Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fimmtu vísur, síra Einars Sigurðssonar í Eydölum á Austfjörðum Anno 1622 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimmtu vísur, síra Einars Sigurðssonar í Eydölum á Austfjörðum Anno 1622

Fyrsta ljóðlína:Dikturinn Davíðs spektar
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1625
Tímasetning:1622
1.
Dikturinn Davíðs spektar
dýrmætasti heitir
saltarann sem hann mælti
af sönnum vísdóms brunni;
einn klárastur kjarni
kallast biblíu allrar,
það sannar sá honum unni
og sér í nyt vel inn færir.
2.
Í blindum forðum fundu
frómir menn páfadómi
saltarans sagðar dygðir
af sáði guðdóms náðar;
fúsir latínu lásu
þó lærðu ei skilning orða,
eftir kærleikans krafti
af klárum hug þar við tárast.
3.
Ef öld vor akta vildi
Íslands *heill má lýsa,
vora bræður hér heyrum
hávar öðlast þær gáfur,
með málfæri góðu
mega nú í ljóð snúast,
sagða bók, fá því frægðir,
með fögrum sálmalögum.
4.
Síra Jón sæmd og æru
og sannan fær lofstír manna,
þann vér Þorsteinsson kennum,
þetta verk fyrir sig setti
og vandað gat allt til enda,
æra Guðs var honum kærust.
Sálmaskáld Ólafur eldri
uppbyrjaði slíkt fyrri.
5.
Iðinn var allt til dauða
Ólafur í þeim skóla,
gjörði bót Guði til dýrðar,
grallarans sálma alla.
Þar með miklu fleiri
merkiligt skáld fékk verkað
áður en út af deyði.
Orð hans lifir fyrir norðan.
6.
Þorsteinssonur hinn hæsta
hefur lofstír án efa
og frægð þá sem eg sagði,
saltaranum um velti
ofanvert frá upphafi
í ljóð sálma hljóða
til dýrðar drottins orða
og diktaði allt til lykta.
7.
Læri nú landsmenn vorir
lagslyngir þeir yngri
með englum Guðs samsyngja
af sönnum Ísraels brunni
Guði lof, en hitt eyðist
ófríðara bragsmíði
eður þau ammórskvæði
ill sem fólkið villa.
8.
Síra Jón segi eg að færi
sæmd og blessan auðdæmda
yfir sitt hús um ævi
og ættarlið sinna niðja.
Honum flest hlotnaðist einum
hérlenskum það enda,
í Vesturmannaeyjum
var meðan þar til réðist.
9.
Vel mun vaxa pálmi,
væn eik með lit grænum,
í Suðurlands svartri mýri,
sett þar hlýtur að spretta,
sumar og vetur ber blóma,
byrði undir mér hirðist,
dæmi dregur þau saman
Davíð og góðs manns prýði.
10.
Raunin sjálf það sýnir
að sannur Guð skiptir þanninn,
þó hafi einn hærri gáfur
og hentugar bókamenntir,
en annar miklu minni
merkiligar fær verkað
það vel geðjast Guði
og gagn meira vann fleirum.
11.
Gjafarann hvörrar gáfu,
Guð, er oss skylt að heiðra
og virða hvörn er hans orða
æru á loft vill færa.
Því bið eg síra Jón bróðir
blessist af starfi þessu,
hér svo haldi æru
að himnavist fái með Kristó.