Vísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vísur

Fyrsta ljóðlína:Ódult sé öllum stéttum
Viðm.ártal:≈ 1600
I
Þetta eftirfylgjandi er sú vísa sem séra Ólafur Einarsson segir að engill drottins hafi opinberað og kennt föður sínum fyrir hallærið, hvar um hann getur í næstskrifuðum sálmi, pag. 12, vers 57da:

Ódult sé öllum stéttum
almáttugur Guð kallar hátt:
Verið á veginum réttum,
verða mun snart eftir fátt.
Sjáið þér nú, hvar sauðir víða falla!
Mannfólk deyr svo annað ár,
það eymdafár
eins mun ganga yfir alla.

II
Þetta er sú vísa er nefndur séra Ólafur um getur í sögðum sálmi að faðir sinn hafi gjört þá hann skildi sæng við konu sína undir sitt andlát, pag. 15, vers 65:

Það þökkum við Guði,
þó hann vilji við skiljum,
að ekki hefur ódygð nokkur
komist í milli.
Svo nær sextigi ára
saman höfum hér verið;
þá var eg og þýð kæra
þrítugur en hún tvítug.