Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Nýárskvæði um það blessaða kvinnunnar sæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Nýárskvæði um það blessaða kvinnunnar sæði

Fyrsta ljóðlína:Heilagur andi hjálpi mér
bls.20
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Heilagur andi hjálpi mér
að hefja stefjakvæði,
til heiðurs greiðist þrenning þér,
það eg í stað nú ræði.
Mig fýsir ljósa fræðagrein
að færa í kveðling þenna.
Krist vilda eg kenna,
þann fríða, blíða og fræga svein
sem fæðir móðir, jungfrú hrein,
fyrir herrans náð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
2.
Guð, vor faðir, skapari skær,
sem skráð og tjáð var forðum,
heitir að veita oss heillir þær
og hressir þessum orðum,
að töfrahöfuðið höggorms leitt
skal hrjáð fyrir getnað þenna.
Krist vilda eg kenna.
Sonurinn einast orðið þitt
oss hefur þessi í ljósið leitt,
það leyndarráð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
3.
Adam frómi fyrirheit það
festi í brjósti hreinu,
Eva hefur nú strax í stað
þá styrking allt að einu.
Af skinni svinn úr sauðarhúð
serki verkar tvenna.
Krist vilda eg kenna.
Líknarteiknið gaf þeim Guð,
með gætni vitna hjónin prúð
það heillaráð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
4.
Til feðra skeði fyrirheitsorð
svo fagurt um þetta sæði,
þeir láta slátra hrút af hjörð,
og hér með frá eg að ræði,
svo sem að krás og sundrað fé
sér þú á eldi brenna.
Krist vilda eg kenna.
Hann trú eg þanninn sæfður sé,
særður og negldur á krossins tré,
og hreppi háð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
5.
Í þann tíma að Abraham
Ísak skyldi sæfa
byrði lét hann bera af trjám
sem brennifórn mun hæfa.
Blessaður Jesús bar sinn kross
og birti gjörning þenna.
Krist vilda eg kenna.
Þeir sem lifðu langt fyrir oss
ljúfum enn með tárafoss
þá mundu náð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
6.
Móses ljósa merking bauð
svo menn þar enn á hæfa,
lítinn hrút eður lambasauð
lét alhvítan svæfa,
góðu blóði gemlings brá
um gættir drótta sinna.
Krist vilda eg kenna.
Dauðans neyð þeir frelsast frá,
frelsari vor því nefnast má
það lamb á láð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
7.
Hafa því lof þeir heillamenn,
sem háðu áður rómu,
fyrir verkin merk svo mörg í senn,
meir en hér við komum.
Sú þýðing þýðir ágæt öll
uppá sveininn þenna.
Krist vilda eg kenna,.
Hans rauða blóð er frelsan full,
frægri og nægri en veraldargull,
eða verði tjáð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
8.
Spámenn námu spektarvit
og spáðu áður löngu
um meyjarsoninn, sem mælir rit,
mörg lofkvæði sungu.
Hittu mitt á stund og stað,
það styrkir sannleik þenna,
Krist vilda eg kenna,
sem þeir kæmi sjálfir að,
og sýna væna barnið það,
sem lifa á láð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
9.
Myndir leyndar Móses tér
sem Messías þessum hlýða,
líknarsætið Jesús er,
og altarið skalt svo þýða,
stiganum hygg þú Jakobs að
þar englar fagrir renna.
Krist vilda eg kenna.
Hjálparstólpinn geisla gaf,
Gyðingafólk drakk hellu af
af þorsta þjáð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
10.
Enginn fengi innt né tjáð
í óð eða fróðleikskvæði
það ort er myrkt og áður spáð
um það blessað sæði.
Faðirinn náða fögru lög
lét frekt til sekta spenna.
Krist vilda eg kenna.
Gyðinga siðir mæða mjög,
meina og greina annan veg
nú skilið en skráð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
11.
Frestaði mest sú fyrirheitsspá
sem fyrst að um Krist hlýðir,
orð Guðs dýrðar aldri brá,
þau efndi á nefnd um síðir.
Langaði kónga að lifa þann dag
og lausnarann örmum spenna.
Krist vilda eg kenna.
Símeons gamla lukkulag
á láði er tjáð það féll í hag
fyrir herrans náð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
12.
Svo skaltu allt, það áður er spáð,
inni finna bundið
í ritning vitnað vera og skráð
og votta rétt til fundið,
verk og merkin mjög ágæt
er máttug átti vinna.
Krist vilda eg kenna.
Fyllast öll þau fögur og sæt,
fleiri og meiri en eg læt
í ljóðum tjáð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
13.
Hann fæðist maður af meyju nú,
Maríu, klár án synda
svo eins að hreinsist eg og þú
og öðlunst blessun týnda.
Þetta vottar himnaher
heimi um tíma þenna,
Krist vilda eg kenna,
að frelsarinn lýðsins fæddur er,
fjármönnum þann boðskap ber,
með dygð og dáð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
14.
*Gætum sætri elsku að,
er aumum heimi sýndi
faðir vor, Guð, og þýðist það
þjóð með glöðu lyndi,
þennan *kenna af klárri trú
Krist og örmum spenna.
Krist vilda eg kenna.
Kjósum ljós það lýsir nú,
hans lifanda orð er stjarna sú,
vort rétti ráð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
15.
Messías þessi, maður og Guð,
mitt hefur kvittað bæði
brot og látið létta nauð
og lagfært öll þau gæði
sem höggorms bruggað heiftarráð
hart réð frá mér spenna,
Krist vilda eg kenna,
gefur án efa gleði og náð,
gisting víst í himnahæð,
með dygð og dáð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
16.
Jesús leysir lýðinn sinn
og lýsir svo sitt heiti,
fellir að velli fjandmann minn
og frelsi trú eg mér veiti.
Emanúel oss er með,
svo um hann náum að spenna.
Krist vilda eg kenna.
Sig fyrir mig svo setti í veð,
synd er gleymd, sem fyrr var téð,
en fengin náð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
17.
Ágæt sæt er elskan þín,
Jesú, ljósið klára.
Í dauðans neyð að minnstu mín
og mæðu græðir sára.
Frá heimi og seimi hjartað mitt
og hug lát til þín renna.
Krist vilda eg kenna.
Glæpahrópið gefðu kvitt,
Guð, fyrir blessað nafnið þitt
og þýða náð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.
18.
Um aldir haldist herrann þér
heiður, lofið og æra,
að son þinn góðan gafstu mér
og gjörðir hjartað hræra
fyrir heilags anda orðagjörð
að auki um sveininn þenna.
Krist vilda eg kenna.
Nú dvínar mín hin daufa mærð,
drottinn gefi hún verði lærð
og víða skráð.
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar,
Krist vilda eg kenna það kvinnunnar sáð.