Gátuvísur séra Einars Sigurðssonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gátuvísur séra Einars Sigurðssonar

Fyrsta ljóðlína:Seggjum vil eg segja
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) þríkvætt AbAbOcc
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Seggjum vil eg segja,
síst mun gaman að því
ef þegnar lengi þegja
og þumbast myrkri í.
Skemmtun þykir skötnum
ef skeikar orðaknör
fram úr fræðavör.
2.
Því skal þegna spyrja
þó mér veiti bágt
bragarins smíð að byrja
best við gómaþátt,
hvað fyrir musterið merkir
sem mest ber fegurð og prís,
eg vil þess verða vís.
3.
Stólpi í því stendur
er stýrir Rínarhöll
með gull og grænar strendur
og grettis dýrri mjöll,
með epli og aldinviðum,
útbreiðist í frá,
sem vel mega virðar sjá.
4.
Gjör vil eg enn greina
ef gumnar hlýða til,
verður víst um seinar,
því veldur mælskugil,
standa þar við stigar
er styðja musterishvolf,
tel eg þá alla tólf.
5.
Þar með þrjátíu rima
í þessum stiganum er,
öldin á þeim sveimar
og allt að vilja fer,
auð og allskyns gæði,
allt af þessu nóg,
með vænum veraldarplóg.
6.
Á greindum rimum ganga
göfug hjónin tvö,
einatt ónáð fanga,
aldri hvílast þau,
myrkva nátt og morgna,
mæðast ekki enn.
Geti góðir menn!