Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Einn kveðlingur af þeirri eftirlíkingu um magann og limunaFyrsta ljóðlína:Af efni sönnu yngismönnum ævintýr
Höfundur:Einar Sigurðsson í Eydölum
Viðm.ártal:≈ 1600
1. Af efni sönnu yngismönnum ævintýrhér skal færa ef lystir að læra ljóðin skýr. Ekki er bragurinn ávallt dýr; efnið stundum laginu snýr.
2. Hjá meistara einum menntahreinum málin fróðslík má finna sá er vill sinna um soddan ljóð. Hann vill að stundi á þetta þjóð og þanninn kefji angur og móð.
3. Limuna alla kveður hann kalla og klagast svo á,maganum inna að megi hann vinna ef mat vill fá því eyðslan hans, sem á megi sjá, úr öllu hófinu mæði þá.
4. Ansar magi í öðru lagi, til orða ei seinn:Verkshátt annan eg mun kanna aldri neinn en snæða mat sem snilldarsveinn þó snúist þér frá mér hvör sem einn.
5. Limirnir undu alla stund þar illa viðað fæða maga, fyrir hann draga og fylla kvið. Þeir vildu honum ekki veita lið nema vinni hann svo þeir hafi frið.
6. Hvar eru bætur? Hendur og fætur hvílast þáorkufimir og allir limir, útí frá eyrun heyra, augun sjá, enginn vill að gagninu gá.
7. Þanninn latur liggur flatur líkaminn,maginn er svangur, eykst þá angur öllum senn limunum svo sem ljóst er enn. Af löngu hungri falla oft menn.
8. Þar kemur um síðir, sem þá neyðir svengdin bráð,megnið þver, sem maklegt er, og missa dáð. Limunum þótti lítt að gáð, leita því við að bæta sitt ráð.
9. Upp vill standa eftir vanda allur sennog leita fæðu í langri mæðu líkaminn, magnlaus er hann í tær og tenn, það tekst honum ei, sem heyra nú menn.
10. Hér má segja hann hlýtur að deyja hirðulaus,eðli firrður, allur stirður, öskuhnaus, því limanna ræktin fyrst að fraus fávís þótti öfundarhaus.
11. Nú vildi eg að Páli víkja máli væra eg skýrog oss til dáða allt það ráða ævintýr svo mætti verða diktan dýr, dæmin góð og bragurinn nýr.
12. Líkama einum eðlishreinum er svo vartmeð limuna marga er manni bjarga meir en skart, sérhvör hefur þó sína art; það segir Páll sé kristið fólk margt.
13. Sérhvör limur lostafimur á líkama þínsvo þénar best sem megnar mest af mætti sín; aðstoð þeirra aldri dvín meðan öndin lifir í búknum fín.
14. Þeir kenna meins þá allir eins ef einn er sáreða komi sú hryggð í hjartans byggð að hugur er fár, af hvörmum falla harmatár. Hér af lærist þýðingin klár.
15. Enginn limur er öðrum grimmur og ekki máfyrir nauðþurft hinna í nokkru sinni neinn forsmá, og limina þá sem lýti eru á svo listilega prýðum vér þá.
16. Hjá honum Páli í hermdu máli heyrir þúkristni alla að hann vill kalla í ást og trú líkama einum líkjast nú. Lynda mætti oss þýðingin sú.
17. Því höfuðið vort er harla dýrt, það held eg Krist,og limurinn hans er hvör til sanns sér hagar með list; því er mín lundin löngum tvist, mér líst sem margur hafi þess misst.
18. Það lifanda hold sem lífgar fold eru ferfætt dýr,þau skynlaus reika, löngum leika, ljúf og hýr, þá að sínum flokki sérhvört snýr en sundurlyndi meður oss býr.
19. Má eg það kalla einn fyrir alla eins er *vartá þessu landi vei versnandi vorri art sem ævintýrið birtir bjart þá búkinn klöguðu limirnir hart.
20. Yfirvaldsstéttir eru með réttu eins og kviðuren undirlýður limina þýðir er leita viður að seðja þá sem soltin iður en sárt og illa fyrir þeim biður.
21. Þjóðir klaga þessa maga þrátt um landog um þá finna að þeir vinna ekki grand nema reyta þá með harðri hand, hrörna tekur því elskunnar band.
22. En svo fer brátt fyrir sundurdrátt í sagðri greinað yfirvald fær ekkert gjald né inntök nein fyrir undirmanna klögun og kvein; þá kenna af allir voðalegt mein.
23. Ef þanninn gengur í landi lengur laganna rótei fer betur, enginn getur á unnið bót, sem limuna henti, hönd og fót, af heimsku snerust kviðnum á mót.
24. Því hugsi nú með hreinni trú svo hvör um sig:Liminn á einum líkama hreinum lét Guð mig, sérhvör tali, því þarf eg þig. Þín er iðn mér nytsamlig.
25. Kviðurinn raunar þetta þénar þarfaverk,hann smeltir fæðu og gjörir þau gæði góð og merk svo beinin verði stór og sterk. Það stendur ljóst fyrir göfugum klerk.
26. Yfirmenn þarfir þegar að starfa í þeirra stéttþó að sér dragi eins og magi inntök rétt, þá hefur Guð til þessa sett að þjónað yrði og félli svo létt.
27. Því hef eg fyrst og það er mín lyst við þessa talalla í senn þá æðstu menn með orðaval: Hugsið um hvörninn hjálpast skal hjörðin sú sem Guð yður fal.
28. Yðar limi, orkufimir, svo elski þér,veika þarfa líka í lörfum lítið hér. Valdstétt yðar virðist mér valda að kost í landinu þver.
29. Svo yður að hlýði undirlýður er mitt ráðGuðs að gæta og brotin bæta og biðja um náð, stjórna svo með dygð og dáð, drottinn gefi til elskunnar sáð.
30. Undirmanna ódygð sanna allir sjáog hirðuleysi hart að geysi í hvörri krá, hvör vill annan hratt forsmá, hlýðni er engin jörðunni á.
31. Öfundin leiða egnir reiði undirmanns,heimskan þræl að þvingar sæla herra hans, drambar af móði svo til sanns að sæmdarmönnum gefur ei ans.
32. Því bið eg nú alla, konur og karla, að kannast við,orðin sæmi og óðardæmi, eg þess bið, svo hvör af öðrum hreppi lið. Hafi svo náðir, gleði og frið. Amen |