Einn alvarlegur bænarflokkur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn alvarlegur bænarflokkur

Fyrsta ljóðlína:Sjáðu, Guð minn góði
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Sjáðu, Guð minn góði,
glöggskyggn, hvað mér brugga
óvinir sem sig sýna
í sauðaham dygðasnauða.
Veistu, herra hinn hæsti,
hjartalag beggja parta.
Send mér fullöflgan anda
illindi þau að stilla.
2.
Sjáðu til svo að ei reiði
eða synd mín nokkur blindi,
fyrirgef alla ævi
ótal glæpa ljótra.
Ven mig á visku hreina
og veit mér hennar leita
svo hart mót heljarpörtum
hvörn tíð kunni eg stríða.
3.
Sjáðu hvað sárt mig neyðir,
sæti Guð, það eg skal gæta
að þjóðbraut þinna sauða
er þreifanlega frádreifast
og reikna eg raunmjög svikna
af ráðum illra sáða,
við dýrðarnafn þitt svo þorðu
þverlyndir að sverja.
4.
Sjáðu, Guð, soddan eiða,
sjáðu, eg leita náða!
Krist bið eg, hirðir hæsta,
af heitri ást fyrir mig leita
að fáráðum flokki sauða
svo fargi ei grimmir vargar,
þeim týndu sauðum *sendi
sinni aftur finnast.
5.
Sjáðu af soddan ræðum
þeir sauðir komast í dauða
því langvanir leigudrengir,
lærðir á tál, þá færðu,
sem áður hafa bruggað eiða
óvandaða og standa
fyrir meinsæri undir eyrun
óbætt djúpt í hættu.
6.
Sjáðu af himnahæðum
því hefnd gef eg þér til nefnda,
bræði og rúm mjög reiði
réttlát yfir þá detti.
Meðan þeir ekki iðrast
ógæfan sú þeim hæfir
þreföld í þessu lífi
er þrælum loði við hæla.
7.
Sjáðu, mig tregar þá sauði
er sannlega eru í banni
þar til þeir með tárum
það grátandi játa
að höfuðsynd hafi sér bundið
á hendur og rétt umvendist;
með yfirbót Jesús láti
anda sinn hjá þeim standa.
8.
Heyrðu, drottinn dýrðar,
döpur tár og grát sáran
hjarta míns, hvað eg þér birti
af heitri ást og ráðs leita,
sorga það sálum farga
sumir hirðarar og myrða,
eg aumur má öngvan dæma
utan sjálfur mjög skjálfa.
9.
Heyrðu mitt hróp á jörðu,
hagur kristinn aflagast,
úlf og ref eða meinkálfa
eg sé valdsstjórn halda.
Dómarar þeir, sem dæma,
dikta ráð fölsk á láði
en réttlætis lítt leita.
Láttu þetta við réttast!
10.
Heyrðu fórn þá þér færði,
faðir, og samt nú aðra
þar eg með trega og tárum
tjáði þér hvað mig þjáði;
rétt er eg minnstur máttar
mætrar kristni hér gæta,
firna mjög hún þó hrörnar,
hennar ráð Jesús náði.
11.
Heyrðu, kóngur kær dýrðar,
Krist bið eg af hug tvistum
ríki þitt að þú aukir
og kirkjuráð styrkir,
hirðara gef til hjarðar,
hreinferðuga lífssveina,
en burt tak þá sem svíkja
sálir með glæpatáli.
12.
Heyrðu, hvað fyrr eg kærði,
þeir halda *hér stjórnarvaldi
sem vit hafa vel til máta
en viljandi réttinn hylja,
því vond ráð veikja blinda,
þú veit mér, hvað eg til leita,
réttdæmur Guð drottinn,
dómara gef oss fróma!
13.
Heyrðu, sem gjörvallt gjörðir
og gefur því kraft án efa,
veikum lætur afl aukast,
almátt þinn svo vottar
verk þitt, veit mér orku
að vinna í kirkju þinni
svikalaust svo þér líki
og sauðunum forði dauða.
14.
Sjáðu, eg sjónar beiðist,
svo sem eyrun vel heyra,
brjóstvit með *hugar hreysti
og heita ást að mér veitir,
trúarafl, að eg ráð djöfla
fyrir anda þinn sigra vinni,
heillir við erna elli
og enda lífs bestan sendir.
15.
Sjáðu mig, son Guðs blíði,
sjáðu hvað eg tók til ráða,
sjáðu fyrir sælum dauða,
sjáðu, eg leita náðar!
Heyrðu megn hjartans orða,
heyrðu hvað trúan mér gjörði,
heyrðu, eg hugbót lærði,
heyrðu mig, kóngur dýrðar!