.
21.
Þanninn byrjast sálmurinn sá
sem að hún Júdit orti þá;
að því dæmi er gott að gá
þegar Guð hefur leyst oss nauðum frá.
22.
Syngið Guði listug ljóð,
leikið alls kyns strengja hljóð;
ný lofvísa gjörð sé góð,
hann göfgist mest af hvörri þjóð.
23.
Í hörðu stríði hjálpa kann,
heitir Drottinn sjálfur hann
er fólkið sitt að frelsa vann
en fjandmenn gistu heljar rann.
24.
Assúr kom með ógna her
af austurbyggð og fjöllum hér.
Þeir huldu vötn svo vítt sem sér
en völlu þöktu hestarnir.
25.
Hann heitaðist við með brugðnum brand
að brenna og ræna allt vort land;
karlmenn slá með kaskri hand
en konum og börnum veita grand.
26.
Enginn risi í hel sló hann
eða hetja nein sem berjast kann
nema sjálfur Drottinn sigurinn vann
svo að hún Júdit felldi hann.
27.
Andlits fegurð og augun skær,
ör sú rann hans hjarta nær.
Hún ekkju klæðum af sér slær
eins að sjá sem fegursta mær.
28.
Hún skrýddi sig með prýði part,
plagar að flétta hárið bjart;
með sætan ilm og sóma skart,
sveik hún hann svo furðu snart.
29.
Þegar hann féll þá fældist her
fjandmanna og kveinar sér.
Það veslings lið sem var hjá mér
og vatnsskort leið þeim eftir fer.
30.
Ungmenni vor eltu þá
og alla gjörðu kvika að slá;
Drottins her þá hrökkti frá
huglausa sem börn að sjá.
31.
Nú skal syngja nafni hans
nýjan dikt með fagran dans.
Almáttugur Guð er til sanns
en orkulaus er kraftur manns.
32.
Þér skal þjóna allt hvað er;
fyr orð þitt sérhvör hluturinn sker;
sú hughreysti sigurinn ber
sem þú gafst hvað enginn ver.
33.
Bifast því fjöll og björgin strax
bráðna sem fyrir eldi vax
en guðhræddra geymir hags
og gefur þeim náð til efsta dags.
34.
Brennifórn og feiti fjár
er fánýtt allt sem daggar tár.
Í augsýn Drottins ilmar skár
ótti Guðs og bænin klár.
35.
Hafi sú skömm hin heiðna þjóð
sem herjar fast á kristið blóð.
Orma kyn og eldsins glóð
mun eyða þeirra grimmdar móð.
36.
Þanninn endast vísan væn
sem vel má heita Júdits bæn,
jafnan skyldi kristnin kæn
kveða þá Guðs er hjástoð sén.
37.
Nú er á jörðu flokkur fár
sá finnst með Drottins ótta klár
en eymdin vex og ánauð sár,
fyr illsku heims því fell eg tár.
38.
Guðs börn hafa svo góðan skjöld,
get eg þau verði ekki felld
þó daglega sé til dauða seld
því Drottinn slökkur þeirra eld.
39.
Ef einn sá maður óttast Guð
af illum mönnum líður nauð,
þó hans sé lundin heiftar trauð
hefndin kemur yfir þá snauð.
40.
Fá því Guðs hin frómu börn
fullting hans og hjálpar vörn;
hann fellir þeirra fjandmann hvörn,
hans föðurleg náð er líknargjörn.
41.
Því leitum Guðs af góðri rót
þá gengur oss sem mest á mót.
Óvina ekki hræðunst hót
því hefndin kemur yfir þá fljót.
42.
Bænin hrein af tryggri trú
er traustust vörn, það reynir þú,
ef líka fylgir lofgjörð sú
sem lærum vér af Júdit nú.
43.
Því höfum nú þetta heilla ráð
hvönær sem líðum sorg á láð:
Trúum á dýra Drottins náð
sem dæmin standa fyrir oss skráð.
44.
Endað hef eg nú Júdits þátt
þó undan felli margt og smátt.
Því skal lykta ljóða þátt,
læri börn og gjöri sér kátt.