Brávallarímur – níunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 9

Brávallarímur – níunda ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Gullinkamba fimbulfamba Fjölnirs dramba
bls.68–74
Bragarháttur:Braghent – Bragagjöf*
Bragarháttur:Braghent – Bragagjöf aukin*
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur

Skýringar

Níunda ríma, Bragagjöf. Síðasta vísan er undir dýrari hættinum.
1.
Gullinkamba fimbulfamba Fjölnirs dramba
ráð mun, ei so dvíni dáðir
dýrum ýrum mýra fýra.
2.
Skáld að heita skilst mér þreyta skuli eg veita
ljóð, sem ekki lastar þjóðin,
lundi um stundir mundar punda.
3.
Hagyrðingur hann er syngur hvörgi slyngur
heita má eg hjalls um reita,
hróðurs ljóð þó bjóði þjóðum.
4.
Gjöfin Braga geðs um fagra gæfudaga
veitist mér að hróðurinn heiti,
hann eg fann og ann með sanni.
5.
Það er verst ef verður flest á vísnalestri
mitt ósmíði menn hvar hitta
mál við brjálað ála skála.
6.
Félli bragir fjærri lægi fólki óþægir,
eins og Skylla yrði reynslu,
illa spillist Gillings fylli.
7.
Mín er skylda mætta eg snilldar málið fyllda
bjóða í nýrra braga ljóðum
býtir nýtum hvítra ríta.
8.
Kynni eg braga háttum haga hér án baga
yrði mér til bestu birgða
bands að vanda lands hjólbranda.
9.
Allt geðfesta yndið besta og auðlegð mesta,
hljóti runnur handar grjóta,
Herjans ker sem geri bera.
* * *
10.
Kemur ríma, æsist íma um þann tíma,
hlakkar örnin, hér með smakkar
hráan gráleg bláan náinn.
11.
Véborg teita vígs um reita vann að neyta
sinnar orku, er í minnum
unda sund á mundir dundi.
12.
Vífi mætir vígs á stræti varga kætir
sá af Svíum Þorkell þrái,
þjóðin móð hvar óð í blóði.
13.
Fótbít reiddi, margoft meiddi mey so freyddi
blóð úr sporum benvargs óða,
byrstist lista Hristin nista.
14.
Slíka valla frænings fjalla fold án galla
líta má því rauðan ríta
reynir tein so hvein í fleini.
15.
Sóttust lengi, lítur mengi lá við sprengi,
falda Mist þó vigri valdi,
vann með sanni bann hels kanna.
16.
Mest á gengur, margur drengur mátti ei lengur
halda á rauðum hroptgang Baldurs,
hjálma málma skálmir jálma.
17.
Ýmsum, letur gjörla getur, gengur betur
flokkum þar í Rögnirs rokkum,
rjóð varð slóð af blóðsins móðum.
18.
Draugur blaða djarft nam vaða Dani að skaða
Starkaður með stóru harki,
stundum dundi grundin undir.
19.
Óð um herinn hrotta verinn, hlífa skerinn
rauður smaug í hjálma hauður,
hrafnar jafnan tafni safna.
20.
Húni heitir brodda beitir, benvargs geitir
ólmum mætti á Mistar hólma,
marðist barðinn, harður varðist.
21.
Féll um síðir vopna Víðir vanur í stríði,
nefnist Elli, hans vill hefna,
hneig frá veiga eigu feigur.
22.
Borgarð nefnir nýtan efni nadda stefnir,
Starkaði móti bör orms bjarka
brá sér þá með sára ljáinn.
23.
Lengi börðust, málmar mörðust, meiðslin hörðust
hlaut af Svelnir höggvörðs lauta
Hauður auðs og rauðan dauða.
24.
Ákaft veður, úlfa seður, undvarg meður
herinn gegnum þar næst þveran,
þótti ei dróttum rótt af ótta.
25.
Brugðið sverðið hafði herðir haturs verði
fleina á Gönduls rauðu reinum,
reiður deyðir skeiða meiða.
26.
