Einn þakklætis vísnaflokkur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einn þakklætis vísnaflokkur

Fyrsta ljóðlína:Hvað má eg, Guð minn góði
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Hvað má eg, Guð minn góði,
gjalda þér fyrir margfalda
heill og umhyggju alla,
ævi minnar lífsgæfu,
utan eg náðar njóti
og næði þar ljóst um ræða
með ljúfri þökk í lífi
og lofi nafn þitt svo jafnan.
2.
Nær sem eg hugsa, herra,
um hag minn fyrri daga,
síðan fyrst að eg varð ásta
af jóði, föður og móður,
þá man eg nú, hvar eg sé hænu
um hreiður sitt vængi breiða,
þitt skjól þú lést, drottinn,
á þann veg um mig spanna.
3.
Nam eg þann náðartíma
að nýfæðing sál græðir,
enn þótt ekki finnist
endilega með hendi,
því undarlegt eðli vindar
er mér gagn svo að eg fagna.
Ört blæs inn í hjartað,
þá eyrun guðsorð heyra.
4.
Var mín ungdómsára
ævi lagin til gæfu
að Jesús lét þá lýsast
lærdóm sinn öndu minni.
Fékk eg það fyrst að smakka
fjórtán vetra sem orti
Lútherus í letri,
lofsverðan dikt gjörði.
5.
Um iðran fyrst nam fræða
faðir sá mig og aðra
hún að hafi þær greinir
hjartans sorg og trú bjarta,
yfirbót með afláti
því enginn bætt sjálfur fengi
eina synd utan það væna
Jesú blóð, fórnin góða.
6.
Sæll er sá Guð kallar
í sóma þann frá barndómi,
orð Guðs elska lærði,
illri hafnandi villu
sem Abraham um þann tíma
úr heiðni víst leiðri
leiddi Guð fyrst og gladdi
grandalaust styrkleiksanda.
7.
Birtist Guð hýr í hjarta
hefndalaust þeim vér nefndum,
Abram, föðurnum fróma,
það finn eg, alls níu sinnum
með Guðs orðið góða
sem getum vér fyrr í letri,
lögin með linkind nógri;
ljósi því vil eg nú hrósa.
8.
Um orðið drottins dýrðar
Davíð talar með prýði,
að það sé ljós á leiðum
og lína rétt fótum sínum.
Hefur svo alla ævi
orðið Guðs nú forðað
verkum villumyrkra
en veg leiðar best greiðir.
9.
Orðið Guðs mér gjörði
það gagn eg vil af fagna,
þann sanna Guð sjálfan kenna
svo eg skilji hans vilja
og hlýðni honum að bjóða,
herrann Krist veit hinn besta
kennmann, kónginn sanna,
kjörinn vor mein að bera.
10.
Lærði eg að aldri yrði
önnur líkn fundin mönnum
til friðunar fyrr né síðar,
fall gekk yfir oss alla,
ást Guðs ein sú besta,
eilífs Guðs, af hug heilum
er soninn gaf svo að ei týnist
sá eð víst honum treystir.
11.
Sonur Guðs, sá vér greinum,
sannur Guð, lífgan manna,
föður jafn, hæst í heiðri,
hans blóm, dýrðar ljómi,
það orð eilífrar dýrðar
allt skóp því að hann mælti
hvað funderar faðir og andi,
færði oss slíkt og lærði.
12.
Guð með göfugri prýði
getur enginn sjá fengið
utan sá allt gott veitir,
eingetinn son, það letrast.
Guðs son föðurs í faðmi
færði oss slíkt og lærði,
þann Guð segjum að sönnu
og sannan mann trúin kannar.
13.
Fæðist maður af móður,
mann og Guð játum sannan
að gæti hann aftur unnið
alla bót svo að ei hallist
réttdæmi það drottins,
dauðans kvalir og nauðir
maður að mætti líða
en máttur Guðs leitt til sátta.
14.
Meðalgangari mun enginn
mega sættir fá bættar
milli ósáttra allra
en sá jafnskyldur kennist
hvöru tveggjum svo tryggva
og trúa sátt undir búa;
því var Guð, sá sem græðir,
og góður mann svo að frið bjóði.
15.
Kenndi mér bókarblindum
frá barndómi þann kjarna
fyrir andagift í brjóst senda
orð í ljóð að skorða
svo kröftug kvíða svipti
klár hugsun með tárum.
Því fann eg að Jesús unni
innilegur bæn minni.
16.
Hvað er ástarband æðra
en eiga bróður svo góðan
og kennimann sem það kunni
að kenna í brjósti um lýð þenna?
Hold vort verða vildi
og veikleik reyna slíkan
utan synd svo að hann gæti
sárleik vorn bætt og klárað.
17.
Undireins af því sendist
Emmanúel vor snemma,
‘Guð með oss’ get eg að þýðist,
góður Jesús, vor bróðir;
hann er hér fyrir innan
hvörn dag með Guðs börnum
og utan til, að svo mæti
allra vorra mótfalli.
18.
Aldrei, en þó vildu,
englasveitir það fengi,
enn síður mál manna
miskunn Guðs tjá né visku
aumum illgjörða heimi
auðsýnda hálfdauðum,
að sonurinn saklaus pínist
en sæla kaupist oss þrælum.
19.
Þetta og það hér votta
þakkandi vil nú smakka,
hunang sætara má heita
hvört sinn öndu minni
að lifa svo langa ævi
líka sem í hans ríki
við bræðralag Guðs hins góða,
græðarans, sem eg nú ræði.
20.
Hvörsu oft hef eg þau skipti
í hugarlund minni fundið
djöfuls verk burtu drífa,
drottins verk aldrei þrotnar.
Hrundið var svo sem með hendi
harðlega þá minnst varði
mér frá synda sauri
sem eg stóð nærri voða.
21.
Þá eg féll í með öllu
ofblindur stórsyndir
iðran gaf mér góða
góði Jesús, minn bróðir;
syndastraff verka vondra
væginn lagði á mig hæg
en eg hafði til unnið
eins og nær saklaus væri.
22.
Hrósa eg helst og lýsi
að herrann Jesús lét þverra
mein og mestu raunir,
mildur, hvört sinn er eg vildi
birta það honum af hjarta,
með heitri bæn til hans leita;
veikur var eg þó líka,
veitti hann sjálfur þetta.
23.
Lán Guðs allt í einu
einfaldlega af hug hreinum,
ást meður bæn bestri,
bið eg hann mig til styðja
að þakka, en þagna ekki;
þrenning sæl best mér kenni
með englum æðst lof syngja
alla stund þó ljóð falli.