Rímur af bókinni Júdit – Fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af bókinni Júdit 4

Rímur af bókinni Júdit – Fjórða ríma

RÍMUR AF BÓKINNI JÚDIT
Fyrsta ljóðlína:Af Júdits bók eg efnið tók
bls.156–160
Bragarháttur:Ferskeytt – skáhent eða skáhenda (fráhent)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
1.
Af Júdits bók eg efnið tók
óðarlagið að skorða;
þó mærðar kveikin mín sé veik
milska verður hið fjórða.
2.
Eg kannast þrátt við heimsku hátt
þann hendir marga lýði;
þó ritning góð sé löguð í ljóð
mér líst þeim fæstir hlýði.
3.
En ef bragur ekki fagur
um ávirðingar sveina
hrýtur mér það hefur með sér
hvör sem signing eina.
4.
Gjöri eg til þess þau verri vers,
eg vil það stundum reyna
hvört aktast meir sá orða leir
eða ritningin hreina.
5.
Þetta ár hafa ekki klár
orð af skálda munni
hér farið um byggð, það finnst ei lygð,
flestir trú eg þau kunni.
6.
Nokkra vetur nytsamt letur
náði eg saman að færa
af Helgri skrift, svo högum er skipt,
eg hygg það fæsta læra.
7.
Heldur hitt þann heyri kvitt,
hvað þarf slíks að dylja,
þeirri mennt sem mér var lént
mundi eg hrósa vilja.
8.
Því bið eg nú þann sem bæta kann
og best sér hjörtun manna,
græðara minn, fyr guðdóm sinn,
hann gefi oss iðran sanna.
9.
Tilgang minn, fyr mildleik sinn,
sá meistari best að virði;
hans gefi náð það hjálparráð
vor heimska læknuð yrði.
10.
Mín ljóðagjörð er lítils verð
þó læt eg börnin heyra
sem jaga af mér hvað eftir fer
af Júdit nökkuð meira.
11.
Hún gekk þá mitt í svefnhús sitt
sveipuð einni hæru.
Fljóðsins bæn var furðu væn,
hún féll á hné með æru.
12.
Föðurinn sinn réð sætan svinn
Símeon fyrst að nefna,
þeim Guð gaf dug og grimman hug
gildrar smánar hefna.
13.
Systir hans, þess sæmdar manns,
Síkem náði að spilla.
Þann Símeon hjó, með sverði sló
og svo réð hefnd að fylla.
14.
Kvenfólk allt þess glæpsins galt
gripið og rænt í stríði;
svo biður hún Guð sinn herði hug
að hefna á þessum lýði.
15.
Heyr mig nú, kvað heilög frú,
himna faðirinn góði,
eg fátæk er, eitt ekkju ker
með ærnum sorgarmóði.
16.
Hjálparráð þú hefur oss tjáð
heims um allar stundir;
þín kærleiks náð með kraft og dáð
kann að búa það undir.
17.
Af Faraóns makt er forðum sagt,
hann fórst í hafinu rauða,
svo gef þú mér þeim grimma her
gæti eg aflað nauða.
18.
Þeir treysta á sverð og góða gjörð
en Guð þig ekki kenna.
Fyr nafnið þitt og fullting frítt
á flótta munu þeir renna.
19.
Útrétt þú sem áður nú
armlegg þinn enn sterka,
fjandmenn slá með forsi þá
sem fýsast illra verka.
20.
Þó hertugi sá þar hugsi á
þinn helgidóm að brjóta,
fyr vænleik minn hans veikist sinn
svo vits megi ekki njóta.
21.
Gef mér dug og harðan hug
að hræðast lítt hans veldi;
þér er að vísu þetta prís
þó að hann kvinna felldi.
22.
Auðvelt er með öllu þér
einn veg sigur að vinna
fyr einn til sanns sem múga manns
þó magnlaus sé það kvinna.
23.
Drambsemi ekki er þér þekk
né afl í hestafæti
heldur bæn í huganum væn
með hæsta lítillæti.
24.
Heyr þú Guð, sem gjörðir láð,
gæsku treysti eg þinni;
fyr stóra náð, þinn styrk og dáð,
stýr þú tungu minni.
25.
Hugarins geð og málið með
mitt á þann veg greiðist:
það lukkist mér en þóknist þér
að þitt hús ekki sneyðist.
26.
Að gjörðri bæn sú brúðurin væn
bregður sorgar fiðri,_
lagði af sekk og síðan gekk
um svalir í húsið niðri.
27.
Abra hét sú ein eg get
ambátt hennar prúða.
Hún kallar þá og fljótt vill fá
sinn fegursta kvenmanns skrúða.
28.
Prýðilig þá laugar sig
og lokka fléttar skæra.
Hennar skart er harla margt,
heiður og kvenmanns æra.
29.
Guð lét nú þá göfugu frú
geðjast öllum lýði,
prýdd til sanns fyrir sóma hans
en saurgan alla flýði.
30.
Abra fékk hún einhvörn sekk
sem í var látin fæða,
vín og brauð að verja nauð,
vil eg þar glöggt um ræða.
31.
Viðsmjörs krús og fíkjur fús
fékk hún ambátt sinni,
bikaður eins var belgur víns
burt* úr þykku skinni.
32.
Gekk svo út með öngva sút,
Óseas fann í porti
og höfðings menn svo marga senn,
þá mannvit ekki skorti.