Hjörtur frægi hét sem ægir herbrá fægir,
þann Starkaður mikla manninn
meiddan veiddan sneyddan deyddi.
27.
Mætti um síðir stór í stríði stálbaugs níðir
hlífum klædda *vali vífa,
víneik fína skín Ursína.
28.
Haralds merki Hárs í serki hönd bar sterkri,
treysti lengi tygjuð hreysti
tróðan rjóða móðu glóða.
29.
Skín sem ljósin skarlats rósin, skjóma kjósin
gullinhjalta að húnjór Ullar
hristi og risti Mistar lista.
30.
Sótti að vífi knár í kífi kappa skýfir,
varðist Hildur hrímþurs jarðar,
hreinan reynir teininn meina.
31.
Sagði dýra sjóar fýra sól órýra
við Starkað á víga miði:
„Veit eg, teitur geitir heita.
32.
Þú munt falla, Herjans hallar heimvon alla
færðu þá af Fjölnir nærður,
fregnast, gegni þegna hegnir.“
33.
„Fyrr munt halla, hrings blómvalla Hlökk, að kalla
Haralds merki og héðan fara
heim án beima geima eima.“
34.
Hjó Starkaður, hans undnaður hvasseggjaður
hönd af skar, so hlýtur gröndin
hæðin læðings svæðis glæðu.
35.
Þess vill hefna og þangað stefna, þann skal nefna,
Snækollsfari Brái í blæju
Brands, þeim grandar Andri randa.
36.
Gegnum spjóti geira njótinn gjörði hinn ljóti
leggja þar, en sæfist seggur
sára blár á Hárs vífs nára.
37.
Þá valkestir mikið mestir magnast flestir,
hölda lá so hniginn fjöldi
hvals með tal á Kjalars bala.
38.
Með hjörsblaði magnhugaði mót Starkaði
aldinn kemur Gnapi, galdur
geira þeira um leirinn heyrist.
39.
Megn Starkaðar manninn skaðar mjög gamlaða,
sverði kappann sæfa gerði,
sundið unda dundi á grundu.
40.
Hér næst meiddi, hlífar sneiddi, harðan deyddi
þann, er Haki hét með sanni,
hildar gilda snilldar fylldan.
41.
Um það leyti, segja sveitir, sverða beitir
hlaut Starkaður þungar þrautir
þrár í fári sára báru.
42.
Kappans gerðar hér með herðar holdi skerðar,
inn í holið sá, ósvinnum
sveið dalneyðar leiðum meiði.
43.
Eins á brjósti bólginn þjósti í branda gjósti
langt bar sár, so lungun hanga,
ljótur njótur spjóta klóta.
44.
Kjálkavana kunni flana í klæðum Grana,
missti fingur mækja hristir,
meir um geira reyr ei heyrist.
45.
Leit Haraldur bryntrölls Baldur buðlung taldur,
féll hans lið á víðum velli,
var eggbarinn skari farinn.
46.
Upp þá rísa orrustu dísar æsir fýsa
bæði á knén með ógnar æði
áður tjáðu ráða dáðir.
47.
Handsöx tekur, hildi vekur hörku frekur,
vagnhestana, hræðast bragnar,
heyrist keyrir Freyrinn geira.
48.
Hraustur dáða á hendur báðar hilmir láða
lagði söxum beint að bragði,
blóð út flóði óðum þjóðar.
49.
Banaði mörgum, veitti vörgum val og hörgum,
undrum gegndi á geira fundi
grams aflrama framinn tami.
50.
Þó ei gæti farið á fæti fróns um stræti
eða á sleipnir setið séðum
sverðum verðar gerðar skerðir.
51.
Þengill lengi þolugur mengi þanninn flengir
vöndum sára vigra ströndum,
varð oft skarð í harða barða.
52.
Gizurs eldar fölskvast, feldar fyrnast, kveldar,,
Brúna einn á blóðgu túni
*ber að kerru *verðugs herra.
53.
Kylfu reiddi, kónginn meiddi, kröftum eyddi,
rofnar hjálmur, höfuðið klofnar,
heiðar reyðar meiðir deyði.
54.
Ljóðin dvína, gróður Gínars glóða Rínar
lundi færi mundinn mæran,
mæðist ræðan kvæða hæða.