Rímur af bókinni Rut – Fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af bókinni Rut 1

Rímur af bókinni Rut – Fyrsta ríma

RÍMUR AF BÓKINNI RUT
Fyrsta ljóðlína:Mig lystir mest að ljóða óð af lærdóms greinum
bls.140–142
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur

Skýringar

Fyrirsögn:
Nú eftirfylgja rímur af bókinni Rut
Fyrsta ríma
1.
Mig lystir mest að ljóða óð af lærdóms greinum
náms af brunni næsta hreinum
og næmum kenna lærisveinum.
2.
Heilög ritning hjartað manns kann helst að fræða,
diktan sú er dýrleg ræða,
svo dragist af henni efnið kvæða.
3.
Nú vil eg birta börnum Guðs í bragarins hætti
Rut sem Bóas ráðið bætti
þó réttinn til þess varla ætti.
4.
Á dögunum þeim, sem dómarar stýrðu Drottins lýði,
óár var svo efldist kvíði,
Elímelek landið flýði.
5.
Naemí var nefnd hans kvon og niðjar tveir;
af því kveikist mærðin meir;
Mahlón og Kiljón nefnast þeir.
6.
Elímelek æðstur var af Júða slekti;
í Betlehem sinn bústað þekkti,
í burtu þaðan þó óár hnekkti.
7.
Í Móabs land hann setti sig og síðan deyði
en Naemí með niðjum þreyði,
nökkuð hnigin af æskuskeiði.
8.
Báða gifti hún synina sín og síðan missti;
Rut og Silfa sæmdin gisti,
þær sonar konur að elska lysti.
9.
Sonar konum sagði víf hvað síst má dylja,
heim í lönd sig halda vilja
þó hörmung þætti við þær skilja.
10.
Í Betlehem er nú batnað ár, kvað blíður svanni;
það hef eg frétt með fullum sanni,
því fari þið vel og giftist manni.
11.
Mágkonur hennar mæltu þá af mjúkum vilja:
Þér skal fylgja falda þilja
fegin og aldrei við þig skilja.
12.
Það er ei ráð, kvað þriflegt víf, þið þarfnist sæða;
ei má eg synina aftur fæða
ykkur að fá sem lög vor ræða.
13.
Þeim framliðnu þið hafið unnt með þýðleik hreinum
svo innilega í öllum greinum
yður mun Drottinn svipta meinum.
14.
Silfa kvaddi sæmdar víf þó sorgin spenni;
ristill trú eg rauna kenni;
Rut kvaðst mundi fylgja henni.
15.
Þinn einka Guð er einninn minn, hvörs ei má dylja,
og dyggðugt fólk, kvað dúka þilja,
dauðinn einn má okkur skilja.
16.
Naemí lét reynda Rut nú ráða að sinni;
Betlehem trú eg þær báðar finni;
borgarmúgurinn gleðst þar inni.
17.
Bóas hét einn borgarmann sem byggði þar;
af Júðakvísl sá ættstór var
og Elímelek skyldur nær.
18.
Bóas átti aura nægð og akra sáði;
voldugur nóg með vísdóms ráði
að verkamönnum sjálfur gáði.
19.
Hún kom þá heim er kappar létu kornskurð vinna
og með henni Rut, sú möversk kvinna
sem mildur Guð lét blessan finna.
20.
Allir gjörðu að aumka þær og aðstoð veita;
Naemí vill nafni breyta,
nú kvaðst mega Mara heita.
21.
Mara heiti eg mædd í sút, kvað menja þilja;
gengið er það Guðs að vilja,
gjörði hann mig við allt að skilja.
22.
Við mágkonu sína mælti Rut, sú möversk kvinna:
Eg vil okkar fæðslu finna
og fara þar að sem byggmenn vinna.
23.
Naemí bað naumu gulls í náðum sofna;
út gekk Rut á akurinn jafna
og upp tók það sem sveinar hafna.
24.
Bóas átti akurinn þann og enn kom þar;
kveðja hans sú kurteis var,
kornskurðarmenn vanda svar.
25.
Yður sé Drottinn ávallt með, kvað eðla mann;
allir svöruðu á minn sann
að einn Guð skyldi blessa hann.
26.
Fyrirmanns sveina frétti hann að um falda brú,
hann leit Rut þar hjá þeim nú,
hvaðan að væri stúlka sú.
27.
Það er hin mæta, möversk Rut að maðurinn sagði,
henni eg til leyfis lagði
að lesa það félli af klyfja bragði.
28.
Bóas talar við bauga ná af blíðleik hreinum:
Tín þú á þessum akri einum
óflekkuð af mínum sveinum.
29.
Með þernum mínum þú skalt einninn þiggja náðir;
merki eg þína dyggð og dáðir,
drykknum vil eg að líka ráðir.
30.
Féll þá Rut til fóta hans og fögnuð kenndi:
Hvaðan kom mér, kvað heiðurs kvendi,
heill og náð af þinni hendi.
31.
Mælti Bóas: Mér er það ljóst, hin mæta kvinna,
þú flýðir óðal frænda þinna
og fylgdir móður bræðra minna.
32.
Mágkonu þinni mestu sýndir manndómsprýði
en þekktir ekki þessa lýði;
þér mun Drottinn launa um síðir.
33.
Ísraels Guð mun ærna blessan yfir þig senda
því til hans þú vildir venda,
hans vængja skjól þér dugir til enda.
34.
Bóas þá til borða gekk og bauð til svanna;
veik hún sér til verkamanna,
virðing þá og æru sanna.
35.
Bóas sendi bauga ná sinn besta rétt;
axin steikt, hún er þá mett,
allt mun falla starfið létt.
36.
Akurmönnum Bóas bauð, sem birtir kvæði,
að sjá svo til að nökkru næði
nauman gulls það eftir stæði.
37.
Gætið ekki grannt að því, kvað geymir sverða,
þó afsóp kunni eftir að verða;
eignast skal það þorna gerða.
38.
Frómi herra, fljóðið kvað, eg fátæk kvinna
ei er líki þerna þinna
þessa náð af yður að finna.
39.
Fullan mælir fékk með bygg sú fróma kvinna;
kunni hún allt að korni vinna,
um kvöldið fór til húsa sinna.
40.
Mágkonu sinni sýndi hún allt og sagði bæði
þau sem að Bóas gjörði gæði,
gaf henni leifar af því fæði.
41.
Naemí var næsta glöð og neytti fæðu;
hér næst frá eg hún hóf svo ræðu:
Himna Guð þig svipti mæðu.
42.
Bóas er míns bóndans fræga bróðir næsta;
að honum lýtur erfðin hæsta,
auðnu hefur þú fengið stærsta.
43.
Að þú komst á akurinn hans og orðlofs beiddir,
umsjón slíka yfir þig leiddir,
hjá öllu vondu rykti sneiddir.
44.
Víktu að þeim akri oft, kvað eldri kvinna;
fyrst ljúfmennið þér lofar að vinna
láti Guð þig blessan finna.
45.
Sjálfur bauð hann, sagði Rut, mér sómann þenna
að sækja föng til sinna kvenna;
síðan gjörði hún þangað renna.
46.
Fólki Bóas fylgdi Rut og fékk ei minna
þörf á starfi hin þýða kvinna
þar til korn var búið að vinna.
47.
Mágkonu sína hitti hún og henni færði;
á vinnu sinni vífið nærði;
vel sé þeim sem þrifnað lærði.
48.
Hjartans dyggð er heillin mest sem hér má finna;
miskunn hlýtur möversk kvinna,
mun svo verða rímu að linna.