Sálmur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sálmur

Fyrsta ljóðlína:Einum best eg unni
bls.32
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AbAbCdCdeeed
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar
Með tón: Kær Jesú Kriste
1.
Einum best eg unni,
er minn Jesús sá,
af hug og hjartans grunni
hann eg treysti á.
Frómust mey fæddi
á frón veraldar þann,
gekk um kring og græddi,
grimman djöful vann,
helju leiddi hann mig frá,
hryggðum eyddi og allri þrá,
veg tilreiddi víst, ó, já
í vænstan himna rann.
2.
Einn og sannur ert þú
mín æra og dýrðarkrans,
og gjafarinn góðfús *ertu,
gleði himnaranns,
meistarinn sá mesti
að makt og allri list,
og brúðguminn besti
sá bregður tryggðum síst.
Náð þín annist efnin mín,
á mér sannist dygðin þín,
þar við kannist þjóðin fín
að þitt barn er eg víst.
3.
Einum þér í hendur
allt er, Jesús, lagt,
oss að sönnu sendur,
satans eyddir makt.
Þér að þakka einum
þjóðum öllum ber.
Fyrrtir fári og meinum
fyrir þig verðum vér.
Æra og dýrð af æðstri dáð
af öllum skýrð sé þinni náð,
af hjartans hýrð um lög og láð
lof eilíft sé þér.
4.
Einn og þrennur ert þú,
minn einka hirðir trúr.
Í vöku og svefni vertu
mín vörn og hjálparmúr.
Meinum öllum móti
og morði satans við
svo náðar þinnar eg njóti,
nafn þitt, Jesús, bið
mér að hlífa föllum frá,
í fögnuð blífa lát mig þá
og sæmd eilífa síðan fá
í sönnum himnafrið.
5.
Einum þér til handa
eg mig Jesús, gef.
Ver mig öllum vanda
hvort vaki eg eða sef.
Und þín blessuð blæði
á benjar sálu mín,
meinin gjörvöll græði
guðdóms höndin þín.
Mér sért þú hæli og huggun greið,
herrann sæli, í lífi og deyð,
að mig ei fæli nokkur neyð,
náð eilífa mér sýn.
6.
Einum æ þér hljómi
æra og lofgjörð há,
frelsarinn, Jesú frómi,
frægstur Jehóvá,
um álfur heimsins allar
svo aldri verði á hlé
með hersveit himna hallar
af hjartans þakklæti.
Amen segi allir nú,
aldri þegi lofgjörð sú;
á nótt og degi í traustri trú
tign þín æ lofuð sé.