Bænar og þakklætis vísnaflokkur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bænar og þakklætis vísnaflokkur

Fyrsta ljóðlína:Heyrðu, drottinn Guð dýrðar
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Heyrðu, drottinn Guð dýrðar,
daglega eg það klaga,
í sköpun fyrst var mér skipuð
skylda mín, faðirinn mildi,
þrennur og einn, þér unni,
arfsynd strax réð hindra,
Kristur líf gaf og leysti,
líð eg samt fall í stríði.
2.
Hrind burt, helgi andi,
hugarstyrkur því myrkri
af synd og saurgan vondri
er svart býr mér í hjarta.
Án þín af því meini
er innra brjóst og sinni
chalazias með kælu,
kaldur steinn, vermist aldri.
3.
Þyrmdu mér, þú sem vermdir
þann veg gjörvallt annað
sem líf í heimi hefur
um hvört land, guðdómsandi.
Ljós þitt bið eg mér lýsi,
láttu snart tendrast hjarta,
skaða og skemmd svo græðir,
skapa nýtt, hitt er tapað.
4.
Eðli þitt, andi hinn góði,
er sem eg kvað vera
að gefa gjörvöllu lífið,
græða allt, og best fræðir,
brennir brjóstin innan,
breytir um hugarins reitum,
mýkir samvisku sjúka,
sannur huggarinn manna.
5.
Sjöföld greind er gáfa
grandalaus heilags anda,
það er guðhræðslan góða
er grundvöllinn býr undir
ríkt lán ráðs og spektar,
ræna staðföst til bænar,
styrkur, vit, afl og orka,
innra skilningur, minni.
6.
Þessar gáfur vér vissum
vera fyrr en synd sneri
heill frá Adam allri,
án galla með hönum.
Mynd Guðs algjörandi,
inngefin í hans sinni,
hvarf þá hann drýgja dirfðist
drottinssvik sem raun vottar.
7.
Hvör er þá missir meiri
menn ef að rétt það kenna
en að sviptast þeim sanna
sætleik Guðs bílætis?
Þar í mót í fang færast
fjandskap allra handa,
styggð Guðs strax að bragði.
Standa ber hugur skjálfandi.
8.
Hvaðan kom hryggðar kvíði,
hvaðan synd ein yfir aðra,
af öðru en ofskjótt flýði
andi Guðs hugar úr landi?
Skaði sá dró til dauða
dapra menn þá sér tapa
og ekki ná æðri lukku
sem Akítófel Sáls maki.
9.
Fyrsta manns þó eg nú festi
fall með hörmung allri
í hug mér, hvör eð var frægri
hvörri kind, galt þó syndar,
missti allt eðli ástar,
óttaðist reiði drottins.
Sorg fyrir syndir margar
særir mig, faðirinn kæri.
10.
Í annan stað mig minnir
mildur Guð hugga vildi
bæði hjón búin til dauða
blessuðu orði þessu:
Sæðið kvinnu skal síðar
á svikaþrjót höfuðið brjóta.
Eyðir það öllum kvíða
svo aftur nær sálin krafti.
11.
Hver finnst huggun meiri
en heyra slíkt með eyrum
að Guð í réttlátri reiði
ræðir og stöðvar bræði,
að sonurinn, svo ei týnist,
sinn fæðist af kvinnu,
höggorms höfuðið arma
herjandi sundur merja.
12.
Í þeirri trú feðurnir fyrri
fengu trú, vonuðu lengi
á sæðið kvinnu þá síðan,
sæl von öngvan tælir.
Kom um síðir sá tími
það sæði í heiminn fæðist,
Kristur, af kvinnu bestri.
Kennum Guð og mann þennan.
13.
Kom til hjálpar heimi
í hérvist sem vott bera
guðspjöll og þeir allir
er erendreka hann sendi.
Oss gaf alla blessan
aftur og nýja krafta
með áblæstri besta
blóm guðsmyndar sóma.
14.
Fyrir það, faðirinn kæri,
faðir Adam beið skaða,
anda þíns eðli myndar
í fyrstu synd missti;
en þín ást réð finna
eðla ráð mér til náða,
soninn þinn, sem hér greinir,
sætan léstu það bæta.
15.
Sagða eg hvað mig hryggði,
herra Guð, lét þá þverra
anda þinn af því syndir
á stríða mig tíðum.
Nú gleður mig það minn góði
græðarinn Jesús hræðir,
að hann mér hjálpa kunni.
Hvað má mig þá skaða?
16.
Þó stríði nú enn af æði
andskotinn að vanda,
heimur og holdið auma
hvekki mig samt og blekki,
svo veikur eg verði líka,
þá veit eg, ef til þín leita,
Jesús minn, að þú leysir
alla þraut svo eg ei falli.
17.
Styrkur og öll mín orka
er andi þinn, sem eg bið standa
hjá mér í hryggðar tíma,
hvörs eg aldri má missa;
mýki brjóst og uppljúki
andi sá skilningslanda,
þrenning sæl öll þar inni
alldyggilegana byggi.
18.
Andi Guðs er mér kenndi
andleg ljóð að vanda,
þér sé lof, eilíf æra,
enn hef eg lyktað þenna
flokk, hvað þér er að þakka,
því stendur við enda:
Amen! alla tíma
af öllum tungum dýrð sungin.
Amen!