Kvæði af Naaman sýrlenska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Naaman sýrlenska

Fyrsta ljóðlína:Hlýði þeir sem henda gaman að kvæðum
bls.133–135
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fimm-, fer-, þrí- og tvíkvætt: AAbbbCC
Viðm.ártal:≈ 1600

iiij Reg. v (II Konungabók, 5. kapítuli)

1.
Hlýði þeir sem henda gaman að kvæðum
og hafna vilja öðrum verri ræðum.
Þó oftast hafi eg óbreytt lag
iðja mín er sérhvörn dag
að dikta brag.
Af helgu letri höfum vér besta næmi
og heilnæm eftirdæmi.
2.
Naan skal hér nefna herrann góða
er nýtum þénti herra Sýrlands þjóða.
Líkþrár var og heiðinn hann,
hafði þó sá göfugi mann
eitt mektugt rann.
Hans frú þénti herleidd mey úr stríði
höfð frá Gyðinga lýði.
3.
Mælti þessi mey við húsfrú sína:
Af mínum herra hvyrfi sárleg pína
með vorri þjóð ef væri hann,
eg veit þar einn þann Guðs spámann
sem græða kann.
Naaman kynnti kóngi þessa ræðu.
Hann kýs að létta mæðu.
4.
Hreppti Naaman heiður af vænum tiggja
því hefð og æru maklegur var að þiggja
því hershöfðingi hann var gegn
og hafði fyrir sín ráð og megn,
svo fór af fregn,
í Sýrlandi þann sigurinn besta unnið,
sú hefur fregn útrunnið.
5.
Öðling vill með allri dyggð til leita
ef Ísraels kóngur má þá lækning veita;
skjótleg lætur skrifa svo bréf
skjöldung lát fyrir utan ef
og ekki tef
þann ljúfa mann af líkþrá sinni græða,
letrið frá eg svo ræða.
6.
Höfðinginn sig heiman bjó með prýði
hafandi með sér auð og valda lýði,
gull og silfur og gangvara með,
gefa vill sér til læknis féð
sem fyrr var téð;
Ísraels herrann hitti brátt að bragði
og bréfið í hönd hans lagði.
7.
Þá sikling les og sér hvar bréfið um ræðir
í sundur sleit og reif hann af sér klæði.
Er eg þá sjálfur, sagði hann,
sá Guð rétt sem lesta kann
og lífga mann,
af líkþrá biður mig lækna þennan herra
en leitar einhvörs verra.
8.
Elíseus þá öðling breytni kenndi,
orð til hans á þann veg strax að sendi:
Lát til mín þann líkþrá mann,
lækna skal eg að heilu hann
sem kjósa kann
svo allir viti að enn er spádóms andi
með oss á Gyðingalandi.
9.
Hér næst kom sá hertugi Sýrlands þjóða
heim í port til spámanns þess hins góða.
Elíseus lét segja svo
sig skuli hann í Jórdan þvo
um tíma tvo
sjö sinnum og sjúkdóm missa þenna
en sárleik öngvan kenna.
10.
Hann reiddist við sem ritað er bert í letri.
Rétt er, segir hann, Jórdan ekki betri
heldur en vötn á vorri láð,
vonaði upp á læknings ráð
með dyggð og dáð,
að hendur mundi hann hafa að mínu lífi
og hjálpa af sóttar kífi.
11.
Naaman byrstur burtu snýr með reiði,
báðu sveinar slíkt hann gjör hugleiði;
þó spámann setti þyngri þraut
þá ber ekki hjörva gaut
að halda á braut,
af þvotti fær þú þvingan öngva stríða –
og þessu vildi hann hlýða.
12.
Síðan þvær sig sæmdarmaðurinn góði
sjö sinnum í ár Jórdanar flóði.
Hans líkami varð heill og skær,
hreinn sem barn það nýfætt er –
svo Naaman fer
aftur á leið til Elíseus að bragði,
með auðmýkt þakkir sagði.
13.
Biður hann þá að þiggja peninga sína,
það býð eg fyrir heilsugjöfina mína.
Spámann neitar öllum auð
og ei vill neitt það herrann bauð
nema göfgi Guð.
Torf úr jörðu, tveggja múla byrði,
trú eg hann burtu færði.
14.
Tilgang sinn um torf, það flytur úr landi,
tjáir hann þá af ást og trú fagnandi:
