Brávallarímur – sjöunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 7

Brávallarímur – sjöunda ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Kynni blæða Kvásirs æðin gæða
bls.52–58
Bragarháttur:Stuðlafall – þrístiklað og þrinnað
Bragarháttur:Stuðlafall – [ónafngreint afbrigði]
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur

Skýringar

Stuðlafall þrístiklað og þrinnað. Síðasta vísan er undir dýrari hættinum.
1.
Kynni blæða Kvásirs æðin gæða
fegri lundi frænings gjörð,
frjóvgast mundi rænu jörð.
2.
Þó um daga þreyti lag til braga
og Yggjar veiti alið sáld,
aldrei heiti valið skáld.
3.
Geðs um bungu glópskan ungrar tungu
rímu tjáði efnin ær,
ekki er ráð eg nefni þær.
4.
Löngu síðar lyndis blíðu tíðar
mér var yndi mærðir tjá,
moturs lindi færði skrá.
5.
Allvel þorðum áls hjá storðum forðum
af Hrings bana byrja ljóð
byrðar Grana fyrir slóð.
6.
Mér nam fagna mörkin Agnars sagna,
launin kvæða fínu fékk
fremstu gæða á dýnu bekk.
7.
Úlfars saga oft um daga fagra
hálf nam kjósa kvæðin mín,
krafta hrós um fræðin dvín.
8.
Vaktist aftur eðlis kraftur skaptur
og geðs óvalta gleði, þá
Gunn hornhjalta réði sjá.
9.
Forlags vala fór að tala án kala:
„Þessum vanda áttu óð,
orma stranda játtu bjóð“.
10.
Gunni órýra góins mýra dýra
af Þorsteini uxafót,
ekki leynir hugsan fljót,
11.
kveða náði, kosta dáðir þáði.
Rauna fríun rétta grær,
rímur tíu fréttast þær.
12.
Af Völsungum og Buðlungum sungum,
réttu hæfi reyndi geð,
Ragnars ævi greindi með.
13.
Tíu þrennar telja menn og kenna,
sex við bæta Sónar slag.
Síður mæta þjónar lag.
14.
Af Hallfreði yndis geði meður
rímur tólf eg ræða vann,
raddar kólf er mæða kann.
15.
Óð má kalla af Brávallar spjalla
sögu núna í svíma þar,
sex eru búnar rímurnar.
16.
Bágt vill veita bragi neyta upp leita.
Skáldin fjáðu kvæða kver
kenndu áður gæða hér.
17.
Stökuspjallið stuðlafallið kalla
mitt nýfundið mætan dag,
menja Þundar kæti hag.
18.
Gæfan hýra góð órýra dýran
orma drögu annist ver,
orð til sögu þanninn fer.
* * *
19.
Hringur gramur heillasamur framur
svínfylkt hafði sínum her,
sunnu ei tafði Gínars ver.
20.
Rani annar, rit ei sanna bannar,
að Varelfu veit eg nær,
Viðris skelfur teita mær.
21.
Hinn nam taka handar þakinn klaka
til Brávalla, sagan sver,
Sviðris hallar daga ber.
22.
Marga garpa mikið skarpa og snarpa
Hringur ræsir hafði, sjá,
hildar æsir tafði ei þá.
23.
Áli hinn frægi fremsta lagi ægir,
kóngur mesti kjörinn var,
kappinn besti og dörinn bar.
24.
Fylgdu þessum fleins í versum hressum
kóngar valdir, kann eg tjá,
kappar taldir sannast hjá.
25.
Stórverks niður stála fiður viður,
hét Starkaður, sverða són
sæmd vanaður gerði tjón.
26.
Draugur hjörva hretið dörva örvar,
í Fenringi fæddur sá
