Nýársgjöf diktuð anno 1588 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nýársgjöf diktuð anno 1588

Fyrsta ljóðlína:Miskunn þína, mildi Guð
bls.13
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ababbob
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1588
Flokkur:Hátíðaljóð
1.
Miskunn þína, mildi Guð,
minnast vildi eg á.
Þú hjálpar ávallt í hvörri nauð
og huggar alla þá
sem enginn annar má.
Þín er elskan þýð og sæt
þeim sem að henni ná.
2.
Almátt þinn og eilíft vald
enginn kann að tjá
eða réttláta réttarhald
svo réttilegana má
með orðum inna frá.
Þó er enn meiri miskunn þín,
þar megum vér treysta uppá.
3.
Himinn og jörð eru, faðirinn fríður,
full af þinni náð.
Gefðu að hvörsu langt sem líður
lofi eg þitt guðdóms ráð
og gæti þessa gáð
hvað forðum hafa þeir mætu menn
um miskunn þína tjáð.
4.
Móses dyggur drottins vinur
og Davíð hjartaskær,
Esaías ekki linur
og allir spámenn nær
þeir sanna nú sagnir þær
að þín miskunn eilíf sé
við öll sín börnin kær.
5.
Allt frá því að Adam braut
og þú gladdir hann,
þeirrar sætu náðar naut
hvör neyðlíðandi mann
sem huggun hjá þér fann
fyrir það mæta meyjar sáð
sem miskunn alla vann.
6.
Sæðið þetta sagðir þú
að svipta skyldi oss pín,
Abraham frelstist fyrir þá trú
og fagra hlýðni sín,
skaparans mildin skín,
voluðum öllum veittir náð
sem væntu góðs til þín.
7.
Höfuðfeður og helgir menn
þeir höfðu forðum tíð
þá von og trú sem vér höfum enn,
var þín lofunin fríð
við einkabörnin blíð.
Fyrir herrann Kristum héstu þeim
að hjálpa fyrr og síð.
8.
Heilög ritning hermir ljóst
hjartagæskuna þín
meir en nokkra móðurást
þó mjúk sé börnum sín;
bið eg þú minnist mín.
Mega kann verða móðurin blekkt,
þín miskunn aldri dvín.
9.
Hvör kann skýra ástarorð
öll um þína náð,
þau sem bæði blíð og hörð
í biblíu standa skráð
og spámenn höfðu spáð.
Þú sórst þann eið við sjálfs þíns nafn
að senda oss hjálparráð.
10.
Eiðinn þann þú aldrei brást
þó yrði á löngum frest.
Miskunn þína og mikla ást
mun sá kenna best
sem þú mýkir mest.
Hef eg það glöggt í hvörri neyð
í hjartanu mínu fest.
11.
Eftirdæmin eru svo mörg
einninn forn og ný,
þú vilt þeim öllum veita björg,
sem vefjast raunum í
og lofaðir líka því.
*Nú bið eg, herra, hjálp þú mér,
af hjarta eg til þín flý.
12.
Þá fyrir mér virði eg fyrsta manns
fall og miskunn þín,
þú aumkaðir þig yfir eymdum hans
og af honum sviptir pín,
það held eg huggun mín.
Því framkomið er nú fyrirheitsorð
og frelsarans náðin skín.
13.
Davíð, líka Pétur og Pál,
prettasmiðurinn sveik,
orð þitt verður öngvum tál,
það er sú hin besta kveik,
þeim öllum aftur veik.
Svo bið eg þú veitir miskunn mér
þó mín sé iðran veik.
14.
Þú hefur heitið hefnd og pín
og harðlega straffað þá
sem brjóta þrátt af boðorðum þín
og bölvan fellir á
sem hvör mann heyra má.
Nær sem einhvör iðrast hreint
æ skal hann miskunn fá.
15.
Ef réttlát drottins reiðin gröm
refsa vill syndum manns
þá mæðir bræðina miskunnsöm
minning lausnarans
og hjartagæskan hans,
líður og bíður, ef betrast vill,
á bræðinni verður stans.
16.
Nóglega lýstist náðin sú
við Níníveborgarmenn,
þeim hótaðir bráðum hefndum þú
með heiftarorðin tvenn,
þeir iðruðust allir senn.
Miskunnaðir þú þeirri þjóð
og þanninn skeður oss enn.
17.
