Einn flokkur um skammvinnt líf mannsins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn flokkur um skammvinnt líf mannsins

Fyrsta ljóðlína:Ljúfi Jesú mér leyfi
bls.204–208
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Ljúfi Jesú mér leyfi
að ljóða enn af hug góðum
um eðli vort ár og síðla
undarlegra mannkinda.
Kynn eg rétt við mig kannast,
kæri faðir, og læra
hvað þolgóð við oss þræla
þín náð aldrei dvínar.
2.
Vökum nú svo ei svíkjunst
sannkristnir menn þanninn.
Hyggjum að hvað oss baggar;
heimur dregur með seimi
á tálar, margur mælir
mundi lífs ævistundir
langar, er því engi
auðugur búinn við dauða.
3.
Prúður plagar að ræða
Pindarus um smákindur
þær eð lifna af leiri
við lagarfljót og er sönn saga;
sum lifa tvo tíma,
til kvölds þá hin eldri,
ellidauð er sú kölluð,
allan dag lifir þó varla.
4.
Sá meistari margra lista
menn á jörðu hér kennir,
kindur þær og svo endar
ályktan síns diktar:
dag einn að menn eigi
aldraðir mest hér staldra;
sé við endalaust yndi
ára safni því jafnað.
5.
Davíð, Guðs vin góði,
getur þess víst í letri:
Þar eru þúsund ára
þvílík í Guðs ríki
sem dagur einn og vér eigum
eyktarstund lifa á grundu
svo sem straumur fram streymir
strangur manns ævin langa.
6.
Jafnar því saman og svefni,
svo sem hey, gleym því eigi,
óðum grær, sölnar síðan,
senn uppskorið að brenna.
Það gjörir réttvís reiði
og ráð Guðs að svo bráðan
dauða fær einn með öðrum.
Óttunst því reiði Drottins.
7.
Framar vill Davíð dæma;
draumi er líkt heims líf aumast,
líða svo sem kvöldræða
saga stutt er fram fluttist,
svari sjötigi árum
sannlega ævin manna
en ef áttræðir finnast
elli mæða þrátt hrelli.
8.
Sírak segir að auki:
Syndabót gjöra skal fljóta
því koma kunni sá tími
í kvöld að öðruvís haldi.
Það skeður allt skjótt hjá Guði;
skarphygginn flest uggar
og vaktar sig við sektum
svinnur þó brjóta kynni.
9.
Enn mun Sírak inna
í annan stað líf manna
aumlegt sé allt í heimi,
einn veg fyrr og seinna;
síðan fyrst vér fæðunst
fylgi nauð allt dauða,
veikjast samt vellríkir
og volaðir armóð þola.
10.
Esajas ávísar:
Allhátt skaltu kalla.
Hvað þá? Holdsins prýði
er hey og gras, röddin segir.
Svo sem heys sölnar blómi
sérðu dýrð holds á jörðu
láta sig hvað sem heitir
en herrans orð má ei þverra.
11.
Góði Job réð svo ræða,
raunamann sár af kaunum:
Maður borinn frá móðir
mundi lifa fár stundir,
allur eymdum fyllast,
óðum blómgast sem gróði
jarðar og visna verða
og vald í kyrrðum síst halda.
12.
Ísrael ansar vísum,
angurlaus, Faraó kóngi,
segir að sínir dagar
sannlega endist þanninn,
fullskjótt fáir og illir
ferðar vegs reisu verði,
foreldra hans háaldri
hvörgi nær jafn margir.
13.
Skoðum það Ritning ræðir:
Raun sannar líf manna,
fallvalt sé, sá mælti
svo spurður úrskurðar
hvað hér vildast væri
í veröld mannlegu holdi?
Að fæðast ei eða fljótt síðan
fara burt allra snarast.
14.
Líf vort, Jesú ljúfi,
lær þú oss rétt sem bæri
kenna og send það sinni
síð og ár í því stríði
og eymdum allra handa
undir væng þinn að skunda,
treystandi þínu trausti,
tryggð og bestu dyggðum.
15.
Lát þú ei, líknar gætir,
lund mína dramb stunda
heldur þó hefja vildir
heilnæmust þín dæmi
eða þó eymdir lýðum
æðru nökkurt sinn ræða.
Festu mér, faðir, í brjósti
fyrirheit þín sem veitast.
16.
Hvert skal eg nú mitt hjarta
hneigja á nótt og degi
annars staðar en unna,
Jesú minn, gæsku þinni?
Þú ert Guð sá, sem græðir,
góður með þínu blóði
mína sekt og vel mýktir
mjög stríða Guðs reiði.
17.