fleins ei þingi hræddur á.
27.
Auðuns meyja, í Norvegi eyja,
Hörðalandið heitir við
hún liggjandi þreytir bið.
28.
Fleiri vappa að vígum happa kappar,
Helgi hvíti, Þrándur þar,
Þórir nýti randir skar.
29.
Var Erlingur vopns á þingi slyngur,
Hólmsteinn, Sörli, Haddbroddur,
hinn víðförli Naddoddur.
30.
Ívar, Rútur, Einar þrútinn knútur,
allir bestu happa hér
hinir mestu kapparner.
31.
Hirðmenn ríka hermir líka slíka
siklings harða Sigurðar hrings
um svæði jarðar vigra þings.
32.
Áki hétu og Egill, getur letur,
Gautur, Hildir, Starri, Steinn,
Styr hinn gildi, Barri, Sveinn.
33.
Þessir halda hóp við galdra skjalda.
Aðra teljum ýta meir,
unda selju nýta þeir.
34.
Hrólfur, Dagur, Hrani óragur fagur,
kappinn Sóti, Sigurður þar
seggjum móti vigur bar.
35.
Hrosskell, Gyrðir Grana hirða byrði,
Saxaflettir Önundur er
unda glettinn trönu ber.
36.
Úr Svíaveldi sára héldu eldi
Njörvi, Haki, Hrókur, Freyr,
Hrani, Rakinn, Tóki, Geir.
37.
Frá Sigtúnum svofnirs búnum dúnum
hjörs að fundum hrósa ber,
hét Sigmundur, glósa fer.
38.
Hólafóstri hugað brjóst í gjósti
málma lengi byrsta bar,
bensæg mengi kvistar þar.
39.
Frá Uppsölum fleins á bölum tölum,
þar ofláti Aðils hét,
æðar gráta blóði lét.
40.
Fyrir merki fleins í verki hinn sterki
grér orms bólma gengur sá
Gönduls hólma lengi á.
41.
Hét Sigvaldi Hnikar taldi skjalda,
ellefu gnoðir hafði hann,
Hropta voðin vafði þann.
42.
Skipaðar vóru skeiðir Þórum stórum
Týrs hjólbranda, trúa má,
Tveggja randa grúa sá.
43.
Hafði frekan hlunna breka, dreka,
hét Eiríkur helsingur,
hetjum líkur, vel slyngur.
44.
Þelamarkar móins bjarka sparka
vals um stræti verar, finnst
virtir mæti gerast minnst.
45.
Því tómlátir þeygi í máta kátir
vera þóttu virðar þá,
varla Gróttu hirða snjá.
46.
Nöfnin heyrast njóta geira þeira,
Þorkell hét og Hróaldur,
hauka seturs snjóbaldur.
47.
Þorleifur, Geitir, Haddur heita teitir,
er valda geiri og velja fal,
virða fleiri telja skal.
48.
Kóngi þægstur, kosta nægstur, frægstur,
hét Rögnvaldur ráðbjartur,
randa baldur dáðartur.
49.
Honum líkan hörkuríkan slíkan
finna eigi mengi má
Mistar vegi lengi á.
50.
Fremstur greinist geira reynir eini
sveiptur Grana silki þar
sá í rana fylkingar.
51.
Tryggvi og Læsir tíðum ræsir æsir,
málma skvaldri mörðu geir,
með Rögnvaldi börðust þeir.
52.
Aðils megi á úlfa fleyi segi,
álfreks niðjar eru hjá,
auðnan styðja gerir þá.
53.
Yngvi þægur er nálægur frægur
þessum töldu hetjum hér,
hreystivöldu, er getum vér.
54.
Þeim nálægir þambar slægir frægir
þóttu síður Þelarnir
þar sem ríða helsvarnir.
55.
Nú er búinn næsta grúi ólúinn
orkuríkust öldin skást,
aldrei slíkur fjöldinn sást.
56.
Kvæða hæða, Kvásirs æða flæða
saftin dofnar, kynnir kver,
kraftinn sofna finn í mér.