Manasses kóngur mæddur í þraut
um miskunn þína bað,
sá alla vegana áður braut
í þeim helga stað,
hann komst svo orði að:
Mér aumum hefur þú yfirbót sett,
– og þú heyrðir það.
18.
Svo er eg líka, sæti Guð,
sekur á alla lund,
mín aumleg synd í allri nauð
mig angrar hvörja stund
af huga og hjartans grund.
Þú veist það glöggt eg girnist náð
fyrir græðarans dreyra und.
19.
Fyrir þá miklu miskunn þín
mönnum hefur þú tjáð,
fyrir sjálfs þíns eið og sonarins pín
þú send oss hjálparráð,
þó hafi eg það helst forsmáð,
níðst svo þrátt á náðum þín
og nógu seint að gáð.
20.
Þar heita skyldi eg hirðir einn
og hjarðar gæta vel
svo hagaland fengi flokkurinn hreinn
og forðast mætti hel,
en eg af þeim tel
lögmálsstraff og lífernisbót
svo löngum fyrir þeim dvel.
21.
Því eru bæði þeir og eg
við þína sakaðir náð,
eg held þeim tæpt á hjálparveg
og hefi þar lítt að gáð
að rétta þeirra ráð.
En ávallt kom fyrir ódygð lýðs
þín ógnarreiðin bráð.
22.
Hræðist eg því hefndar von,
hangir yfir oss bann,
nema þú fyrir þinn sæta son,
sanna Guð og mann,
leysir lýðinn þann
<þi>nn snur Jesús þjáður í pín
þ<ér> til eignar vann.
23.
Svo sem hann Móses mæddur í sút
mörgum sinnum bað
fyrir lýðnum þeim hann leiddi út
af löngum þrældómsstað,
Guð minn, gæt þú að
halda fast þín fyrirheitsorð,
því fullvel manstu það.
24.
Svo bið eg, faðir á himnahæð,
þú hjálpir þessum lýð,
á orði þínu oss alla fræð
svo iðrun verði þýð,
heyr þú nú og hlýð.
Vær aumlig börn þín æpum þrátt,
vor afbrot eru stríð.
25.
Þeir hinu lærðu þenktu margt
um þetta hið átta ár,
þú mundir oss vilja hegna hart,
og hafa svo diktað spár,
fyrir því fell´ eg tár.
Kæri faðir, þér komi í hug
Kristí blóðug sár.
26.
Syndir vorar, segi eg fyrir víst,
að sannlega styggi þig,
það gjörir mín ódygð ekki síst,
en eg vil betra mig,
svo mun hvör um sig.
En meiri og stærri er mildin þín
og miskunn innilig.
27.
Hjartaglaður hef eg það traust
að horfinn munir þú frá
þó þú hafir ætlað efunarlaust
oss fyrir syndir slá,
þar hef eg oft hugsað á.
Þinn anda hef eg og orð í pant
sem aldrei bregðast má.
28.
Þú heilagi andi, hugarins ljós,
hugsa um veikleik minn,
þennan fögnuð fyrir mig kjós
að fengi eg kraftinn þinn
og þakka nú þetta sinn.
Huggun þá eg himninum af
í hjartanu mínu finn.
29.
Haltu oss við þá heilögu trú
og hjálparorðið þitt,
frá öllu vondu aftur snú
og það gefðu kvitt,
*flyttu málið mitt,
svo að með friði förum vér heim
í fagnaðarlífið hitt.
30.
Níunda vetrar nýársgjöf
eg nefni þessi ljóð,
í norðursveitum hugsað hef
helst um mína þjóð,
meðan athuginn yfir að stóð.
Lof sé Guði, liðið er ár
og lykt á orðin góð.
31.
Bræðrum mínum býti eg óð
og bið þeir gæti að
vaka sem best yfir þeirri þjóð
sem þýður drottinn bað,
hér og í hvörjum stað.
Hvör mun komast, þó síðar sé,
sínum launum að.
32.
Því þó þetta átta ár
af sé liðið með hægð
veröldin samt í voða stár
vélafull og slægð,
sú öfund er ekki lægð.
Sýnir Jesús sjálfur í neyð
sínum börnum vægð.
33.
Englar syngi eilíft lof
og allir helgir menn
fyrir miskunnar mjúka gjöf
mildum drottni enn
og vér allir senn:
Amen, amen endalaust,
þér eining sönn og þrenn.
Amen!