Hvað nema hryggð og dauði
er hérvist mín og vera
án þín, Jesú hreini,
unnusti sálu minnar,
hennar hjálp að sönnu,
hlíf sem vegur og lífið,
brúðgumi öllum æðri,
einbær læknir meina.
18.
Hvað vil eg þá nú hræðast?
Héðan af skal mig gleðja
skugga lífið af leggja,
leið heimferðar greiðist
réttar dyr til Drottins,
dauðinn er ending nauða
og sælu hóf minni sálu;
send mér góðan lífs enda.
19.
Eg veit hér verður að þrjóta
vist og dagstundar gisting
mín svo allt að einu
sem annarra fyrri manna.
Það er nú þó mín gleði
þú vilt til mín snúa,
Jesú, mér veginn að vísa,
við þig skal eg mig styðja.
20.
Láttu mig, ljúfi Drottinn,
langa daglega þangað
er Jesús býr í því ljósi
ugglaust varir án skugga;
úr myrkri því meins vill orka
minni sál og því linnir.
Leið þú mig, læknir góði,
þá leið svo eg ekki meiðist.
21.
Nær mig sárast særir
sótt og nauð allt til dauða
limirnir allir eymast,
innan til dofnar sinni;
vit og mál verður að þrjóta;
vertu nær, Jesú kæri.
Þú einn, þó allt hrörni,
þýður, forðir mér kvíða.
22.
Þrautar stríð þá mun þreyta
þrjótur slægur mér móti,
Drottinn minn, ef mætti
minni trú frá þér snúa;
veik samviskan sjúka,
sjáðu, þá leitar náða;
styrki almáttug orka,
Jesú, þín hugsun mína.
23.
Fyr særing þinna sára,
sviðaverk og raun sterka
er innan til angra kunni,
Jesú minn, þá þitt sinni
er undir neyð allra handa
fyr oss gafst lífið á krossi,
ofraun ekki neina
í andláti lát mér granda.
24.
Njóta líknsamur látir
lúið hold þess eg trúi
og sálina sem þú mælir
er sinna vill ræðu þinni.
Ekki skal ógn þá smakka
eða nauð grimmligs dauða
og lifa þó látinn svæfi
lærisveinn þinn hinn kæri.
24.
Við ástmenn allra bestu
að eg viljugur skilji,
þeirra sem hjá þér, herra,
í himna vist síðar gistum.
Flokkur vor þá mun þekkjast
þar í sveit engla skara.
Gef það, Guð minn ljúfi,
gleðji oss þá vér kveðjunst.
25.
Holdið er veikt, því vildi eg,
vor Guð, á þig skora:
Anda sjálfs þíns mér sendir
í síðustu neyð að líða
þolinmóðlega þá mæðu
og margfreistni hins arga
djöfuls er mig vill deyfa
og drjúgum að mér ljúga.
26.
Orð Guðs að mér verði
ein best lækning meina,
sálardrykkurinn sæli
er sár mín plagar að klára;
sorg og sóttir margar
sefað hefur án efa.
Finn eg þinn faðm mig spenna,
faðir, hvað má þá skaða?
27.
Að sönnu mætti eg minnast,
móðir, ást harla góða
er blíðlega best í nauðum
barn sitt faðmar gjarnan.
Þú vilt og það mæltir,
þó hún bregðist, ei tregða
þinni hjálp þeim þér unna;
það er satt, kæri faðir.
28.
Styttu stríðið þetta
og styrk mig til að yrkja,
söng og lofgjörð syngja
síðast án alls kvíða
fyr lán þitt allt í einu
eftir það eg hreppti
í kvöldverð helgum halda
hold og blóð Jesú góða.
29.
Lát mig ei aftur líta
né linast heldur það skynja
að þá fyrst kom byr besti,
sá ber mig heim þar eg vil vera
af útlegð frjáls og fjötri
á föðurlandi má standa,
heiðri hans og blíðu
halda um aldir alda.
30.
Þetta líf, sem vér vottum,
veit eg útlegð má heita;
langar oft leigu drengi
að líði sól burt úr hlíðum;
ætti oss æ til Drottins
angurlaust meir að langa;
hold og blóð í taum halda
hér er því illt að vera.
31.
Bið eg þig, Guð minn góði,
grandalaus faðir og andi,
Jesús, sem lifir í ljósi,
að leiða mig burt með heiðri.
Þrenning sæl, þú hefur kunnað
þessa lífs gefa mér blessan
endadags ævistundar
eiði festir þó bestan.
32.
Stundlegt allt fær enda,
óður og flokkur ljóða
en heiður og hæsta prýði
herra Guðs aldrei þverri.
Sála mín svo skal mæla:
Sé þér dýrð, það er mín gleði,
Jesús, að eg má prísa
ætíð nafn þitt eð sæta.