33.
Þeir frétta ei eins og ekki neins
nema undrar blómann þennan,
fegurðar skart og fróma art
og fríðleik allan hennar.
34.
Heldur bað því, hermt var það,
hvör sem einn fyrir henni
að Ísraels Guð, það er þér stoð,
augum til þín renni.
35.
Áform þitt svo oss sé fritt
æ til lukku standi;
þú lifir með hægð og lífsins frægð,
vor leysist allur vandi.
36.
Guð mun þér, svo gleðjunst vér,
gefa þeim heillum stýra
að heilagt líf sé lukku víf
en lofist hans nafnið dýra.
37.
Amen þá þeir allir tjá
en Júdit biður í hljóði;
sína leið gekk silki reið_
svo með greindu fljóði.
38.
Árla dags fór Júdit strax
ofan af fjallsins hæðum.
Varðmenn mót þar mæta snót
en margt er klókt í ræðum.
39.
Vaktarar hers hans Hóloferners
hana hins sanna fregna,
hvört hún fer eða hvaðan hún er
og hvörju slíkt skal gegna.
40.
Ebresk frú kvað auðarbrú,
frá Ísraels fór eg lýði
því veit eg það þér vinnið stað,
á vald höfðingjans flýði.
41.
Hygg eg nú af hollri trú
Hólofernes segja
að staðarins þjóð sinn styggði Guð,
þeir strax munu allir deyja.
42.
Fái eg náð þá finnst það ráð
fyrir tilleitni mína
að ei skulu þér af öllum her
eins manns lífi týna.
43.
Sveinar horfðu á hringa skorð_
og hennar undrast sóma.
Það hjálpar þér kvað þessi her
að þú hefur ætlan fróma.
44.
Þá herra minn sér heiðurinn þinn
og heyrir hvörs vilt beiða
fyrir þín ráð þú finnur náð –
og frúna að tjöldum leiða.
45.
Hertugans brann svo hyggju rann_
fyr hildi menja sáða_
þegar hann sér hvar Júdit er,
hún ein mun flestu ráða.
46.
Rjóðum brand með harðri hand,
herinn frá eg að segi,
ebresk fljóð eru fögur og rjóð,
forsmá skal þau eigi.
47.
Þá Júdit sér hvar hertuginn er,
Hólofernis, í tjaldi;
það var prýtt með skarti skrýtt
og skæru oturs gjaldi._
48.
Fyrir hann sté og féll á kné
fljóð með kurt og æru.
Rétt í stað hann riddara bað
að reisa upp fróma kæru.
49.
Vert óhrædd af heiðri gædd,
hertuginn réð svo inna:
Þú biður um grið og girnist frið,
grand skal ekki vinna.
50.
Hefði ei þín, fyr heimsku sín,
harðlynd þjóð úr máta
forsmáð mig en maktað sig
mundi eg kyrra láta
51.
því öngri þjóð hef eg aukið móð
enn með sára pínu
sem gáfu upp lönd og gengu á hönd
göfugum herra mínum.
52.
Segðu nú, hin svinna frú,
satt af efni þínu;
fyr hvörja grein_ svo gekkstu ein
göfug að tjaldi mínu?
53.
Eg kom hér, að Júdit tér,
yður til heilla ráða,
að votta það þér vinnið stað,
vilji mig herrann náða.
54.
Guð gefi nú, kvað mektug frú,
Nabógosor fróma,
þeim herra lands að heillin hans
hefjist æ með sóma.
55.
Sendi hann þig kvað sæmdarlig
seljan gullsins_ teita
að hirta og slá um heiminn þá
sem hlýðni öngva veita.
56.
Þú kannt best fyrir magnið mest
marga list og prýði
að orka senn þér allir menn
og einn veg dýrin hlýði.
57.
Það er oss bert þú æðstur ert
í öllum veraldar heimi,
hertugi sá sem hittast má
hafinn af spekt og seimi.
58.
Akíors orð, kvað auðar skorð,_
oss eru kunnug líka
og útför hans, þess heimska manns,
vér hræðunst ógnan slíka
59.
Fyr syndir lýðs mun stormur stríðs
straffa oss að bragði.
Vér styggðum Guð því nálgast nauð
nú sem spámann sagði.
60.
Því hræðast þeir nú hálfu meir
hefndir illra gjörða:
Þorsti kvelur er kraftinn dvelur,
kvikfé slátra verða.
61.
Þeir drekka brátt nú blóðið hrátt
bæði og fórnir snæða,
af sárri neyð fá dapran deyð
því Drottins lögmál hæða.
62.
Kom eg því hér að kynna þér
klárt um efnið þetta
þó hald eg trú, kvað heiðurs frú,
við himna Guð minn rétta.
63.
Leyfðu mér ef þóknast þér
af þínu að ganga tjaldi,
út og inn í sérhvört sinn,
með sönnu bænahaldi.
64.
Mér birtist þá, kvað bauga ná_
nær blíður Guð vill lýsa
sigurinn þann þér hugði hann,
hvað eg skal undirvísa.
65.
Þá leiði eg yður en lukkan styður
loks og gjörvallt mengi
í Jórsalaborg með öngva sorg
við æðsta heimsins gengi.
66.
Júdit vann með visku hann
fyr verkan heilags anda.
Hér skal fagur enn fjórði bragur
fyrst að sinni standa.