Ísraels Guð því einn er sá
einka Drottinn himnum á
sem hjálpa má;
eitt altari vil eg mér af því torfi vanda,
þar oft á bænum standa.
15.
Þá Sýrlands kóngur sinn Guð vill til biðja
svo er því vart eg neyðist hann að styðja.
Í Remons hús hann hvörn dag fer,
himna guð forláti mér
það órétt er.
Í goðahofinu gjöri eg þá fram að falla,
hans guðdóms nafn á kalla.
16.
Guðs spámaður gaf honum blessan væna,
í góðum friði að njóta hreinnra bæna.
Hann dró með sína sveit af stað,
segja skal nú frá Gessi hvað
hann hafðist að,
ágirnd tók hann innarlegana að reita
eftirförina veita.
17.
Kveiktist af því kvíði og brjóstið þjáði
að klæði og gull hans herra allt forsmáði.
Hann skundar því sem skjótast má,
skrum og lygi diktar há,
sem heyra má,
sagðist vera sendur af spámanns hendi
og svo frá staðnm vendi.
18.
Reis úr kerru rausnarmaðurinn hreini
ríkur og fagnar drottins spámanns sveini,
spyr hvört hef eg hagað mér lítt
eða hvört er, bróðir, erindið þitt?
Hann sagðist vera sendur og þó með skunda
snart til herrans funda.
19.
Til míns herra tveir menn sendir voru,
tignir spámanns niðjar þá þér fóruð,
því bað hann yður að býta sér
af blessun þeirri er færðu þér,
og hafið nú hér
gullstykki og góð hátíðaklæði
svo gefa hann þeim það næði.
20.
Tvennan klæðnað tignarmaðurinn svinni
tók þann besta er hafði í eigu sinni
og gullstykki einn veg tvenn,
æðstu velur nú fylgdarmenn
af flokki enn
hnossir þessar heim að bera að ranni
með hoskum sendimanni.
21.
Gessi kveður nú göfugan herrann þenna
og gjörir svo heim með þessi plögg að renna;
aftur sendi sveina þá,
síðan geymist fengurinn sá
eg sagði frá;
fyr Elíseum inn gekk skjótt að bragði
og ekki grand til lagði.
22.
Spámaðurinn réð spyrja hvört hann færi
því spektar andi frá eg að með honum væri.
Gessi segir heima hér,
í herbergjum svo nærri þér,
eg þénti mér;
sagði vísir sá eg hvar ein var kerra
þar siðugur stóð upp herra.
23.
Þú hefur Gessi gjört hvað ekki hæfir,
gjalda skaltu þess um langa ævi;
ágirnd hefur þér aflað fjár,
af því skaltu verða sár
og svo líkþrár
sem Naaman var og niðjar þínir líka
nú fyrir ofdirfð slíka.
24.
Spámanns orð trú eg spektar anda kenni,
sprakk því líkþrá út á sveinsins enni:
Gessi varð svo geysifár,
gekk hann út og var líkþrár
og lengi sár.
Þau ferleg dæmin færum oss til bóta
og forðunst hrekki ljóta.
25.
Af Naaman væri oss nytsamt helst að læra
hvað næsta fróm og dýrleg er sú æra
að vera snúinn frá heiðnum hag
en heiðra skaparann nátt sem dag
fyr lukku lag,
því vér erum komnir hunds frá heiðnum þjóðum
í hirð með kóngi góðum.
26.
Guðs orðs kraftinn gjörla má hér skilja
því græðing veittist eftir Drottins vilja,
vatnið í Jórdan vann það ei,
vissilega segi eg þar til nei,
það gamla grey;
synd og líkþrá samt þvær skírnin hreina
fyr sagðan kraft alleina.
27.
Gessi reikar glötunarstíginn illa,
gekk því yfir hann bæði skömm og villa;
þvílík dæmi forðunst frekt,
þau færa yfir oss bæði sekt
og sinnið blekkt.
Frá lygi og ágirnd lát oss Drottinn venda
en lukku og blessan henda.
28.
Heilög þrenning hafi nú lofið sanna,
hún bið eg styrki trú kristinna manna
og soddan lækning sendi mér
sem nú strax umræddu vér
í hróðri hér;
mína líkþrá máttu, Jesús, græða,
mun hér endir kvæða.