Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þakklætisbæn fyrir barnaheill séra Einars Sigurðarsonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þakklætisbæn fyrir barnaheill séra Einars Sigurðarsonar

Fyrsta ljóðlína:Veittu mér, dýrðar drottinn
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Veittu mér, dýrðar drottinn,
dag og nótt lofgjörð fagra
að inna þér út af munni
áður í hjartað *skráða
fyrir barnaheill eins og allar
ástgjafir þínar bestu.
Láttu mín þessi þrettán
þýð börn lukku bíða!
2.
Áður eru, Guð minn góði,
getin börn skrifuð í letri
undir alvalds hendi
um aldur á lífsins spjaldi.
Níu rétt vil eg þau votta
og vel gjörla *þau telja,
er lifnuð lést *þú sofna
og líka eignast þitt ríki.
3.
Syni á eg sjö til vonar,
set eg Odd fyrst í *letri,
Sigurður sæll mun verða,
en *sýslar trúlega Gísli,
Ólafi *hjúin öll hæla,
Höskuld tel eg geðröskvan,
Eirekur og Jón líkjast
ungir *af *snjallri *tungu.
4.
Dætur eru sex í sveitum,
Sesselju fyrst að telja,
Margrét mín skal heita,
meira *hlýði eg Sigríði.
Anna er orðsnjöll kvinna,
allfróð Gunna móðir,
Herdís hornsóp *lærir
hugarsvinn verklag hinna.
5.
Synina sagða eg mína
sjö reyndar frómlynda.
Hefur þeim herrann ljúfi
hentugar bókamenntir
*valið í vænum skóla
og velflestum tign presta.
Sendi hann sjöfalds anda
sanna gift öllum kanna.
6.
Dætur bið eg drottinn láti,
dygg víf, skært hreinlífi
fölskalaust allar elska,
í ektaskap frí án sekta,
og sendi þeim heill til handa,
heiðursmenn, framar en beiðast
svo guðhrædd gifting prýði
með gæfu þeirra ævi.
7.
Lát þú mig náðar njóta
og nafns þíns, drottinn, jafnan,
sonar þíns allt að einu,
er aldarblóm hefur margfaldað,
að lifum vér alla ævi
við orð þitt, sálarforða.
Það lokkar mig þér að þakka,
þjóða skaparinn góði.
8.
Það blóm þessa tíma,
þitt orð, hulið var forðum
en mér frá ungdómsárum
einbær lækning meina,
ungur þó eg áður fengi
af illri páfans villu
að vita, sem öðru eftir,
að eg morð sálar forðist.
9.
Hér næst hefur sú börnum
hlotnast náð af drottni
orð Guðs að þau lærðu
ung að lesa og sungu,
féll í geð flestum öllum,
með fræðum sálmakvæði.
Svaladrykk þinn sæla,
sætur Guð, lát þú gæta.
10.
Þennan lýð þú hefur kunnað,
þýður Guð, án míns kvíða
með auðlegð upp að fæða
angurlaust tíma langan.
*Hlýðin mér og móðir
milli sín lifa með snilli.
Láttu þau við þetta
þróast lag alla daga.
11.
Svo kunni þau kristni þinni
kristilega með listum
að þjóna öll að einu
í stétt þeim til settir,
heilbrigt hold með sálu
og hraustleik fái svo traustan
að vel megi víst sem pálmi
valda byrði svo faldri.
12.
Fyrir satans illu eitri,
almáttugur Guð drottinn,
villu og vantrú allri
ver þú flokkinn þeirra
og líf frá lasta kófi
líka og bölvan slíkri
sem koma skal yfir þá aumu
er áður Guðs náð forsmáðu.
13.
Ísrael mátti mæla
meðal hers fulla blessun
og með Jósefs niðjum
útskipti svo giftu:
Sonunum einn veg sínum
setti tveimur þær stéttir
sem lög buðu, einn skal eiga
þá auðnu, fyrst Rúben missti.
14.
Ísak *elskar líka
Esaú, það má lesa,
svo varð fyrir afl hans orða,
af því drottinn lét hlotnast,
yfir Jakob auðnuríkan
öll blessan féll þessi.
Svo lætur Guð vaxa og veitast
vorar spár, þær eg á skora.
15.
Odd set eg auðnustuddan
yfirmann hvörs sem annars
með því minna niðja
að megin valdstjórnar haldi
orku góðs Krists kirkju
sem kennd er lífs til enda,
og börn hans, einkum Árni,
eftir hann þá tign hreppti.
16.
Nóg skal Oddur eiga
auðnulán frómur til dauða,
hann og heiðurskvinna
hafi frægð vísdómsnægðar
og heill sú ættkvísl allri
ógallað til falli,
auðmýkt hæst í heiðri,
svo himnavist fái með Kristi.
17.
Sigurð í öðru orði
ástríkan skal líka
með brúði og börnum góðum,
blessan Guðs jafnan hressi.
Ræktargjöf, ráð og speki
réttvís brjóst hans lýsi.
Lýður sá haldi heiðri
og himnavist fái með Kristi.
18.
Gísla bið eg guðhræðslu
og grandalaust veitist andi,
drottinn Guð ráð hans rétti,
svo réttinn eignist frumtignar.
Kvinna hans blessan búna
og börn haldi tvöfaldri.
Samráð séu til dauða
og síðast vist fái með Kristi.
19.
Ólafi auðnusælum
allar heilir tilfalli,
stundir lífs styrkleiksandi
styrki hann í Guðs kirkju
að stjórna búi og börnum
með *brúði lyndisprúðri
svo frægð beri flestra dygða
en fái vist loks með Kristi.
20.
Höskuldur mun halda,
hugarsterkur, Guðs merki,
sigursæll, hæstu heillum
hlaðinn *á borð við aðra,
tendraður ástaranda,
og ærurík dygðakæra,
með barnaheill blessan fulla
og búna vist hafi með Kristi.
21.
Eirík einninn líka
við orð Guðs niður eg skorða,
myndugan mælskuanda
og máttugan hafi drottinn
svo verkfær Krist í kirkju
kröftugt lifi með giftu,
hyllisæll herrum öllum,
himnavist fái með Kristi.
22.
Jóni hjartahreinum
haldinorðum margfaldist
spök lund spektaranda
sú spilla mun engin villa,
hirðir mun hár þó verða
hjarðar í Guðs víngarði,
sáð hans sést í heiðri,
og síðar vist fái með Kristi.
23.
Augu mín ekki mega
af elli sjá þær heillir
er kynni minna sjö sona
síðar meir veitast fleiri
en andi minn oft það grundar
og spár víst með tárum
að kirkjustjórn, hvað eg má marka,
muni lengi viðtengjast.
24.
Eg minni á einn og annan
í ættarlið minna niðja,
standi hvör styrkt til enda
sterkur í drottins verki,
því heimur og *háskatími
hættur er, *lifið með gætni!
Trúr þjón *öðlast æru
og æðri vist fær með Kristi.
25.
Dætur í sóma sitji,
Sesselju Guð blessi
fyrst, svo að eðli ástar
enn meir tendrist hennar
við Krist, brúðgumann besta,
er best skiptir þeim giftu
sem lítillátir góðs leita
og læra svo tukt með æru.
26.
Ef menjaskorð auðið yrði
að eiga mann og svo mega
stjórna í búi og börnum,
blessan Guðs jafnan hressi,
hennar ráð svo að með manni
mjúklyndum hér fyndi
gæfulán í lífi
en langgæða vist með Kristi.
27.
Margrétu minni veitist
mild lund kvenmanns snilldar,
svo líknarhönd ljúf mun reiknast,
lítillát, hýr í máta.
Húsbóndi sá sendist
sem að kann fróman svanna
í ótta Guðs á veg réttan
og í vist lifi með Kristi.
28.
Sigríður sæmd ber fljóða,
sjaldan hrygg eða aldri,
unir best efni sínu,
ann vel góðum manni.
Þeirra sáð, hæstur herra,
í heiðri mun einn veg leiðast
að stundleg blessan út endist
en eilíf vist gefist með Kristi.
29.
Anna mun orðsnjöll kvinna
eins *og þýðing nafns hlýðir,
slyng á sálmasöngva
og sækja Guðs orð að rækja;
því hlýtur Guð henni að veita
húsbónda góðfúsan,
vissa og valda blessan
og vist búna með Kristi.
30.
Guðrún kennist mín móðir,
minnug er, djörf í sinni,
*kostgæfir kvenmannslistir
kær og gott að læra.
Ráð hennar Guð greiði
til gæfu um alla ævi,
mjúklát móðir líkist,
mensrist lifir með Kristi.
31.
Herdís ljúf mun læra
leturshátt og margt betra,
í orði Guðs alfróð verða,
ástrík og dygð líka,
heiður fyrir hlýðni góða
og hæfilát öðlist gæfu,
svo *frægð beri flestra dygða
og fái vist loks með Kristi.
32.
Fel eg nú, faðirinn *sæli,
flokk minn undir þinni
reyndri hjálparhendi,
sú hlíf mun yfir þeim blífa.
Ástin Jesú Kristí
og væn tryggð hans bænar,
og hundraðföld heilags anda
hressi þau eilíf blessan.


Athugagreinar

Amen.